Banani andstæðinga EB (ESB)

Andstæðingar EB (ESB, framvegis notað á þessu bloggi) eru undarlegur hópur harðlínufólks sem telur sig betur borgið einangrað frá heiminum og með tollmúrana í botni. Andstæðingar EB eru allstaðar eins, allt saman fólk sem er á móti vegna þess að það er annaðhvort langt til hægri eða afskaplega langt til vinstri.

Andstæðingar EB þykjast styðja frjálsa umræðu, en eins og dæmin hafa sannað þá er það einfaldlega ekki rétt. Nýjasta dæmið er það þegar Hjörtur J. Guðmundsson andstæðingur EB kom með þessa fullyrðingu á blogginu sínu, „Eins og ég hef sagt þér áður Jón Frímann þá er nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að birta athugasemdir frá þér eins og öllum öðrum ef þú getur haldið þig á siðsamlegum nótum og sleppt öllu skítkasti.“, það er semsagt skítkast að rukka fólk um sannanir fyrir fullyrðingum sínum, eins og þessari hérna, „Og já, það er auðvitað ekkert annað en hroki hjá Norðmönnunum vilja halda í sjálfstæði sitt í stað þess að verða hluti af ólýðræðislegu, miðstýrði skriffinskubákni :D“. (Feitletrun er mín) Ósjálfstæðisfullyrðingin er sú fullyrðing hjá andstæðinum EB sem ekki fæst rædd og ekki fæst sönnun fyrir. Eftirtaldar tilvitnanir eru teknar héðan.

Ég rukkaði Hjört um sönnun fyrir þessari fullyrðingu, hans ólýðræðislega skoðun er sú að hann ákvað að sleppa því að birta athugasemdina hjá mér og þegja frekar í skömm lygara, sem hann svo sannarlega er, enda hefur það sýnt sig og sannað að andstæðingar EB eru sá hópur af fólki sem vill mestu og bestu hömlunar á frelsi almennings, frelsi til þess að versla, til þess að ferðast og fleira og fleira. Einn af andstæðingum EB á Íslandi er maður sem var á móti litasjónvarpinu á sínum tíma (séð í grein á deilgan.com), ef það er ekki vísbending um það hversu mikil afhaldspakki andstæðinar EB eru. Ég býð ennþá eftir svari við spurningunni. Hvaða þjóðir hafa tapað sjálfstæði sínu við að ganga í EB ? Svar óskast, þó geri ég mér litlar vonir um að fá það. Þar sem andstæðingar EB eru ekki mikið fyrir að ræða staðreyndir. Þeir hafa meira gaman af því að ræða tröllasögur og annað tilbúið efni sem þeir semja á staðnum sér til handagagns.

Á öðrum nótum, þá er hérna flott grein eftir breskan þingmann sem útskýrir hvernig andstæðingar EB vinna. Sérstaklega er bent á hvernig spunameistar (lygarar á almennu máli) andstæðinga EB snúa útúr gögnum sér í hag.

The way Eurosceptics work

VöruflokkarESB