Víkurfréttir ala á útlendingahatri með lélegri fréttamennsku

Í gær ólu Víkurfréttir á útlendingahatri með því að birta afskaplega lélega frétt um kynferðislega árás sem varð í strætisvagni í Reykjanesbæ. Enda var fréttin sem þeir birtu byggð á orðrómnum af Facebook og öðrum slíkum miðlum. Þetta olli því að ný-nasistar, útlendingahatar og annar slíkt fólk fór á fullt og er ennþá að, jafnvel þó svo að komið hafi fram í dag að afbrotamennirnir voru tveir 14 ára drengir (ósakhæfir vegna aldurs) sem höfðu komið með fjölskyldum sínum og sótt um hæli á Íslandi (atriði sem skiptir í reynd engu máli í samhenginu). Þessi frétt var síðan að einhverju leiti byggð á facebook orðrómum og fullyrðingum, sem reyndust síðan vera allir saman tómt bull og kjaftæði þegar lögreglan gaf út fréttatilkynningu í morgun um málið.

Útlendingahatar, ný-nasistar og annað slíkt pakk á Íslandi hefur undanfarin sólarhring verið að ausa skítnum úr sínum skálum með allskonar fullyrðingum um þetta mál sem eru og hafa alltaf verið byggðar á lygum um þetta mál. Það hinsvegar stoppar ekki útlendingahatara og aðra slíka að dreifa röngum upplýsingum um það sem gerðist og auka þannig hatrið gegn saklausum flóttamönnum og útlendingum sem koma til Íslands í leit að betra lífi. Þetta fólk sem hatar útlendinga og aðra sem eru ekki jafn fölir og þeir hafa einnig stundað árásir á Semu Erlu Sedar fyrir hennar vinnu í mannúðarmálum til þess að hjálpa flóttafólki sem kemur til Íslands. Ég vona að þetta fólk verði kært fyrir hatursumræðu og síðan fái það yfir sig kæru vegna ummæla sem það lét falla í garð Semu Erlu (það gæti hinsvegar ekki gerst, það verður bara að koma í ljós).

Það sem Víkurfréttir gerðu var langt frá því að vera góð fréttamennska og í reynd til skammar. Það er ekki að sjá að Víkurfréttir hafi beðist afsökunar á þessum fréttaflutningi, þeir hafa birt nýjar fréttir eftir tilkynningu lögreglunnar og látið það duga.

Nauðsynlegt að loka Heimssýn með valdi

Sá skaði sem óheilla og þjóðrembusamtökin Heimssýn hafa valdið hinum almenna Íslendingi telst í milljöðrum ofan á milljarða króna. Ekki eingöngu hafa þessi samtök núna logið stöðugt að íslendingum, heldur hafa þau einnig komið sínum mönnum til valda á Alþingi íslendinga og í ríkisstjórn Íslands. Afleiðinganar eru þær að Ísland er núna einangrað í Evrópu, bæði pólitísk og efnahagslega séð. Enda gerist ekkert annað í efnahag íslendinga þessa dagana nema stöðnun. Það eina sem heldur hagkerfi íslendinga á floti þessa mánuðina eru ferðamennirnir og þeir gætu farið annað hvenær sem er án fyrirvara.

Síðan er það staðreynd að samtökin Heimssýn eru ekkert annað en fasista samtök í eðli sínum með ógeðfelldar skoðanir sem byggja á kynþáttahatri, þar sem hinn „hreini“ Íslendingur er álitin ofar öðrum íbúum Evrópu. Slíkt er auðvitað tómt rugl frá erfðafræðilegu sjónarmiði, þetta er hinsvegar sú hugmyndafræði og sá áróður sem samtökin hafa rekið frá stofnun undir rós með hrikalegum afleiðingum fyrir íslendinga almennt. Heimssýn eru samtök sem færa íslendinga til fortíðar en ekki til framtíðar. Slíkt er ekki ásættanlegt fyrir almenning á Íslandi. Síðan standa samtökin einnig fyrir gífurlega hagsmunagæslu yfirstéttarinnar á Íslandi, útgerðarinnar (SFS), Bændasamtaka Íslands (Kaupfélag Skagfirðinga) og fleiri aðila sem hafa mikla hagsmuni á því að geta haldið sínum launamönnum fátækum með notkun íslensku krónunnar, ásamt hárri verðbólgu og vöxtum.

Ég legg til að öllum skrifstofum Heimssýnar verði lokað með öflugum hengilásum úr sérstaklega sterku stáli.

