Viðskiptabönn Bændasamtaka Íslands kosta sauðfjárbændur milljarða í tekjur

Sú hugmyndafræði sem keyrir Bændasamtök Íslands og andstöðu þeirra gagnvart Evrópusambandinu (Wikipedia á ensku hérna) er núna að kosta íslenska sauðfjárbændur milljarða í tekjur á ári þessa mánuðina. Ástæðan er sú að íslenskir sauðfjárbændur og íslenskir bændur almennt hafa ekki aðgang að 512 milljón manna markaði sem Evrópusambandið byggir á.

Ástæðan er sú að íslendingar hafa takmarkaðan innflutning inná markaði Evrópusambandsins með lambakjöt og aðrar vörur vegna tolla eins og fjallað er um á vefsíðu Evrópusambandsins hérna. Aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) skiptir engu í þessu máli og er líklega býr til fleiri vandamál en það á að leysa. Samkvæmt þessari hérna (smella þarf á ‘Market Dashboard’fyrir nýjustu verðupplýsingar á markaði Evrópusambandsins) vefsíðu, þá getur íslenskur bóndi fengi 515,6€ á hver 100 kg af góðu lambi á markaði Evrópusambandsins í dag. Létt lamb fer á 552,9€ á hver 100kg núna í dag á markaði Evrópusambandsins.

Kjötfallið sem íslenskir bændur sitja uppi með og veldur tekjutapi hjá íslenskum sauðfjárbændum stafar eignöngu af þröngsýni og skorti á framsýni hjá Bændasamtökum Íslands. Það er stór markaður fyrir íslenskt lambakjöt en sá markaður er allur í Evrópusambandinu og á meðan íslendingar standa þar fyrir utan. Þá er sá markaður svo gott sem lokaður fyrir íslenska sauðfjárbændur.

Íslenskir sauðfjárbændur og aðrir eru að láta Bændasamtök Íslands að hafa sig að fíflum með stöðugri andstöðu þeirra við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslenskir bændur vilja hafa það gott og halda áfram að hafa í sig á þá verða íslenskir bændur að láta af andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.