Fyrirtækið sem varð að stjórnlausu skrímsli

Fyrirtæki verða að stjórnlausum skrímslum þegar þau verða of stór eða of spillt. Í tilfelli Samherja á Íslandi, þá er þetta bæði. Þar sem eigandinn og forstjórinn er orðinn gamall, þjáist af ofsóknarbrjálæði, græðgi og heimsku. Börn hans eru lítið betri, ekkert annað en ríkir hrokagikkir sem geta ekki neitt og kunna lítið. Á Íslandi er þetta fyrirtæki með lögregluna í vasanum og notar það til þess að fara eftir blaðamönnum sem hafa skrifað fréttir um fyrirtækið (olli því að frelsi blaðamanna á Íslandi minnkaði).

Það er kominn tími til þess að Samherja, sem fyrirtæki verði skipt upp í nokkur minni fyrirtæki. Það mun hinsvegar ekki gerast á meðan helstu vinir forstjóra Samherja eru við völd á Íslandi. Það er engin tilviljun að Samherji noti Bretland til þess að setja lögbann á þessa vefsíðu sem fjallað er um í frétt Rúv hérna. Þar sem Bretland er með einstaklega þægilega löggjöf varðandi svona og dómstólar þar eru mjög hallir á málflutning fyrirtækja í svona málum.

Samherji er gjörspillt fyrirtæki. Fyrirtæki sem fór í að búa til uppskáldaðar heimildarmyndir um þá spillingu sem þeir stunduðu í Namibíu (Samherjasjölin, Rúv. Samherjaskjölin, Heimildin) og hefur síðan þetta kom út verið að ofsækja og fylgjast með þeim blaðamönnum sem unnu að þessu máli.

Fyrirtæki sam hafa verið eins og Samherji hafa það eitt sameiginlegt að á endanum hrynja þau vegna spillingar, skorts á siðgæði og stjórnlausrar græðgi. Þetta mun gerast með Samherja. Þetta er eingöngu spurning um tíma hvenær gjaldþrotið verður.

Fullyrðir að Samherji hafi fengið bráðabirgðalögbann á hann (Rúv.is)
Odee sætir lög­banni í Bret­landi og þarf að af­henda Sam­herja verk sitt (Vísir.is)