Á móti útlendingum, hvaðan sem þeir koma

Það er áhugaverð staðreynd að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi halda því gjarnan fram að þeir vilji hafa samvinnu við umheiminn, en ekki bara Evrópusambandið. Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi fullyrðing í andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi [Heimssýn, Ísafold, Evrópuvaktin, LÍÚ, Bændasamtök Íslands osfrv] er ekkert nema haugalygi. Staðreyndin er nefnilega sú að þetta fólk vill og ætlar sér að loka Íslandi og íslensku þjóðina af frá umheiminum. Eins og Steingrímur J. er núna búinn að rækilega staðfesta í svari á Alþingi Íslendinga.

[…]

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna lýsti því yfir á Alþingi fyrir stundu að það hringdi engum sérstökum hrifningarbjöllum hjá sér að utanaðkomandi aðilar og útlendingar færu að kaupa hér stór lönd.

[…]

Steingrímur J, Vill kanna allar hliðar sölunnar, Frétt Rúv þann 10 Nóvember, 2011.

Af þeim sökum þá eru svona fullyrðingar eins og þessi hérna frá andstæðingum Evrópusambands aðildar Íslands gjörsamlega marklausar með öllu.

Slagorða pælingar hjá ungum Evrópuandstæðingum í Ísafold. Þessi fullyrðing um að Evrópuandstæðingar séu opnir fyrir umheiminum er auðvitað ekkert nema tóm lygi eins og áður segir.

Þetta er alveg það sama og öfgafólkið í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum vill gera. Það er bara mismunur á framsetningu. Innihaldið er hinsvegar það sama, og hefur alltaf verið það.