Icesave málið er ekki að fara neitt

Þetta hérna er smá áminning fyrir þá sem telja að það eigi að hafna Icesave ríkisábyrgðinni. Icesave er ekki að fara neitt, þó svo að þeirri ábyrgð verði hafnað af Alþingi íslendinga. Líklegra er þó að allt málið muni versna margfalt við höfnun Icesave og vandi þjóðarinnar muni aukast margfalt og vara til mun lengri tíma en núna er. Ef Iceave verður hafnað, þá verður tekin upp gamall siður á Íslandi. Siður skömmtunarmiðanna og vöruskorts, og annað í þeim dúr.

Ég ætla líka að minna á að ein af þeim sem talar gegn Icesave finnst allt í lagi að sparifé fólks brenni inni í verðbólgubálinu (frétt hérna). Viðkomandi hvetur fólk bara til þess að eyða meira. Slíkt er auðvitað ekkert nema ruddaleg hagfræði, sem kom íslendingum í núverandi vandræði, og er ekki lausnin útúr þeim vandræðum sem íslendingar eru í dag.

Icesave er ekki að fara neitt, og illu er best aflokið sem fyrst.

Neikvæðir vextir eru hættulegir

Það er ekki hægt að segja neitt gott um þetta. Þar sem núna er kominn upp sú staða að sparnaður fólks ber orðið neikvæða raunvexti miðað við verðbólgu. Þetta þýðir að sparnaður fólks er farinn að brenna upp. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, þar sem að í tíma óðaverðbólgu eftir árið 1970 þá gerðist þetta víst og lagaðist ekki fyrr en verðtrygging var sett á.

Það er fyrst núna sem krónan verður í raun ónýt innanlands, en síðan hrunið varð þá hefur krónan verið ónýt á erlendum mörkuðum.

Fréttir af þessu máli.

Sparifé í bönkum ber neikvæða vexti

Kaupþings skýrslan og lögbann á Rúv orðin frétt á vefsíðu Slashdot.org

Kaupþings skýrslan, lagahótun Kaupþings til Wikileaks og síðar lögbannskrafa Kaupþings á Rúv er orðin frétt á vefsíðunni Slashdot.org, sem er vefsíða sem fjallar um tæknimál ýmisskonar. Þarna er líka fjallað um ritskoðunartilraunir stjórnvalda og einkafyrirtækja annarstaðar í heiminum.

Hérna er frétt Slashdot.org um þetta mál.

Censorship Struggle Underway In Iceland

Lögbann sett á umfjöllun Rúv um lánamál Kaupþings

Samkvæmt Rúv (sjá hérna), þá hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á umfjöllun Rúv um lánamál Kaupþing til eigenda og annara hlutahafa bankans. Þetta lögbann nær bara til Rúv, en ekki annara fjölmiðla á Íslandi, eða bloggara.

Þessari siðlausu ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík ber að mótmæla nú þegar, grimmilega og án miskunnar. Sem ég geri hér með þessari bloggfærslu, þar sem mér eru ekki aðrar leiðir færar til þess að mótmæla.

Hægt er að lesa lánaskýrslu Kaupþings hérna, með því að smella á tengilinn.

Financial collapse: Confidential exposure analysis of 205 companies each owing above EUR45M to Icelandic bank Kaupthing, 26 Sep 2008

Er verið að leyna stjórnvöld upplýsingum ?

Það er ein mikilvæg spurning sem kemur fram í kjölfarið á Wikileaks lekanum þann 30. Júlí 2009, en það er sá möguleiki að það sé verið að leyna stjórnvöld um raunverulega stöðu mála í íslensku bönkunum. Sú kenning er ekki ósennileg, þar sem margir af þeim sem eru ábyrgir beint fyrir hruninu starfa ennþá í nýju og gömlu bönkunum.

Það þarf ekki snilling til þess að sjá að þeir munu vernda sína hagsmuni óhikað. Þá sérstaklega með því að fela gögn, eða stinga þeim undan ef þurfa þykir. Það er því alveg augljóst að það þarf nýtt fólk í stjórn bankana nú þegar. þetta fólk þarf helst að koma erlendis frá, og það má alls ekki tengjast íslensku bönkunum á neinn hátt.

Wikileaks upplýsingar um Kaupþing

Wikileaks er komið með gífurlegt magn upplýsinga beint úr Kaupþingi. Þessar upplýsingar voru í fréttum Rúv þann 31. Júlí 2009, (í dag þegar þetta er skrifað).

Ég mæli með Íslands vefsíðu Wikileaks til þess að fá yfirlit yfir öll þessi gögn sem þarna eru. Þarna má einnig sjá lögfræðihótun frá Kaupþingi, en þess má einnig geta að Wikileaks hefur ekki tekið mark á lögfræðihótunum mun stærri og öflugri aðila heldur en Kaupþing. Þannig að lögfræðihótanir Kaupþings í garð Wikileaks eru tilgangslausar með öllu, og í raun tímasóun.

Gögnin og lögfræðihótunin í garð Wikileaks.

Financial collapse: Confidential exposure analysis of 205 companies each owing above EUR45M to Icelandic bank Kaupthing, 26 Sep 2008

Icelandic bank Kaupthing threat to WikiLeaks over confidential large exposure report, 31 Jul 2009