Geir Haarde tekur ekki mark á þjóðinni!

Skömmin sem er núna ríkjandi vegna þeirra vanhæfu manna sem sitja í ríkisstjórn Íslands var toppuð í dag af Geir Haarde, þegar hann gaf það út að honum stæði á sama um skoðanir þjóðarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að hann tekur ekki mark á skoðunum þjóðarinnar eða annara. Geir Haarde hefur nefnilega ítrekað sleppt því að hlusta á þá sem vilja Davíð burt úr Seðlabankanum, þar sem hann er óhæfur til að vera í þeirri stöðu sem hann er í Seðlabankanum.

Svo að ég vitni beint í þessa frétt á vísir.is

Krafist hefur verið afsagnar Davíðs í mótmælastöðum fyrir utan Seðlabankann og í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu, en forsætisráðherra segir það ekki skipta máli.

Feitlerun er mín.

Þarna kemur í ljós sú vanvirðing sem Geir Haarde hefur í garð skoðanna þjóðarinnar, fólksins sem kaus hann inná alþingi. Það er skilda almennings að fjarlægja þennan mann úr stóli Forsætisráðherra, enda er augljóst að hann ber ekki neina virðingu fyrir almenningi og skoðunum fólksins í landinu.

Það er gjörsamlega óhæft að Forsætisráðherra taki ekki mark á skoðunum þjóðarinnar, en ein af hans skildum er að taka mark á skoðunum þjóðarinnar. Forsætisráðherra hefur engan rétt á því að taka ekki mark á viljá þjóðarinnar. Nákvæmlega engann.

Geir Haarde er búinn að afsala sér réttum til að vera forsætisráðherra Íslands. Gerði það núna í kvöld með þessum yfirlýsingum sínum.

Að mínu mati þá ber Samfylkingunni skilda til þess að slíta þessu stjórnarsamstarfi nú þegar. Hefðu þeir átt að slíta þessu samstarfi fyrir löngu síðan, sérstaklega eftir að kom í ljós hvernig samstarfsflokkurinn niðurlægir Samfylkinguna reglulega með því að ljúga að þeim og blekkja þá. Þetta gengur ekki og hefur verið þannig lengi.