Einræðisríkin í NATO

Tyrkland og Ungverjaland eiga það sameiginlegt að vera undir stjórn manna sem hirða ekkert um lýðræðið og saka alla sem gagnrýna þá um að vera hryðjuverkamenn. Þetta er sérstaklega áberandi þegar það kemur að Tyrklandi, sem er stjórnað af snargeðveikum manni sem væri best ef að hann mundi drepast úr elli sem fyrst. Ungverjaland er einnig undir stjórn manns sem hirðir ekkert um lýðræðið en aðild Ungverjalands að Evrópusambandinu hefur komið í veg fyrir algjör einræði í Ungverjalandi. Það er hinsvegar staðreynd að Ungverjaland sem NATO ríki er hliðhollt Rússlandi öryggishættan sem slík af því er stórkostlega mikil ef að stórt stríð verður á milli NATO og Rússlands, miðað við þá geðveiki sem er í gangi. Þá er það ekkert ólíkleg niðurstaða.

Kúgun Erdogans á Svíþjóð og Finnlandi mun ekkert enda við það að hann hleypi þeim inn í NATO. Heldur verður þetta stöðugt eitthvað sem Tyrkland mun geta notað gegn Svíþjóð og Finnlandi í framtíðinni. Þó svo að ríkin verði aðildar að NATO. Sama gildir um Ungverjaland. Þessir menn eru siðlausir, stjórnlausir og valdagráðugir sem hugsa ekkert um lýðræði og frelsi. Það sem þeir helst hugsa um er að ná sér niður á fólki sem þeir álíta sé óvinir þeirra. Fólk sem hefur eitt unnið það sér til saka að gagnrýna einræðið hjá þessum mönnum eða starfað hjá frjálsum fjölmiðlum áður en þeim var lokað.