Andstæðingar Evrópusambandsins eru ennþá í ruglinu

Upphaflega skrifað þann 16.3.2018 á blog.is.

Á síðustu árum er það ljóst að andstæðingar Evrópusambandsins eru ekki eingöngu í ruglinu. Heldur eru þeir einnig í miklu rugli og vitleysu. Vanþekking þessa fólks á Evrópusambandinu, stafsemi þess og sögu er gífurleg og þetta fólk hefur engan áhuga á því að taka á þessari vanþekkingu sinni og kynna sér málið.

Það er einnig ljóst að ekki er hægt að ræða við andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að hlusta á staðreyndinar og vill frekar lifa í gömlum tíma sem kemur aldrei aftur.

Einangrað Ísland er fátækt Ísland. Það er óumflýjanleg staðreynd málsins. Það er eingöngu með inngöngu í Evrópusambandið og með upptöku evrunar sem hægt er að breyta þeirri stöðu til frambúðar.

Það verður ekki alltaf nægur fiskur í sjónum til að veiða í kringum Ísland og einn daginn munu ferðamenninir hætta að koma til Íslands.