Rangfærslur í útskýringum Símans

Þær útskýringar sem talsmaður Símans gefur í þessari frétt standast ekki. Sérstaklega fyrir þá ástæðu að þetta er í annað skiptið á árinu sem lækkar umrætt 7 daga gagnamagn á árinu. Fyrr á árinu þá lækkaði Síminn þetta gagnamagn úr 50GB niður í 20GB, sem er alveg þolandi þó svo að viðvörunartölvupóstanir geti verið frekar pirrandi.

Kostnaðar útskýring Símans stenst heldur ekki, þar sem að Síminn kaupir ekki bandvíddarmælda tenginu, heldur kaupir hann eingöngu fasta tenginu við FarIce, sem er að hluta til í eigu Símans, Vodafone og Íslenska ríkisins. Þessir aðilar kaupa síðan sjálfir aðgang í Bretlandi, ekki gagnamældan. Heldur er um að ræða heildsölukaup þar sem keyptur er ákveðin hraði á ákveðnu verði. Gagnamæling er ekki til í dæminu, enda yrði Síminn aðhlátursefni ef að þeir væru að kaupa bandvíddarmælda tengingu.

Fyrir þá sem halda að þetta lendi bara á stórnotendum ættu að hugsa sig betur um. Venjulegur notandi þarf bara að skoða internetið fyrir 2GB á dag í 5 daga til þess að komast í 10GB takmörkunina. Þetta er frekar einfalt, sérstaklega með margmiðlunaröflugt internet dagsins í dag (Youtube, flash leikir og allt þetta). Sé tölvuleikjanotkun bætt ofan á þetta, þá tekur jafnvel ennþá styttri tíma að komast uppí þessa takmörkun, enda margir tölvuleikir sem eru uppfærðir með p2p og öðru slíku.

Vegna þess hvernig Síminn hefur komið fram við mig sem viðskiptavin (illa), þá ætla ég að færa mig yfir til annars fjarskiptafyrirtækis. Ég sem viðskiptavinur læt ekki bjóða mér hvað sem er.

Tengist frétt: Síminn hægir á niðurhali stórnotenda