Frekja og yfirgangur Hjörleifs Guttormssonar

Yfirgangur Hjörleifs Guttormssonar varðandi málverkið á sjómannahúsinu er gott dæmi um yfirgang einstaklinga sem hafa áður fyrr verið hátt settir í íslenskri stjórnsýslu. Það sem gerir þetta mál verra er að Hjörleifur Guttormsson notar lög til þess að réttlæta yfirgang sinn í þessu máli. Það er staðreynd að hann sendi tölvupóstana og það er hann sem þrýsti á að málverkið á sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægt. Það virðist sem að enginn annar hafi gert athugasemdir við þetta málverk á húsinu. Hjörleifur Guttormsson notar skipulagslög 123/2010 til þess að réttlæta yfirgang sinn. Það er hinsvegar staðreynd að í umræddum lögum er ekkert sem bannar fólki eða fyrirtækjum að mála útveggi hjá sér eins og þeim sýnist. Slíkt þarf ekki að fara í grendarkynningu eða einhverjar kynningu þegar málverk eru sett á veggi húsa. Þegar Hjörleifur Guttormsson heldur því fram að svo sé, þá er hann einfaldlega að ljúga að fólki. Fyrir utan það að nota skipulagslög til þess að réttlæta þennan yfirgang þá vísar hann einnig í 44. grein skipulagslaga. Sú grein fjallar bara um grendarkynningu en ekkert um hvernig útveggir húsa skuli vera málaðir. Umrædd lagagrein er svona í dag.

44. gr. Grenndarkynning.
[Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr.] 1)
Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. fjórar vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar sveitarstjórn hefur afgreitt málið skal þeim sem tjáðu sig um það tilkynnt niðurstaða sveitarstjórnar. … 2)
Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
[Hafi byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt.] 2)

Hérna sést að þessi lagagrein fjallar ekki það hvernig mála skal hús að utan. Það sama á við um öll skipulagslögin í heild sinni, það er ekkert í þeim sem fjallar um það hvað er heimilt og hvað er bannað þegar það kemur að húsalit eða hvort að málverk sé utan á húsvegg eða ekki. Tölvupóstar Hjörleifs Guttormssonar voru yfirgangur og frekja. Grein hans í Morgunblaðinu er bara réttlæting á þeirri frekju og yfirgangi. Auk þess sem hann sýnir í þeirri grein að hann er hryllilegur íhaldsmaður sem hatar alla fjölbreytni og breytingar á Íslandi.

Frétt Vísir.is

Hjörleifur svarar fyrir sjómannsmálið: Segir alvarlega bresti í stjórnkerfi Reykjavíkur