Starfsgetumat er kerfi til að viðhalda öryrkjum í sultarfátækt

Núna á að koma á starfsgetumati á íslenska öryrkja. Þetta kerfi á uppruna sinn í Bretlandi þar sem það var sett á til þess að spara Breska ríkinu peninga og þar er reglulega fólk dæmt hæft til vinnu þó svo að það sé á grafarbakkanum.

Íslenska kerfið yrði ekkert betra enda er hérna verið fara í það að spara íslenska ríkinu peninga með því að halda öryrkjum í sultarfátækt. Það er ekki í lagi að koma á slíku kerfi og ég fordæmi allar slíkar tilraunir gagnvart öryrkjum. Öll lög sem eru byggð á hugmyndafræði starfsgetumats eru og verða skelfileg og ber að koma í veg fyrir að slíkt verði að lögum á Íslandi. Enda er skilyrðislaus krafa í stjórnarskrá Íslands um stuðning við fólk sem er ekki fært um að stunda atvinnu til þess að hafa í sig og á. Örorkubætur eru hluti af velferðarkerfinu og það á ekki að skerða slíkar bætur með neinum hætti eins og gert er í dag.

76. gr.
[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.] 1)

Stjórnarskrá Íslands