Maastricht sláttmálin

Ég hef séð marga halda því fram að Ísland uppfylli ekki Maastricht sáttmálan, sem bjó til Evrópusambandið. Þetta er rangt, enda er Ísland nú þegar búið að taka upp 75% (þar um bil) af reglum EB og uppfyllir þess vegna kröfur Maastricht sáttmálans.

Hérna er vefsíða með yfirlit yfir það sem Maastricht sáttmálin stendur fyrir. Hérna er wiki grein um þennan sáttmála sem bjó til Evrópusambandið eins og það er til í dag.

Íslendingar geta léttilega gengið í EB nú þegar, við getum því miður ekki tekið upp evru fyrr en eftir lámark tvö ár. Aftur á móti mundi innganga Íslands í EB leysa mörg af þeim vandamálum sem eru að plaga okkur í dag. Eins og t.d gjaldeyrisfrostið og það vantraust sem ríkir í garð Íslands erlendis í dag.

Að ganga í EB væri líka stefnumörkun fyrir Ísland og Íslendinga, það mundi þýða að þjóðin væri búin að setja sér markmið sem hún ætlaði að fylgja eftir. Markmið sem er traustsins virði.

VöruflokkarESB