Seðlabankastjóri á villigötum

Það er ljóst að ákvarðanataka Seðlabanka Íslands þegar það kemur að efnahagsmálum á Íslandi er í tómu rugli. Ástæðan er sú að Seðlabanki Íslands er að reyna að spá fyrir um framtíðina og það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina. Þetta er dæmigerð hegðun fólks sem hefur farið í gegnum nám í hagfræði. Þar sem þeim er kennt að það sé hægt að spá fyrir um framtíðina út frá því sem gerist í dag. Þetta er bæði rétt og rangt á sama tíma. Þar sem það er hægt að segja til um þróun mála að einhverju leiti en á sama tíma er hvaða ágiskun sem er mjög líklega röng.

Síðan er verið að hvetja fólk til þess að eyðileggja sinn persónulega efnahag með því að taka verðtryggð lán og íslensku bankanir hafa vextina á óverðtryggðum lánum svo háa að venjulegt fólk getur ekki tekið þau lán með góðu móti. Þetta mun koma í hausinn á íslendingum fljótlega, þar sem verðtryggð lán framleiða peninga sem peningakerfið á Íslandi þarf ekki og það er slæmt.