Útlendingahatur á Íslandi

Á Íslandi er mikið til af rasistum. Þessir rasistar eru alveg jafn slæmir og Bandarískir rasistar, eins og þeir sem hafa verið í fréttum á Íslandi undanfarnar vikur. Margir af þessum rasistum á Íslandi eru hinsvegar ekki illa skrifandi. Margt af þessu fólki er mjög vel menntað og vel skrifandi. Hérna er einn þeirra, og heitir hann Jón Valur Jensson, og er hann öfgatrúmaður þar að auki sem hatast út í réttindi kvenna, samkynheigðra og annara hópa í þjóðfélaginu. Þar á meðal útlendinga.

Þar sem ég býst við að Jón Valur fjarlægi greinina eftir að ég skrifa þessa færslu. Þá tók ég mynd af henni.


Mynd af bloggi Jóns Vals, tekin þann 07.02.2012 klukkan 18:57 UTC. Athugasemdir (sem Jón Valur ritskoðaði ekki) er hægt að skoða hérna við þessa bloggfærslu.

Hérna má sjá svart á hvítu það útlendingahatur sem Jón Valur Jensson stundar. Hann vill ekki að útlendingar flytji til Íslands. Í þessu tilfelli þá þekkir Jón Valur ekki til búesturéttar á Íslandi vegna EES samningins og EFTA aðildar Íslands. Heldur telur hann víst að hérna sé um atriði sem tengist landamærakerfinu Schengen (Schengen svæðið er hérna). Schengen hefur hinsvegar ekkert með búseturéttin að gera, eins og áður segir. Þetta vita hinsvegar ekki fáfróðir útlendingahatar eins og Jón Valur Jensson, enda hefur verið að kynna sér málið aldrei verið þeirra sterkasta hlið.

Þessi hópur fólks á Íslandi sem hagar sér svona er til skammar fyrir íslenska þjóð. Bæði á Íslandi og út á við. Enda er þetta eitthvað sem á ekki að sjást í siðum þjóðfélögum. Svona skoðanir eiga að vera litnar hornauga og illa liðnar af þeim sem setja þær fram. Enda er það svo að útlendingar auka og bæta menninguna á Íslandi og mannlífið. Eitthvað sem íslendingar þarfnast sárlega þessu síðustu ár.