Aftur lækkar Síminn gagnamagn yfir 7 daga tímabil

Síminn hefur undanfarið verið að spila mjög óheiðarlegan leik gagnvart þeim sem kaupa internet áskrift hjá þeim. Þetta snýst um heildargagnamagn sem má ná í yfir 7 daga tímabil áður en Síminn lækkar hjá manni hraðan.

Fyrst þegar þetta var sett á var gagnamagnið 50GB, núna er það 20GB. Núna er það að fara niður í 10GB á 7 daga tímabili.

Ekki veit ég hvað stjórendur Símans halda að internetið sé fyrir. Það er aftur á móti orðið ljóst að 10GB á 7 daga tímabili eru ekki neitt og er fáránlega lág tala fyrir þá notendur sem eru með 12mb tenginu hjá Símanum.

Ekki veit ég hvernig Síminn getur réttlætt þessa lækkun, þar sem að hún á ekki við nein rök að styðjast. Ég er alvarlega að spá í að segja upp þjónustu minni við Síman, hvort sem um er að ræða ADSL, símann, GSM og annað. Þetta okur hjá Símanum er orðið óþolandi. Staðan eins og hún er núna er þannig að þeir sem versla við Síman eru að borga meira fyrir minna. Slíkt er gjörsamlega ósiðlegt að mínu mati.

Hérna er tölvupósturinn sem ég fékk núna rétt í þessu.

Ágæti viðskiptavinur
Síminn mun gera breytingar á skilmálum Internetþjónustu frá og með 1. nóvember næstkomandi.

Breytingin felur í sér að fari gagnamagn erlendis frá yfir 10 GB á sjö sólarhringum, í stað 20 GB áður, áskilur Síminn sér rétt til að lækka tímabundið hraða tengingarinnar til útlanda. Síminn tilkynnir viðskiptavinum sínum um slíkar takmarkanir með tölvupósti. Breytingin tekur til skilmála númer 14, en hægt er að nálgast þá á heimasíðu Símans: http://www.siminn.is/servlet/file/Skilmalar_Internetthjonusta.pdf?ITEM_ENT_ID=76310&COLLSPEC_ENT_ID=8

Eins mun þakið í áskriftarleiðunum Góður og Betri hækka úr 7.500 í 8.500 kr. frá og með 1.desember nk. Samanlagður kostnaður áskriftar og umfram niðurhals fer því ekki yfir 8.500 kr.

Kveðja,
starfsfólk Símans

Síminn er farinn að stunda óheiðarlega viðskiptahætti og þykir mér það miður. Þetta var ágætt fyrirtæki þegar það var í ríkiseigu. Það þarf kannski bara að ríkisvæða það aftur svo að fjarskipti verði á almennilegu verði hérna á landi.