Útlendingahaturs frumvarp Dómsmálaráðherra (Jóns Gunnarssonar)

Á Alþingi á að troða núna í gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar um ný lög um útlendinga. Þetta frumvarp sem á að koma í gegn fjarlægir þau litlu réttindi sem flóttamenn og umsækjendur um stöðu flóttamanna á Íslandi hafa í dag. Það er stór hneyksli að svo skuli vera að gera núna, enda er Ísland með eina af sterkustu útlendingalöggjöf í Evrópu vegna þess að fasistanir í sjálfstæðisflokknum eru að smala atkvæðum nasista og annara hópa af fasistum sem er að finna á Íslandi.

Þetta frumvarp og löggjöf um útlendinga á Íslandi eru til skammar og alltof ströng og byggja ekki á neinum rökum. Hérna er eingöngu um hræðslu að ræða, hræðslu sem er fundinn upp í ímyndunarveiki öfgafólks sem er gjörsamlega úr sambandi við allan raunveruleika. Þessu frumvarpi Jóns Gunnarssonar á hafna án tafar og það á að leysa Jón Gunnarsson af hans embætti sem dómsmálaráðherra.