Bláskógarbyggð kaupir ódýran áróður og kjaftæði um orkupakka 3

Upphaflega skrifað þann 28.4.2019 á blog.is.

Sveitarstjórnarfólk Bláskógarbyggðar sem er augljóslega mjög illa að sér í Evrópumálum fer fram í skammarlegri umsögn um Orkupakka 3. Ég mæli með því að það fari æa námskeið um Evrópusambandið hjá Háskóla Íslands eða athugi hvort að sendiráð Evrópusambandsins á Íslandi hafi lesefni um Evrópusambandið sem hægt væri að fá og nota á sveitarstjórnarstiginu.

Raforka á Íslandi er nú þegar seld til álvera á mjög lágu verði og ljóst er sú orkusala er mun óhagstæðari heldur en raforkusala yfir sæstreng myndi nokkurntímann verða. Hinsvegar er lagning sæstrengs frá Íslandi til annara ríkja eitthvað sem Alþingi tekur ákvörðun um og það er ennfremur ljóst að á Íslandi er ekki nein orka til sölu á Íslandi enda fer öll framleiðslan til álvera sem er mjög mengandi iðnaður.

Það er ekkert valdaframsal í orkupakka 3 frekar en í orkupakka 1 og orkuappa 2 sem hafa verið í gildi á Íslandi í mörg ár. Allt tal um valdaframsal er hræðsluáróður saminn af óheiðarlegum andstæðum ESB og EES á Íslandi. Enda er það staðreynd að andstæðingar ESB/EES hafa ekki hikað við að ljúga um Evrópusambandið í umræðunni á Íslandi.

Andstæðingar ESB og EES á Íslandi eru að reyna koma Íslandi úr EES og valda þjóðinni þannig gífurlegum efnahagslegum skaða. Efnahagslegur skaði yrði svo mikill að efnahagskreppan árið 2008 yrði leikur einn í samanburðinum.