Heimssýn hið spillta og ritskoðandi

Í dag klukkan 12:04 setti ég inn athugasemd inn á blog.is síðu Heimssýnar. Athugasemdin var sett inn hérna og í henni fór ég vandlega yfir það hvernig sérhagsmunasamtök Heimssýn er og að auki hvernig menn eins og Jón Valur eiga sér engan rétt í umræðunni. Sérstaklega þann ógeðfellda málflutning sem Jón Valur Jensson hefur uppi um fólk á Íslandi. Enda ætti þessi maður með réttu að vera í fangelsi núna.

Núna hinsvegar seinnipartinn þegar ég athuga hvort að þessi athugasemd hafi fengið einhver svör. Þá er hún þarna ekki lengur. Enda hefur Heimssýn ákveðið að eyða henni. Slíkt kemur mér ekki á óvart þar sem hjá Heimssýn er ritskoðun hin gullna regla. Sérstaklega þegar fólk er farið að benda á óþægilegar spillingar staðreyndir um þessi „samtök“ sem Heimssýn eru í dag. Þar sem ég hef hinsvegar fyrir reglu að taka myndir af þeim athugasemdum sem ég set inn hjá Heimssýn og öðrum einangrunarsinnum á Íslandi. Þá á ég þessa athugasemd í heild sinni og er hægt að sjá hana hérna (smella til þess að fá góða upplausn til þess að lesa).

heimssyn.blog.is.ritskodun.28.03.2014
Heimssýn fjarlægði þessa athugasemd. Sérhagsmuninir voru of miklir fyrir þá.

Ég minni á að formaður Heimssýnar er alþingismaður og hafa þessi samtök sterk tengsl í dag inn í LÍÚ, BÍ og Kaupfélag Skagfirðinga. Allt saman lyktar þetta af gífurlegri spillingu og sérhagsmunagæslu. Þessi spilling er greinilega viðkvæmt umræðuefni hjá Heimssýn. Enda er ekki oft sem þessi samtök koma upp um sig og staðfesta fyrir hvað þau standa fyrir.

Heimssýn fékk einangrað Ísland

Ef makríl-samningur Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins sýna eitthvað. Þá sýna þeir samningar að sú einangrun Íslands sem Heimssýn hefur kallað eftir er orðin að veruleika. Þetta þýðir auðvitað að engin af nágrannaþjóðum Íslands mun svo mikið sem lyfta litla fingri til þess að athuga hvort að íslendingar hafi hagsmuna að gæta í ákveðnum málaflokkum. Sérstaklega málaflokkum sem varða fiskveiðar, en margt annað kemur einnig til að breytast í þessum efnum á næstunni. Það er mjög einföld staðreynd að ekki er hlustað eða tekið tillit til þjóða sem einangra sig. Gildir þó einu hvort að um sé að ræða stór hagsmunamál fyrir viðkomandi þjóðir. Hinn pólitíski heimur alþjóðlegra stjórnmála er mikið breyttur frá því fyrir um 20 árum síðan og breytingarnar eru ennþá meiri frá fyrir um 40 árum síðan. Það er hinsvegar eins og sumt fólk á Íslandi átti sig ekki á þessum staðreyndum og ef það sér þessar staðreyndir. Þá lifir það í afneitun um þær.

Uppruni núverandi laga um útlendinga á Íslandi

Lög um veru Útlendinga á Íslandi eiga sér frekar ógeðfellda sögu sem byggir á þeirri hugmyndafræði sem Björn Bjarnarsson fyrrverandi ráðherra stendur fyrir. Það er nefnilega þannig að hugmyndafræðin að íslensku útlendinga-lögum er sótt til Danmerkur og beint til stjórnmálaflokks í Danmörk sem heitir Danske Folkeparti sem byggir sína tilveru á hugsjónum rasista og útlendingahatri.

Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki í neinum vandræðum með að taka þessa hugmyndafræði upp í heilu lagi árið 2002 og stendur ennþá fast við þessa hugmyndafræði og öllu sem henni fylgir. Útlendingalög í Danmörku eru þau ströngustu í allri Evrópu og á Íslandi er ástandið ekki mikið betra (það fer versnandi í Noregi). Ofan á þetta kemur síðan stjórnsýslubundinn rasismi hjá Útlendingastofnun Íslands varðandi afgreiðslu mála þeirra útlendinga og flóttamanna sem koma til Íslands. Jafnræðis fyrir lögum er ekki gætt eins og dæmin hafa sannað. Auk brota gegn sáttmálum og alþjóðlegum skyldum sem íslendingar hafa gengist undir á síðustu árum.

