Lygar og annað kjaftæði frá andstæðingum Orkupakka 3 (og ESB)

Upphaflega skrifað þann 11.5.2019 á blog.is.

Það verður langvarandi verkefni hjá sagnfræðingum framtíðarinnar að komast að því afhverju íslendingar trúðu á þær lygar sem andstæðingar Evrópusambandsins settu fram í Orkupakki 3 málinu og öðrum um Evrópusambandsins. Þetta verður auðvitað löngu eftir að andstæðingar þessa máls verða fallnir frá og öllum gleymdir.

Það er staðreynd að Ísland framleiðir afskaplega lítið af raforku miðað við það sem er framleitt innan Evrópusambandsins. Mér reiknast til að munurinn sé ekki nema milljónfalldur í minnsta lagi (Ísland framleiðir 10*9 [18,17 milljarðar kWh] en innan Evrópusambandsins er framleiðslan 10*12 [3.043 billjón kWh]. Tölur frá 2016/2015). Það gerir að Ísland framleiðir ekki nema 0,60% af orkuþörf innan Evrópusambandsins. Tækniþróun er einnig að gera sæstreng frá Íslandi að dýrasta og óhagstæðasta möguleika sem verður í boði þegar það kemur að raforkuflutningum.

Það verður ódýrara að byggja vindorkuver og sólarorkuverk innan landamæra Evrópusambandsins heldur en að leggja dýran og viðhaldsfrekan rafstreng frá Íslandi.

Helstu lygar andstæðinga orkupakka 3 er að þar sé krafa um að leggja rafstreng frá Íslandi til Evrópusambandsins. Þetta er auðvitað haugalygi sett fram af vafasömum einstaklingum með ennþá vafsamari pólitíska fortið (sumir af þessum einstaklingum voru bara vanhæfir upp í topp sem stjórnmálamenn og hafa ekkert bætt sig síðan þeir duttu útaf Alþingi í síðustu kosningum).

Það sem er hættulegt við þessa umræðu gegn orkupakka 3 eru þeir einstaklingar sem standa að henni, enda er ljóst að hérna eru vond öfl á ferðinni sem standa að þessari umræðu og eru að hræða marga íslendinga með hreinum lygum um orkupakka 3.