Heimssýn gengur fram í heimsku og einangrunarstefnu

Samtök einangrunarsinna, þjóðernissinna og annara vitleysingja sem kalla sig Heimssýn (sem er rangnefni, vegna þess að þetta eru þjóðernissinnuð samtök sem eru rekin af öfgafólki) hélt aðalfund sinn, þar var drukkið mikið kaffi, nýr formaður kosinn og samþykktar samþykktir um það hvernig skuli gera líf hins almenna Íslendings eins ömurlegt og leiðinlegt og hægt er.

Þar á meðal vilja Heimssýn segja upp EES samningum [sjá hérna] og þar með öllum þeim viðskipta tækifærum sem þar er að finna. Auk frjálsri för fólk. Ég sé ekki að hinn almenni Íslendingur geti ekki lengur keypt húsnæði á Spáni sem er eingöngu heimilt vegna EES samningins. Ég veit ekki hversu margir í Heimsýn eiga húsnæði á Spáni í krafti EES samningins en miðað við í Heimssýn er mikið af fólki sem er komið á elliheimili þá er alveg ljóst að fjöldi þeirra sem eru í Heimssýn og hata Evrópusambandið eiga húsnæði á Spáni sem er aðildarríki að Evrópusambandinu og notar evruna sem gjaldmiðil.

Síðan bullar Heimssýn eitthvað um orkumál og Ísland. Þar sem Ísland er ekki hluti af sameiginlegu orkuneti Evrópusambandsins þá skiptir aðild Íslands að orkustjórnun á hinum Evrópska raforkumarkaði engu máli. Síðan er alveg ljóst á því sem Heimssýn ályktar að þeir skilja hvorki upp eða niður í tilgangi Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER) [heimasíðan þeirra er hérna]. Þegar Heimssýn fjallar um eitthvað sem þeir skilja ekki þá er notað það bragð að fullyrða án nokkura sannana að Evrópusambandið ætli sér að stjórna hinu og þessu á Íslandi. Það sama gildir um rugludallana og öfgafólkið frá Noregi í Nej til EU. Það fólk er alveg jafn heimskt og takmarkað og fólkið sem er í Heimssýn.

Á meðan Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu er EES samningurinn það skásta sem íslendingar hafa ásamt hinni takmörkuðu EFTA aðild. Íslendingar eiga hinsvegar að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa áhrif á lagasetningar og koma sínum sjónarmiðum á framfæri innan Evrópu. Án slíkra áhrifa skiptir íslenska þjóðin engu innan Evrópu þar sem sjónarmið íslendinga verða útundan (eins og sjónarmið Noregs og Bretlands þegar þeir yfirgefa Evrópusambandið árið 2019).