Annars eru svona lög, eins og lög um útlendinga á Íslandi og víðar dæmi um það hvernig fasistum tókst að koma því inn í umræðuna að fólk annarstaðar frá væri hættulegt og mundi jafnvel flytja í stórum hópum til viðkomandi ríkja. Ef Evrópusambandið og frjáls för fólks hefur sannað eitthvað, þá hefur það gjörsamlega afsannað slíka hugmyndafræði. Það er nauðsynlegt að gera lög um útlendinga frjálsari en nú er á Íslandi og víðar. Ég sé enga sérstaka hættu í því að útlendingar flytji til Íslands. Síðan er einnig nauðsynlegt að íslendingar fari að virða þær alþjóðlegu skuldbindingar sem varða flóttamenn sem koma til Íslands og hætti að dæma þá í fangelsi. Slíkt er nefnilega brot á flóttamanna-sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Annað er skömm og ekki íslendingum til sóma.

Geðveikin í Heimssýn

Í Heimssýn hefur safnast fólk sem er ekki hægt að kalla annað en illa gefna þjóðernissinna sem eru ekki að vernda neitt en valda hinsvegar nægum skaða á efnahag íslendinga með því að halda í gjaldmiðil sem augljóslega virkar ekki og hefur aldrei virkað. Ásamt tilheyrandi verðbólgu og kjaraskerðingu hjá almenningi sem að þessu leiðir. Það er ljóst að íslenska krónan hentar bara einum aðila á Íslandi og það er sjávarútveginum. Þannig er hægt að halda launum niðri í evrum talið og hækkað krónutöluna í íslenskum krónum talið, þó án þess að hækka kaupmátt á sama tíma.

Ef að raunveruleikinn er ekki eins og Heimssýn vill hafa hann, þá skálda þeir hann bara upp eftir hentugleika. Öll umræða og fullyrðingar þeirra markast af þessari staðreynd. Í fullyrðingum þeirra um Evrópusambandið og þróun Evrópusambandsins þá hafa meðlimir og fylgjur Heimssýnar alltaf haft rangt fyrir sér. Besta dæmið um vitleysuna sem kom frá Evrópuandstæðingum er þær fullyrðingar sem þeir höfðu uppi í kringum Lissabon sáttmálann [Wikipedia] sem tók gildi árið 2009 í Evrópusambandinu. Fullyrðingar sem reyndust vera tómar lygar og þvættingur þegar á reyndi.

Heimssýn er í hagsmunagæslu fyrir lítinn hóp íslendinga. Þá sérstaklega LÍÚ sem elskar evruna vegna þess að þannig geta þeir haldið launum lágum á Íslandi en gróðanum háum á móti talið í evrum. Hagsmunagæslan fyrir Bændasamtök Íslands er með öðrum hætti, sérstaklega þar sem Bændasamtök Íslands standa sjálf í gífurlegri hagsmunagæslu fyrir sláturhúsin og kjötframleiðendur (ekki endilega bændur) á Íslandi. Fullyrðingar og málflutningur Heimssýnar og annara Evrópuandstæðinga á Íslandi er stórfurðulegur og oft á tíðum ekkert annað en geðveik þvæla sem stenst ekki neinn raunveruleika.

Íslenskir ný-nasistar á ferðinni

Hérna eru ummæli sem Halldór Jónsson bloggari og rugludallur lét útúr sér hérna á bloggsíðu sinni á blog.is. Þetta eru ummæli sem eru notuð af tveimur hópum af fólki, ný-nasistum og síðan fólki sem stundar kynþáttahyggju (rasisma) af ýmsu tagi. Þessi orð Halldórs Jónssonar eru ógeðfelld og fordæmi ég þessi orð hans og hann sjálfan fyrir að láta svona útúr sér.

halldorjonsson.blog.is-23-August-2013
Orð Halldórs Jónssonar á blog.is þann 23-Ágúst-2013. Hægt er að lesa bloggfærsluna hans hérna í heild sinni.

Eins mikið ógeð og ég hef á trúarbrögðum (þar á meðal Islam). Þá er svo orð engan vegin réttlætanleg í garð nokkurs fólks. Enda er hérna um að ræða hreina fordóma sem byggja ógeðfelldri þröngsýni og heimsku. Þeir sem stunda svona hegðun eru ekki í lagi og ættu að leita sér sérfræðihjálpar án tafar.

Boða fátækt og einangrun íslendinga

Vissuð þið að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru samsæriskenningasmiðir? Ekki? Það kemur mér lítið á óvart, ástæðan er sú að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi hafa verið mjög duglegir við að fela þessa staðreynd frá almenningi á Íslandi. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi finnst það fullkomnlega eðlilegt að setja fram þessa tortryggni sína eins og um staðreyndir sé að ræða. Á meðan raunveruleikinn er allt annar og langt frá fullyrðingum Heimssýnar, Vinstri vaktin gegn ESB, Evrópuvaktin, Bændasamtökum Íslands og fleiri aðilum.

