Jarðskjálftanir við Súmötru núna í morgun

Núna í morgun hefur hrina stórra jarðskjálfta átt sér stað fyrir utan ströng Súmötru. Stærsti jarðskjálftinn hingað til er jarðskjálfti sem átti sér stað klukkan 08:36 UTC. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw8.6. Síðan kom eftirskjálfti upp á Mb6.3 klukkan 09:27 UTC í morgun. Núna klukkan 10:43 UTC kom síðan jarðskjálfti upp á Mw8.1 að minnsta kosti. Stóru jarðskjálftanir geta valdið talsverði hættu á flóðbylgju á þessu svæði. Það hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun á þessu svæði núna í morgun.

Reikna má með frekari jarðskjálftum nærri Helgafelli á Reykjanesinu

Það er mín skoðun að reikna má með frekari jarðskjálftum eins og þeim sem urðu í Helgafelli á Reykjanesinu núna á næstu dögum til viku. Þar sem mér þykir það nokkuð augljóst að þessi virkni er ekki búin í augnablikinu. Þó er ómögurlegt að segja til um það hvenar næsta jarðskjálftahrina mun eiga sér stað á þessu svæði. Enda ómögurlegt að spá fyrir um jarðskjálfta með nokkurri vissu.

Það sem keyrir þessa virkni áfram er landrek, og það er líklega að skella á ný landrekshrina á Reykjanesinu. Síðasta landrekshrinan á þessu svæði varð fyrir rúmlega 700 árum síðan, eða á 11 til 15 öldinni þegar hún endaði. Núverandi atburðarrás hófst á þessu svæði núna í Janúar, þá með jarðskjálfta upp á rúmlega 4 sig. Sá jarðskjálfti varð sunnarlega í Krýsuvíkur kerfinu fyrstu vikuna í Janúar 2012.

Á þessari stundu þykir mér ólíklegt að þarna verði eldgos í náinni framtíð. Það getur þó breyst með skömmum fyrirvara ef að þannig aðstæður koma upp í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur að kvika fer af stað, og þá án mikils fyrirvara. Þarna yrði ekki sprengigos, nema þá að eldgos hæfist undir vatni eða mundi rekast á grunnvatn á leið sinni upp á yfirborð. Annars yrði bara um hraungos að ræða, sem ætti ekki að verða til mikilla vandræða ef það yrði í sæmilegri fjarlægð frá byggð sem er þarna í nágrenninu.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu

Það er hafin jarðskjálftahrina á Reykjanesinu. Ég hef verið að fylgjast með henni síðan hún hófst fyrr í kvöld. Bloggpóst minn um hana á ensku er að finna hérna.

Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftahrina sem á sér stað í rekbelti. Það er alveg möguleiki á því að þarna muni koma ennþá sterkari skjálftar á næstu klukkutímum, og jafnvel dögum. Það er þó mjög erfitt að segja nákvæmlega til um það. Þar sem svona jarðskjálftahrinur eru óútreiknanleg-ar í eðli sínu, eins og annað sem tengist jarðfræðinni.

Á þessari stundu reikna ég hinsvegar með því að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram á næstu klukkutímum. Þó væntanlega með hléum að öllum líkindum.

Jarðskjálftana er hægt að sjá mjög vel á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna. Jarðskjálftarnir sjást ekki vel á þeim mælum þar sem vindhávaði er mjög mikill. Þó að þessir jarðskjálftar hafi mælst á þessum stöðvum.

Blogg póstur uppfærður klukkan 02:29 UTC þann 01.03.2012.

Stór jarðskjálfti í Kötlu

Í nótt klukkan 02:50 UTC varð jarðskjálfti upp á ML3.9 samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálfti varð í Kötlu og í sjálfri öskjunni. Á þessari stundu veit ég ekki hvort að eldgos sé að hefjast eða ekki. Það ætti þó að verða ljóst innan stundar eða svo. Forskjálfti varð klukkan 02:45 UTC og síðan hefur komið talsverður fjöldi af eftirskjálftum í kjölfarið á þessum stóra jarðskjálfta.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar ef þess verður þörf.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Fyrr í kvöld hófst kröftug jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Mjög margir jarðskjálftar hafa komið fram núna á þessari stundu. Þetta er önnur jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í dag, en í gær (6. September 2011) hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík klukkan 15:39 UTC. Seinni jarðskjálftahrinan hófst síðan klukkan 21:53 UTC og er ennþá í gangi.

Þessi jarðskjálftahrina í Krýsuvík boðar ekki eldgos eftir því sem ég fæ best séð. Heldur er hérna um að ræða hefðbundna jarðskjálfta á rekbelti eins og Krýsuvík er á.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Núna í morgun hófst á ný jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina er sú kröftugasta síðan í Júlí sýnist mér. Flestir jarðskjálftarnir eru litlir, en í nótt kom jarðskjálfti upp á allavegna ML2,6 sýnist mér. Ég veit ekki dýpið á þeim jarðskjálfta þessa stundina.

Mér þykir víst að þetta bendi til þess að það sé farið að styttast í að eldgos verði í Kötlu. Þó svo að ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hvenær það gæti gerst. Jarðskjálftahrinan í Kötlu er ennþá í gangi, en dettur reglulega niður þrátt fyrir það.

Vaxandi órói í Kötlu

Það virðist vera sem svo að það sé vaxandi órói í eldstöðinni Kötlu. Hinsvegar rís og fellur þessi órói á víxl, og þessa stundina er óróinn fallandi. Þetta virðist vera svipaður órói og átti sér stað í Júlí þegar brúin yfir Múlakvísl fór í flóði. Þessa stundina hinsvegar er þessi órói ennþá minni en þá, en það er vonlaust að segja til um það hversu lengi það muni.

Þessi órói virðist vera í beinu samhengi við jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Kötlu fyrr í gær. Það er sama staða og kom upp í Júlí fyrir óróann og flóðið sem kom niður Markarfljót þá.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Kötlu. Það gæti hinsvegar breyst mjög snögglega og án nokkurs fyrirvara. Hversu lengi núverandi ástand varir er ómögulegt að segja til um á þessari stundu. Það er hinsvegar ljóst að Katla er farin að hita undir fyrir eldgos, og núna virðist eldstöðin meina það af fullri alvöru.

Jarðskjálfti uppá ML3.2 í Kötlu

Í kvöld klukkan 18:44 UTC þá varð jarðskjálfti upp á ML3,2 (sjálfvirk stærð) í Kötlu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 2,9 km. Enginn órói hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, en þessi jarðskjálfti varð í sjálfri öskju Kötlu. Þar sem hefur verið talsverð virkni undanfarið. Hinsvegar bendir ekkert til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu þessa stundina.

Jarðskjálfti upp á ML3.7 nærri Grindavík

Í kvöld klukkan 22:14 UTC varð jarðskjálfti upp á ML3.7 (sjálfvirkt stærðarmat) rúmlega 2.6 km frá Grindavík. Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá fannst þessi jarðskjálfti vel í Grindavík.

Engir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta upp á ML3.7. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í kvöld klukkan 20:08 hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg með jarðskjálfta upp á allavegana ML4.0 að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og er staðsett nærri Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.

Hingað til hefur aðeins einn stór jarðskjálfti komið fram í þessari jarðskjálftahrinu, og það var jarðskjálftinn sem kom núna klukkan 20:08.