Bændasamtök Íslands eru gjörspillt og handónýt samtök

Það er að sjá á lestri nýjasta Bændablaðsins að Bændasamtök Íslands ætla sér að fara í áróðursherferð gegn innflutningi á kjöti, mjólk og eggjum til Íslands. Þar sem Bændasamtök Íslands eru eingöngu borguð með skattpenginum íslenskra skattgreiðanda þá er ljóst að íslenskir skattgreiðendur munu borga fyrir þennan lyga-áróður sem Bændasamtök Íslands ætla sér að fara að dreifa til íslendinga.

Bændasamtök Íslands eru gjörspillt samtök sem þjóna ekki hagsmunum íslenskra bænda að neinu leiti. Þetta er klúbbur örfárra ríkra einstaklinga sem hafa náð þar völdum og fara með alla bændur eins og leiguliða á 19 öldinni.

Það á að leggja niður alla tolla á innflutning á matvöru. Enda kosta íslenskir matvælatollar íslenskan almenning milljarða króna árlega og þessi verndarstefna kostar íslenska bændur ennþá hærri upphæðir. Ólíkt því sem lygin segir frá Bændasamtökum Íslands þá er matvælaframleiðsla á Íslandi sáralítil og mun aldrei framleiða nóg ofan í alla þá ferðmenn sem munu koma til Íslands árið 2018 en sú talað er áætluð 2,8 milljónir manna. Íslenskir bændur rétt svo framleiða ofan í 348.000 manns eins og staðan er í dag og í sumri framleiðslu er ekki framleitt nóg. Helst er skortur í svínakjöti, kjúklingi og nautakjöti. Það er alveg ljóst að lambakjöt verður seint flutt til Íslands enda er lítið framleitt af lambakjöti í ríkjum á meginlandi Evrópu.

Bændasamtök Íslands í núverandi mynd á að leggja niður. Íslenska ríkið á að taka þennan málaflokk af þessum sérhagsmunastamtökum enda er núverandi fyrirkomulag þannig að það getur eingöngu boðið upp á spillingu og sóun almannafjár. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá árinu 2011 um þetta mál er að finna hérna. Það á einnig að afnema lög 130/1994 um Bændasamtök Íslands. Þetta geta verið frjáls félagsamtök og það krefst ekki sérstakrar lagasetningar af hálfu Alþingis.

Þess má einnig geta (víst að þessi auglýsing er í Bændablaðinu). Þá er ekki gott að gefa kanínum gulrætur þar sem slíkt veldur þeim tannskemmdum og er vont fæði fyrir þær. Fái kanínur að velja þá borða þær græna sem er á gulrótum fyrst og hafi þær ekkert annað þá borða þær sjálfa gulrótina. Best er að gefa kanínum grænfóður (gras, kál og annað slíkt) og sleppa gulrótum algerlega.