Staðreyndin er sú að fáir hafa áhuga á Íslandi, enginn hefur áhuga á Íslandi vegna „auðlynda“ íslendinga. Vegna þess að íslendingar búa ekki yfir neinum auðlyndum, langt því frá. Á Íslandi er ekki vinnanlegt magn góðmálama að finna, á Íslandi er hvorki olíu og eða gas að finna eða neitt annað nýtilegt. Þessi staðreynd er langt frá þeim áróðri sem íslendingar halda á lofti um sjálfan sig og landið. Fiskurinn telst varla mikil auðlynd, enda eru íslendingar búnir að veiða svo mikið af honum að það jarðar við að búið sé að útrýma mörgum fiskistofnum í kringum Ísland.

Síðan er það staðreynd að þjóðir Evrópu hafa engan áhuga á Íslandi og meintum auðlyndum þess. Þjóðir Evrópu hafa nefnilega nóg með sín eigin málefni og þær skortir heldur ekkert auðlyndir sjálfar, eiga sjálfar nóg af fiski í sjónum og það sem ekki fæst veitt í Evrópu er keypt af öðrum mörkuðum í kringum heiminn, einnig af íslendingum ef þörf krefur. Áhugi ríkja Evrópu og þá sérstaklega Evrópusambandsins nær eingöngu svo langt að þjóðinar eru tilbúnar að vinna með íslendingum ef íslendingar vilja vinna með þjóðum Evrópusambandsins, að öðru leiti skipta þjóðir Evrópu sér ekki af málefnum íslendinga.

Þjóðir Evrópusambandsins hafa fengið nóg af stríðum, fasisma, fjöldamorðum og fleiri hryllilegum atburðum sem hafa átt sér stað í sögu Evrópu á undanförnum 2000 árum. Þjóðir Evrópu mundu hinsvegar láta íslendinga heyra það ef valdhafar á Íslandi tæku upp á því að níðast á almenningi eins og gert er í Hvíta-Rússlandi núna í dag, að öðru leiti mundu íslendingar fá að vera í friði eins og þeir hafa alltaf fengið að vera síðan íslendingar fengu þá fáránlegu hugmynd að stofna lýðræði og vera sjálfstæð þjóð. Áhugi þjóða Evrópu á Íslandi er enginn og hefur alltaf verið það, og nær eingöngu til þess sem íslendingar eiga sjálfir frumkvæðið af.

Allar aðrar fullyrðingar koma frá fólki sem er ekki í sambandið við raunveruleikann og tala eins og fólk sem er þannig fyrir komið. Það versta er þó að þessir einstaklingar hafa að því virðist ótakmarkaðan aðgang að íslenskum fjölmiðlum, með skelfilegum afleiðingum fyrir upplýsta umræðu á Íslandi. Enda er nú svo komið að íslenska þjóðin er orðin heilaþvegin af áróðri andstæðinga Evrópusambandsins, áróðri sem er ekkert nema uppspuni þeirra sem leggja hann til og hefur aldrei verið neitt annað. Endanleg niðurstaða af þessari stefnu og hugmyndafræði þessa fólks fyrir almenning á Íslandi er fátækt og einangrun, eins og hefur verið saga íslendinga á undanförnum öldum.

Ritskoðaður af Heimssýn fyrir að benda á staðreyndir um Evrópusambandið

Heimssýn eru samtök fábjána á Íslandi. Samtök sem hafa það eitt að markmiði að þagga niður í öllum þeim sem ekki eru sammála þeim í einu og öllu að Evrópusambandið sé sjálfur djöfullinn. Þetta fólk er bæði heimskt, hrokafullt, þröngsýnt og fordómafullt. Það sést á málflutningi þeirra og stefnu. Sú stefna er að fórna hagsmunum almennings á Íslandi á þeim grunni að einangrun sé best og íslendingar eigi ekkert að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Jafnvel þó svo að ljóst sé að mestu framfarir í sögu byggðar á Íslandi hafa átt sér stað þegar íslendingar hafa aukið samstarf sitt og þátttöku við erlend ríki.

jonfr.athugasemd.heimssyn.blog.is.02.05.2013
Athguasemdin sem ég setti inn sem varð til þess að Heimssýn fór að ritskoða mig. Hægt er að lesa þráðin í heild sinni hérna á bloggi Heimssýnar á blog.is.

heimssyn.blog.is.ritskodun.02.05.2013.16.05.2013
Ritskoðun Heimssýn núna í dag.

