Uppgangur öfgafólks í íslensku samfélagi

Það er alger óþarfi fyrir mig að hafa þessa blogg-færslu langa.

Í ljósi nýjustu atburða í framsóknarflokknum. Þá er orðið augljóst að framsóknarflokkurinn er orðin fasistaflokkur undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Alþingismanns og formanns framsóknar. Það sem Sigmundur Davíð er að gera, og hefur verið að gera er að skipulega brjóta niður andstöðu við sig og sína fylgismenn. Þetta er bara endurtekin á þeirri sögu sem átti sér stað í sjálfstæðisflokknum þegar Davíð Oddsson tók þar við völdum á sínum tíma. Enda er sá flokkurinn núna uppfullur af fasistum og öðru skítapakki sem er hvergi húsum hæft.

Það er ennfremur rangt sem Sigmundur Davíð heldur fram um frjálslegri stjórnmál á Íslandi. Það verða engin frjálsleg stjórnmál með framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn við völd. Þessir stjórnmálaflokkar hafa nefnilega ekki neinn áhuga á slíku. Ekkert frekar en Vinstri-Grænir. Enda hafa þessir flokkar það sameiginlegt að vera mestu afturhaldsflokkar á Íslandi. Frelsi er ekki það sem þessir flokkar boða og framkvæma. Það sem er framkvæmt er afturhald og forræðishyggja af verstu gerð. Þetta er gömul saga á Íslandi, enda hafa þessir stjórnmálaflokkar [framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn] verið við völd á Íslandi meira og minna síðan lýðveldið Ísland var stofnað árið 1944.

Enda er kominn tími til þess að gefa sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum langt frí frá öllu sem heitir völd á Íslandi. Enda hefur aðeins fylgt þessum stjórnmálaflokkum ekkert nema vandamál og efnahagsleg óstjórn allan þennan tíma. Enda hefur það sannast að þessir tveir stjórnmálaflokkar eru ekki stjórnmálaflokkar sem vinna fyrir almenning á Íslandi. Hvað Vinstri-Græna varðar. Þá er það staðreynd að þar innanborðs er fólk sem er úr stjórnmálflokkum sem stóðu í því að einangra Ísland frá umheiminum á árum áður. Þetta fólk, eins og Vinstri-Grænir í heild sinni eiga ekkert erindi í það nútímasamfélag sem íslendingar segjast vilja.

Það væri reyndar stór framför fyrir íslensku þjóðina að fara eftir því sem hún segist vilja. Ef íslenska þjóðin vill betri lífsskilyrði á Íslandi. Þá verður hún að gera eitthvað í málunum. Það þýðir ekki bara að tala um það og kjósa síðan bölvaða fasista og fábjána til Alþingi Íslendinga. Það bætir ennfremur ekki lífsskilyrði á Íslandi að það skuli vera kosið fólk á Alþingi íslendinga sem stendur í því að einangra Ísland efnahagslega með endalausum tollum og gjöldum til þess að vernda þá einokun sem þrífst á Íslandi út í eitt. Eins og allir eiga að vita. Þá hækkar einokun verðlag til almennings, og hefur alltaf gert það. Sama hvað sérhagsmunaraðildar ljúga í fjölmiðla um slíkt [Bændasamtök Íslands sem dæmi].

Upphlaup þessa fólks gegn aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu stafa af því að þetta fólk óttast næstu skrefin í þessum aðildarviðræðum. Enda er það ljóst að aðild Íslands að Evrópusambandinu mun tryggja íslendingum meira frelsi en þeir eru núna í dag. Aðferðarfræðin er sú að keyra áróður og rangar fréttir í gegnum fjölmiðla á Íslandi. Þæði á internetinu og í gegnum blöðin og aðra fjölmiðla á Íslandi.

