Af 1% veikingu evrunnar

Margir innlendir og erlendir fjölmiðlar slá því upp á dramatískan hátt að evran hafi veikst um 1% á einum degi. Reyndar var veikingin 2,1% samkvæmt gögnum Seðlabanka Evrópu. Það sem gleymist þó í þessari umræðu er sú staðreynd að evran hefur styrkst um 14% (13,9%) á einu ári (6 Maí 2010 til 6 Maí 2011).

Þessari staðreynd segja fjölmiðlar ekki frá, hvorki íslenskir eða erlendir. Enda mundi það draga óendanlega mikið úr dramatíkinni um evruna ef þessi staðreynd kæmi fram í fréttum hjá þeim.

Það er þó ljóst að þessi lækkun evrunar mun aðeins gera útflutningi evruríkjanna gott. Enda gilda sömu lögmál um evruna og íslensku krónuna. Veikari evra styrkir útflutninginn frá evruríkjunum og eykur hagvöxt. Það sem munar þó á íslensku krónunni og evrunni er að evran er nothæfur gjaldmiðill allstaðar í heiminum. Íslenska krónan er það ekki. Það ætti einhver að segja Steingrími J. Fjármálaráðherra frá þessari staðreynd við tækifæri.

Undarlegur fréttaflutningur af þingkosningum í Finnlandi

Það verður að segjast eins og er að fréttaflutningur Morgunblaðsins af þingkosningum í Finnlandi er með því undarlegasta sem ég hef séð. Sérstaklega í ljósi þess að Morgunblaðið gerir meira úr stöðu öfga-flokksins Sannra Finna sem bætti við sig miklu fylgi í þessum þingkosningum. Það sem þó sérstakt við þennan fréttaflutning er sú staðreynd að Morgunblaðið minnist ekki á þá staðreynd að það er alls ekki víst að stjórnmálaflokkurinn Sannir Finnar komist í ríkisstjórn. Þar sem að hinir stjórnmálaflokkanir í Finnlandi hafa möguleika á því að útiloka þennan flokk frá því að hafa áhrif á stefnu og stöðu Finnlands innan ESB.

Eins og kemur fram í frétt BBC News núna í kvöld.

[…]

The anti-immigration True Finns won 39 seats in the 200-member parliament, final results showed.

That put it five seats behind the conservative National Coalition Party (NCP) – part of the current centre-right government and a strong advocate for European integration – and just three behind the opposition Social Democrats.

[…]

Analysts say many Finns have become disenchanted with the big three mainstream parties who have run the country for decades.

„Whether the True Finns will really [emerge] as champions of the elections is still uncertain but I think we will clearly get a more nationalistic, more conservative, less European-oriented government in Finland,“ ING senior economist Carsten Brzeski told Reuters news agency.

[…]

Það eru því góðar líkur á því að þessi öfga stjórnmálaflokkur komist ekki í ríkisstjórn. Þó svo að augljóst sé að hann mun hafa talsverð áhrif á finnska þinginu næsta kjörtímabil.