Dómsmálaráðherra mistúlkar viljandi Flóttamannasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Með nýjustu lagasetningu um málefni útlendinga sem eru flóttamenn sem Jón Gunnarsson, núverandi dómsmálaráðherra kom í gegn á Alþingi Íslands með skömm. Þá er Ísland núna brotlegt við Flóttamannasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og hefur verið það talsvert lengi. Það sem er hérna á ferðinni eru svindlarar og fólk sem stendur hugsanlega í mansali og er að nýta sér neyð fólks til þess að hafa af þeim peninga og jafnvel neyða í vinnu. Þetta er ekkert sem skiptir Jón Gunnarsson máli, enda eru svona mannréttindabrot ekki eitthvað sem hægri-öfgamenn eins og hann hefur áhyggjur af.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur meiri áhyggjur af því að setja öfgafull lög til þess að viðhalda þeirri goðsögn að Ísland sé best í heimi. Sem er auðvitað hauga lygi, enda er þetta það sem allir þjóðernissinnar of öfgamenn segja. Breskir þjóðernissinnar segja að Bretland sé besta land í heimi og íslenskir þjóðernissinar segja að Ísland sé best í heimi. Báðir ljúga og hafa rangt fyrir sér.

Flóttamenn eru fólk sem er að flýja ofsóknir af hendi annara öfgamanna sem hafa komist til valda og eru að nota ofbeldi til þess að kúga fólk og myrða. Þessi staðreynd skiptir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra ekki neinu máli frekar en aðra stjórnmálaflokka sem eru í ríkisstjórn Íslands.

Þetta fólk ætti og þarf að skammast sín og vera komið frá völdum á Íslandi að eilífu.

Það er erfitt að eiga við svona svindlara sem ljúga að fólki. Það er þó mögulega hægt að gera slíkt en Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur ekki áhuga á slíku.

Fréttir af þessu

Dæmi um „misnotkun“ á flóttamannasamningi SÞ (mbl.is)