Það er einnig líka þannig að hægri menn á Íslandi eru mjög duglegir við að skálda eitthvað rugl upp koma því síðan inn í fréttir sem staðreyndum. Heimssýn gerir mikið af þessu. Þar sem að Páll Vilhjálmsson skáldar eitthvað rugl upp og birtir það síðan sjálfur á bloggi Heimssýnar og vitnar síðan í sjálfan sig á blogg Heimssýnar. Sjálfstæðisflokkurinn gera þetta, nema að þeir nota AMX og aðra svona botn miðla til þess að koma af stað röngum upplýsingum og lygum í fréttir á Íslandi.

Restin af heiminum er í viðskiptabandalögum

Heimssýn talar mikið um það að sé heimur fyrir utan Evrópusambandið. Það er í sjálfu sér ekkert rangt við þessa fullyrðingu. Það sem er hinsvegar rangt í þessari fullyrðingu hjá Heimssýn er sú hugmyndafræði að íslendingar komist að hjá restinni af heiminum. Staðreyndin er nefnilega sú að restin af heiminum er að gera nákvæmlega það sama og Evrópa hefur verið að gera síðust 60+ ár núna. Restin af heiminum er að sameinast í efnahagsbandalög, tollabandalög og jafnvel myntbandalög til þess að auka samkeppnishæfni sýna til lengri tíma litið.

Þetta er augljóst þegar þessi hérna mynd af skoðuð af heiminum.


Mynd Wikipedia, gefið út undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 License. Efnahagsbandalög í heiminum núna í dag.

Staða mála er auðvitað misjöfn eins og gengur og gerist. Hinsvegar er þróunin öll í sömu átt. Heimurinn er að sameinast efnahagslega, þá í efnahagsbandalög sem hugsanlega renna síðar saman til þess að mynda ný bandalög og ný viðskiptasambönd.

Það sem Heimssýn boðar og aðrir sem skrifa á móti þessari þróun er mjög einfalt. Þessi samtök og þetta fólk sem þar talar vill að íslendingar standi fyrir utan allt þetta og alla þessa samvinnu. Allt vegna þess að þetta fólk er að vernda einhverja sérhagsmuni á kostnað almennings á Íslandi. Enda er það almenningur sem borgar fyrir einangrunarstefnuna sem þetta fólk boðar með verri lífskjörum og hærra vöruverði á Íslandi. Einnig sem að efnahagslegur stöðugleiki er ekki sjáanlegur í hugmyndafræði þessa fólks sem stendur á bak við Heimssýn eða aðra ESB andstöðu á Íslandi.

Þegar nánar er skoðað. Þá kemur nefnilega í ljóst að það stenst ekki neitt hjá andstæðingum ESB á Íslandi. Enda hefur þetta fólk aldrei haft nein rök fyrir þeim fullyrðingum sem það setur fram í umræðuna. Þegar það er gengið á það. Þá forðast það að svara spurningum og fer á flótta undan því að svara það sem það er spurt að.

Heimild: List of free trade agreements – Wikipedia

Sögufölsun Geirs Haarde varðandi efnahagshrunið á Íslandi

Geir Haarde er núna að falsa söguna þegar hann fullyrðir við Rúv að hann hafi bjargað Íslandi frá gjaldþroti. Þetta er sögufölsun vegna þess að íslenska ríkið reyndi að bjarga íslensku bönkunum með beinum fjárframlögum, en hrein stærð íslensku bankana kom í veg fyrir að íslenska ríkið gæti bjargað þeim frá gjaldþroti. Eins og var reynt eins og áður var sagt.

Hérna er gott dæmi um hvernig Geir Haarde hagaði sér rétt fyrir efnahagshrun.

Ísland í dag September 2008.

Kastljós 1. Apríl 2008.

Geir Haarde um evruna árið 2007.

Geir Haarde um Seðlabanka Íslands 31. Október 2008.

Ég þarf ekki að vísa í meira til þess að sýna fram á þessa sögufölsun Geir Haarde og sjálfstæðisflokksins. Jafnframt sem að framsóknarflokkurinn tekur fullan þátt í þessari sögufölsun sem núna er í gangi á Íslandi varðandi efnahagshrunið.