Fólk spillingar og valdníðslu vill Rúv burt

Það er þekkt þegar á að koma á einræði og spillingu fyrir í ríkjum að þá er fyrst og fremst ráðist gegn ríkisfjölmiðlum þess lands sem slíkir atburðir eiga sér stað. Á síðustu árum hefur slíkt gerst í Pólland, Ungverjarlandi þar sem stjórnmálaflokkar með alræði á heilanum hafa náð völdum. Rússland er gott dæmi um hvernig ríkisfjölmiðlar verða undir slíku stjórnarfari.

Núna á að reyna að veikja Rúv meira en orðið með samþykki VG. Það er söguleg staðreynd að fólk með alræði á heilanum í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum hefur á undanförnum árum verið að veikja og hóta ríkisútvarpinu beint og óbeint með niðurskurði ef fréttastofan þar hagar sér ekki eins og viðkomandi stjórnmálamenn vilja. Slíkt er ólýðandi ástand og ætti að vera sjálfkrafa brottrekstarsök hjá viðkomandi stjórnmálamönnum.

Það er gott dæmi um það hversu lélegir íslenskir fjölmiðlar eru að fréttastofa Stöðvar 2 forðast eins lengi og hægt er að fjalla um spillingar og vanhæfsinmál stjórnmálamanna sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Á sama tíma hefur það sést að fréttastofa Stöðvar 2 beitir sér á fullum krafti gegn samfylkingunni en ekki mikið gegn VG (enda VG íhaldssamur flokkur) nema að um sé að ræða málefni sem er í andstöðu við stefnur sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins.

Ástæða þess að Stöð 2 er að hverfa er einfaldlega sú að aðrar og betri þjónustur eru að taka við. Ef fólk er ekki að kaupa dvd eða blu-ray diska til þess að horfa á. Þá er það að kaupa Amazon Prime eða Netflix eða jafnvel báðar þjónusturnar. Stöð 2 hefur að miklu leiti mistekist að bregðast við þeirri samkeppni sem kemur frá Amazon Prime og síðan frá Netflix. Rúv hefur aldrei verið í mikilli samkeppni við Stöð 2 enda sendir Rúv út svo miklu minni og færri dagskrár heldur en Stöð 2. Dagskrá Rúv byrjar yfirleitt ekki fyrr en um klukkan 16:00 og er oft lokið um klukkan 23:30. Á sama tíma sendir Stöð 2 út dagskrá allan sólarhringinn á meira en einni stöð (Stöð 2 Bíó, Stöð 3 osfrv).

Á fjölmiðlamarkaðinum er Stöð 2 að verða undir vegna þeirra eigin skammsýni og heimsku. Ég veit ekki hvernig Vodafone ætlar að breyta þessu en þeir eru nýjir eigendur Stöðvar 2 en áhrif þeirra og stefna er ekki komin fram ennþá.

Fréttir af þessu

„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ (Vísir.is)
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ (Rúv.is)
Leggur til að RÚV fari af auglýsingamarkaði (Rúv.is)

Texti uppfærður klukkan 18:21. Stafsetningarvillur lagaðar.