Áróðurinn gegn Evrópusambandinu á Íslandi – II

Þessi grein átti upphaflega að birtast á vísir.is, þangað sem ég hafði sent hana inn. Þessi grein var hinsvegar ekki birt þar af ástæðum sem mér eru ekki kunnar. Hjörtur J. Guðmundsson fær hinsvegar að skrifa inn og birta rangfærslur og lygar um Evrópusambandið á Vísir.is án athugasemda.

Greinina sem ég fékk ekki birta á visir.is er hægt að lesa hérna fyrir neðan

Maður að nafni Hjörtur J. Guðmundsson skrifar núna í gríð og erg áróðursgreinar gegn Evrópusambandinu. Eins og með annan áróður, þá er þar blandað saman sannleika við lygar og uppspuna. Þannig er hægt að búa til áhrifaríka sögu sem er byggð á kornum úr raunveruleikanum en skálda allt annað upp í kringum þau korn.

Hvernig Evrópusambandið virkar er mjög flókið [Institutions of the European Union] og ekki á mínu færi að útskýra það í þessari einföldu og stuttu grein. Í nýjustu áróðursgrein sinni sem Hjörtur kallar „Með hálfan þingmann á Alþingi“ er farið með lygar ofan í sannleikskorn og gögn frá Ráðherraráði Evrópusambandsins (Council of the European Union) en ekki Evrópuþinginu (European Union Parliment). Þetta eru tvær sjálfstæðar stofnanir innan Evrópusambandsins sem hafa tvö ólík hlutverk.

Þar sem Hjörtur laug aðeins um Evrópuþingið. Þá ætla ég aðeins að skrifa um það. Í grein seinni heldur hann því ranglega fram að Ísland yrði valdalaust innan Evrópuþingsins. Þetta er rangt. Af þeirri ástæðu að innan Evrópuþingsins er raðað eftir flokkum en ekki ríkjum. Ísland mundi fá sex Evrópuþingmenn við inngöngu í Evrópusambandið, hvar mundu fara í flokka yrði að koma í ljós. Það er sami þingmannafjöldi og Malta, Kýpur og Lúxemborg hefur á Evrópuþinginu. Í dag eru ekki öll 750 sætin notuð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Ísland yrði því með sex þingmenn á Evrópuþinginu (European Union Parliment). Auk þess manneskju í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (European Union Commission), auk aðila eftir málaflokki í Ráðherraráðinu (Council of the European Union). Það er langt frá því að vera eitthvað valdaleysi. Önnur ríki sem eru á stærð við Ísland og eru aðildar að Evrópusambandinu eru ekkert valdalaus með ákvarðanir sem þar eru teknar.

Ísland yrði því langt frá því að vera valdalaust. Enda dettur engum í hug sem skoðar málin að kalla Möltu, Lúxemborg eða Kýpur valdalaus ríki innan Evrópusambandsins. Þetta er bara áróður og áróður er lygi. Það er verið að dreifa þessu til þess að rugla, hræða og þagga niður í umræðunni um Evrópusambandið á Íslandi enda hafa íslendingar núna verið jákvæðir í garð aðildar að Evrópusambandinu í lengri tíma núna og það hefur gengið illa hjá öfga-hægra liðinu að þagga niður í fólki og fá það til þess að skipta um skoðun. Þess vegna eru settar saman nokkrar hræðslugreinar undir ýmsum aðferðum og settar í dreifingu með þeirri von að fólk bíti á agnið og snúist gegn Evrópusambandinu á ný á Íslandi.

Allt saman mjög þekkt og mjög gömul aðferð. Enda veit fólkið sem stendur í þessu að í málflutningi þeirra er ekki neitt nema hræðsluáróður, falsfréttir og ótta. Íslendingar hafa lifað við þetta mjög lengi þegar það kemur að umræðu um Evrópusambandið og hefur stórum rangfærslum um Evrópusambandið verið haldið á lofti sem sannleika á Íslandi.

Hvað fiskimiðin varðar, þá eru íslensku fiskimiðin ekki tengd neinum fiskimiðum annara ríkja Evrópusambandsins. Þá starfa öll stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi innan Evrópusambandsins í dag og hafa gert núna í áratugi. Innganga Íslands mundi breyta nákvæmlega engu fyrir þau. Það sem helst mundi breytast er að það yrði einfaldara að flytja út fisk, landbúnaðarvörur frá Íslandi til annara Evrópusambandsríkja. Þar sem við inngöngu í Evrópusambandið þá yrði Ísland hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og virðisaukaskattsbandalagi Evrópusambandsins. Innflutningur yrði einnig frjáls á Íslandi og einokun á ákveðnum landbúnaðarvörum (mjólk, osti og fleira og fleira) á Íslandi yrði lögð niður fyrir fullt og allt.

Orkumálin eru önnur slík blekking. Það er ekki hægt að leggja kapal frá Íslandi til næsta aðildarríki Evrópusambandsins. Lengsti neðansjávarkapall í heimi sem flytur rafmagn er frá Noregi og er rétt um 720 km langur og flytur rafmagn til Bretlands frá Noregi. Það er þægilegt fyrir andstæðina Evrópusambandsins að nota þetta til þess að hræða fólk, vegna þess að enginn rukkar þetta fólk um sannanir fyrir þeim fullyrðingum sem það setur fram um Evrópusambandið.

„Staðreyndir“ Hjörts J. Guðmundssonar eru ekkert nema fleypur og blekkingar. Skrif sem eru andstæð hagsmunum hins almenna Íslendings og hafa alltaf verið það. Hjörtur er að verja hagsmuni, bara ekki hagsmuni hins almenna Íslendings.

Evrópusambandið er pólitísk bandalag en einnig efnahagslegt bandalag og það er nauðsynlegt að íslendingar verði aðilar að Evrópusambandinu sem fyrst. Enda er heimurinn að breytast og það er vont að koma inn seinna í Evrópusambandið sem nýtt aðildarríki. Þeir sem tala um Evrópusambandið sem einfalda stofnun eru að fara með rangt mál. Þetta er gífurlega flókinn málaflokkur sem kemur við öll svið þjóðfélagsins og Íslendingar eru nú þegar þátttakendur að 2/3 hlutum af regluverki og lögum Evrópusambandsins eins og ég hef nefnt í fyrri grein minni.

Höfundur er rithöfundur og áhuga vísindamaður.

Jón Frímann Jónsson