Stjórnarandstaðan neitar að vinna með stjórninni, spilar inná vinsældir

Ég sé að stjórnarandstaðan á Íslandi gerir lítið úr fundi þeirra með Jóhönnu og stjórnarflokkunum í dag. Það kemur ekkert á óvart. Þar sem stjórnarandstöðuflokkanir hafa engan áhuga á því að vinna með ríkisstjórninni og það er staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn hugsar eingöngu um að komast aftur til valda á Íslandi.

Ofan á þetta spilar stjórnarandstaðan til þess að vera vinsældir hjá almenningi. Staðreyndin er hinsvegar að stjórnarandstaðan hefur engan áhuga á því að koma til móts við almenning, á þeim grundvelli sem unnið hefur verið hingað til. Þetta gildir sérstaklega um sjálfstæðisflokkinn sem hugsar um það eitt að komast aftur til valda á Íslandi.

Á meðan þessu fer fram breytist ekkert og litlu verður áorkað á Íslandi. Afleiðingin af þessu verður sú að kreppan á Íslandi verður dýpri og lengi. Þverháttur stjórnarandstöðunnar er nú þegar búinn að lengja kreppuna á Íslandi um svo sem einn og hálfan áratug nú þegar.