Traust á markaðinum

Íslenski markaðurinn er rúinn trausti inn að beini þessa stundina. Erlendis tekur enginn mark á því sem kemur frá Íslandi, erlendir bankar eru hættir að versla með krónuna. Það er að segja þeir örfáu sem gerðu það.

Þetta traust fæst ekki aftur nema að Ísland gangi í EB og efnahagsbandalagið sem tengist því. Annars geta Íslendingar kvatt sinn litla markað bless og hann mun ekki rísa úr öskunni fyrr en eftir marga áratugi. Þá í formi evrópusamvinnu sem er verið að reyna að koma á núna. Enda er vonlaust að halda úti gjaldmiðli fyrir 311.000 manns, sérstaklega þar sem að rekstur gjaldmiðla kostar talsverða peninga.

Ísland hefði átt að ganga í EB fyrir mörgum árum og taka upp evru. Ef sú fyrirhyggja hefði verið höfð að leiðarljósi þá værum við ekki í þessum skít sem við erum í núna. Þá hefðum við einnig öflugan gjaldeyri á bak við efnahag landsins og enga gjaldeyriskrísu í gangi. Fleira er hægt að telja upp, en ég læta þetta duga.

Því miður hafa þröngsýnir og gráðugir einstaklingar komið í veg fyrir inngöngu Ísland í EB með gerræðislegu vinnubrögðum og fádæma heimsku. Núna borgar öll þjóðin fyrir ákvarðanir þessara einstaklinga.

Hvenar er komið nóg ?

Tengist frétt: Tekist á um ESB-tillögu