Spilltur hvalveiðikvóti

Í ljósi nýjustu upplýsinga þá mjög líklegt að snöggur hvalveiðikvóti sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sjálfstæðisflokksins setti í lok Janúar 2009 sé spilltur. Setning þessa hvalveiðikvóta er mjög dularfull og stenst ekki nein rök. ESB hefur núna bæst í hóp þeirra sem gagnrýna þennan kvóta og réttilega svo. Staðreyndin er að það er ekki neinn markaður fyrir hvalveiðikjöt á Íslandi eða erlendis. Það sást mjög vel eftir síðustu hvalveiðar, þegar það tók rúmlega 2 ár að selja það kjöt sem hafði verið veiða þá.

Andstæðingar ESB nota misskilið þjóðarstolt Íslendinga til þess að blása upp andstöðuna við ESB. Íslendingar verða að spurja sig hvernig samskipti við viljum hafa við umheimin í dag. Enda er það staðreynd að Íslendingar eru komnir uppá umheimin komin í dag. Íslendingar hafa nefnilega komið sér í þá stöðu að hafa tapað flest öllu frá sér, allt útaf tómri græðgi og frekju. Staðan er þannig í dag að Íslendingar þurfa að ganga í ESB og hætta núverandi vitleysu. Sérstaklega ef við viljum láta taka okkur alvarlega á alþjóðavettvangi í framtíðinni.

Þessi færsla kemur til vegna þessar hérna fréttar Morgunblaðsins.

Stjórnlausir sjómenn

Það er augljóst að margir sjómenn á Íslandi eru stjórnlausir. Ef einhver tegund hefur ekki kvóta hérna á landi, þá er í lagi að veiða umrædda tegund þangað til að ekkert verður eftir af henni. Svona afstaða er skaðleg, bæði alþjóðlega og innanlands. Þar sem slíkt getur einfaldlega útrýmt tegundum hérna við land, eins og hefur gerst áður í sögunni.

Í dag eru Norðmenn og ESB brjáluð yfir því hvernig Íslenskir sjómenn ganga um náttúruna af algerri vanvirðingu. Ekki bætir úr skák áhugaleysi Íslenskra stjórnvalda vegna þessara veiða.

Verði að ákveða kvóta einhliða

Audunn Maråk, talsmaður norskra útvegsmanna, gagnrýndi Íslendinga harðlega í Auðlindinni í gær fyrir að ákveða sér makrílkvóta einhliða. Það væri ekki í samræmi við vísindalega ráðgjöf og óábyrgt af hálfu Íslendinga.

Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, kollegi Maråks, vísar gagnrýni hans heim til föðurhúsanna. Íslendingar hafi fullveldisrétt innan 200 mílna lögsögunnar og megi því veiða fiskistofna innan hennar. Norðmenn, ESB og Færeyingar hafi komið í veg fyrir að við getum tekið þátt í að stjórna veiðum úr stofninum. Því þurfum við að ákveða einhliða okkar kvóta. Norðmenn, ESB og Færeyingar hafi líka sett á einhliða viðbótarkvóta og farið fram úr veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins.

Það eru til tegundir sem hægt er að veiða úr án þess að þurfi kvóta kvóta á þær veiðar. Makríll er ekki ein af þeim tegundum.