Það segir sér auðvitað sjálft að rök andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi halda enganvegin ef þeir geta ekki staðið af sér svona minniháttar athugasemd eins og sá sem ég setti þarna inn. Staðreyndin nefnilega er sú að fullyrðingar aðildarmanna Heimssýnar eru oft ekkert annað en hrein lygi og uppspuni. Ef það er ekki málið, þá er oft um að ræða spuna og það sem er kallað upp á ensku „Weasel word„. Síðan er notkun á hálfsannleika mikið notuð hjá Heimssýn, hálfur sannleikur er auðvitað ekkert annað en lygi.

Það má vel vera að einhverjum finnist ég dónalegur í mínu svari til Heimssýnar. Það hinsvegar það eina sem virkar, síðan er það staðreynd að Heimssýn hefur oft á tíðum verið afskaplega dónalegt. Enda virkar lítið annað á þetta fólk, sem er sjálft komið svo langt upp í sitt eigið rassgat að það er farið að sjá heilan í sjálfum sér.

Ég ætlaði einnig að svara notanda sem kallar sig „palli“. Þetta er rugludallur sem fær að tjá sig óáreittur og hóta fólki án þess að þurfa að sæta ritskoðun eða banni að hálfu Heimssýnar eða annara ESB andstæðinga á Íslandi vegna þess að hann er í „réttu liði“.

Ég sé að sjálfur „palli“. Gáfumenni ESB andstæðinga á Íslandi er loksins komin úr einangrun á geðdeildinni og það er búið að hleypa þér í tölvuna og á internetið.

Þú ert gáfumenni, að því leiti að þú ert gáfaðri….nei annars. Þú ert ekkert gáfaður. Þú ert nautheimskur fasisti sem flaggar þessu eina afreki þínu eins og það sé eitthvað til þess að vera stoltur af. Ef að forfeður þínir mundu rekast á þig. Þá mundu þeir taka höfuðið af þér við öxl og grafa það sem eftir væri einhverstaðar og bölva síðan staðnum um alla framtíð.

Það eina sem ESB andstæðingar á Íslandi hafa afrekað hingað til er að sanna að þeir eru fordómafullir fábjánar með enga framtíðarsýn. Sjálfselskan í ESB andstæðingum er svo mikil að þeir eru til í að fórna hagsmunum alls almennings á Íslandi fyrir einangrunarhyggju sína og þröngsýni.

Þú ert toppurinn þar. Þú ert allt þetta og gott betur.

Hvað félagslega stöðu mína varðar. Þá kemur hún þér bara ekkert rassgat við. Enda þarft þú ekkert að vita hvað ég geri og geri ekki í mínu félagslega lífi.

Menn af þínu sauðahúsi hafa nefnilega aldrei neitt gott í hyggju.

Sem betur fer tekur enginn mark á þér „palli“. Enda ertu sauðheimskur (sauðir eru reyndar snjallari en þú), og hefur það eitt markmið að vera stoltur af því hvaðan þú kemur. Sem er eingöngu markmið öfgamanna og annara slíkra vitleysingja.

Síðan eitt að lokum „palli“. Það er ekki ég sem er félagslegt viðirni. Það ert þú. Þú ert gjörsamlega ógeðfelldur persónuleiki, þú upplýsir það hérna í skrifum þínum mjög greinilega. Ég vona að fólk hafi vit á því að forðast þig, þar sem það getur ekki verið heilsusamlegt að umgangast mann eins og þig.

Ofbeldisfullan og almennt séð ekkert annað en hrokafullt skítseiði.

Þetta er sami aðili og ég reyndi að kæra til lögreglunar á Íslandi fyrir áramót. Lögreglan hinsvegar ákvað að vísa kærunni frá á þeim grundvelli að þetta væri bara kjaftháttur í manninum. Það er gott að eiga volduga vini á Íslandi. Enda er Ragnar Arnalds einn af þessum mönnum sem hefur komið sér vel fyrir í spillingunni á Íslandi.

Hvað framtíð Heimssýn varðar. Þá ætla ég persónulega að sjá til þess að þeir verði lagðir niður. Enda ætla ég að grafa upp allan skít á þá sem ég finn, fjármálahneyksli og aðra slíka drullu. Enda er alveg ljóst í mínum huga að samtök eins og Heimssýn geta ekki og hafa ekki starfað heiðarlega á síðustu árum. Enda eru Heimssýn ekkert annað en fyrirsláttarsamtök í dag fyrir LÍÚ, Bændasamtök Íslands og fleiri aðila sem eru hvað mest á móti Evrópusambandsaðild Íslands og upptöku evrunar.