Stríðið gegn öryrkjum á Íslandi

Það er ekki nóg með að allar örorkubætur séu skornar niður við nögl með tekjutengingum á alla kanta hjá öryrkjum í dag. Heldur á einnig verið að reyna troða „starfsgetumati“ á öryrkja með lagabreytingu á komandi haust og vetrarþingi samkvæmt frétt Rúv í dag („Innbyggður hvati í hátt örorkumat“).

Staðreyndin er hinsvegar sú að starfsgetumat er eingöngu ætlað til þess að spara ríkissjóði peninga (þar sem ekki vill sjálfstæðisflokkurinn hækka skatta á hina ríku) og auka fátækt öryrkja. Það segir sig sjálft að starfsgetumats kerfi hefur innbyggða skerðingu á greiðslum til öryrkja sem lenda í þessu kerfi. Í Bretlandi, þaðan sem þessi mannvonska er uppruninn var starfsgetumatskerfið kerfisbundið notað til þess að taka bætur af fólki þó svo að það átti rétt á þeim. Enda hafa rannsóknir sýnt að dauðsföll í ákveðnum hópum öryrkja og sjúkra [1] voru margfalt hærri eftir að starfsgetumatskerfið var tekið upp en áður en það fór í notkun.

Það sama mun gerast á Íslandi ef þetta mannvonskukerfi verður tekið upp. Ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn er að leita að auknum tekjum. Þá eiga þessir flokkar að hækka skatta á útgerðina og ríkustu íslendingana. Það á ekki að auka álögur og níðast á öryrkjum, fátækum og veiku fólki eins og á að gera með þessu starfsgetumati eins og á að troða núna í gegn um Alþingi á komandi þingi. Þetta er ósvinna sem ber að mótmæla og stöðva.

1. Thousands have died after being found fit for work, DWP figures show (frétt frá 2015)
2. Death has become a part of Britain’s benefits system (2015)
3. Man died on his way home from Job Centre ‘after being found fit to work’ (2017)
4. More than 2,300 died after fit for work assessment – DWP figures (2015, BBC News)
5. Disabled dad dies after being told he’s fit for work – then benefit bosses accept he needed help AFTER his death (Mirror, 2017)
6. Disabled man starved to death four months after being declared ‘fit to work’ (2015, Mirror)