Kviknað í Evrópuandstæðingum

Í dag rann það upp fyrir mér að það er kviknað í Evrópuandstæðingum á Íslandi. Þessi sjálfíkveikja stafar af þekkingarleysi, þjóðrembu og almennri heimsku Evrópuandstæðinga. Enda er það svo að hinn almenni Evrópuandstæðingur á Íslandi lætur fóðra sig af röngum upplýsingum um Evrópusambandið eins og belja á bás að hætti Guðna Ágústssonar.

Það er mikið sport hjá Evrópuandstæðingum að tala um efnahagsvandamál á Evrusvæðinu þessa dagana. Þetta gera þeir, án þess svo sem mikið að nefna íslensku efnahagskreppuna sem er ennþá í gangi á Íslandi, og sér ekki fyrir endan á. Íslenska verðbólgukreppan er ekki hafin ennþá, þó má búast við því að það vandamál hefjist fyrir alvöru ef stjórnarskipti verða á Íslandi eftir næstu alþingiskosningar.

Evrópuandstæðingar gera einnig mikið úr því að í Noregi er núna 75% andstaða við Evrópusambandsaðild Noregs. Evrópuandstæðingar átta sig ekki á því að um þessar mundir er gullöld í Noregi vegna olíuauðs sem hefur fært norsku þjóðinni milljarða ofan á milljarða í tekjur á undanförnum áratugum. Þegar gullöldin endar, hvort sem er á hefðbundin hátt eða með hvelli þá er ljóst að Norðmenn munu skipta um skoðun á aðild að Evrópusambandinu. Þetta hefur allt sinn náttúrulega feril, enda má ljóst vera að norðmenn ganga í Evrópusambandið þegar þeir eru tilbúnir til þess. Það gerist ekki fyrr.

Af þessu er ljóst að málflutningur Evrópuandstæðinga er allur að brenna upp í þessa dagana. Enda er hérna um að ræða sjálfsíkveikju með meiru.

Komandi svik sjálfstæðismanna við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands

Það er hætt við að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson muni vakna upp við slæman draum á næsta ári. Þegar sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hafa náð aftur völdum á Alþingi íslendinga. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisflokkurinn er að nota Ólaf Ragnar til þess að ná fram sínum pólitísku markmiðum. Þetta sást mjög vel þegar stuttbuxnadeildin SUS fagnaði endurkjöri Ólafs Ragnars í gær, og var sýnt beint frá á Rúv.

Svona atburðarrás er þekkt í sögunni. Það sem er að gerast á Íslandi er í raun afbrigði af leppríki. Þó eingöngu upp að því marki að Ólafur Ragnar gerir það sem hentar sjálfstæðisflokknum, í staðinn fær hann stuðning þeirra á næstu mánuðum á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu á Alþingi. Þetta hefur meðal annars tryggt endurkjör Ólaf Ragnars sem forseta Íslands næstu 4 árin. Þá verður Ólafur Ragnar búinn að sitja óeðlilega lengi, eða í 20 ár sem forseti Íslands. Það er ennfremur ekki víst að Ólafur Ragnar fái mótframboð eftir 4 ár, því gæti seta Ólaf Ragnars sem forseti Íslands orðið ennþá lengri en 4 ár. Það er í raun hætta á því að Ólafur Ragnar verði forseti Íslands til dauðadags.

Breytingar verða aldrei án einhverra átaka. Það er þó hætta á því að á Íslandi muni hreinlega brjótast út borgarastyrjöld ef mál þróast eins og þau hafa verið að gera síðan eftir efnahagshrun. Sérstaklega ef að sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið undanfarin ár. Það er að vernda hagsmuni auðmanna, LÍÚ, Bændasamtaka Íslands og annara aðila sem eru nátengdir honum peningalega (þ.e spilling). Sturlungaöldin á Íslandi á 13 öld hófst í svipuðum skilyrðum og þeim sem núna eru að koma upp á Íslandi. Þá á ég við mikla eigna og auðsöfnun fárra aðila á Íslandi sem síðan veldur því að almenningur þjáist fyrir það með fátækt og verri lífsgæðum. Þetta á alveg jafnvel við í dag og á 13 öldinni. Borgarastríð hafa alltaf einhvern aðdragana. Í mínum huga þá hófst aðdragandinn að borgarastríði á Íslandi fyrir meira en áratug. Það er því hætt við að púðurtunnan springi í loft upp þegar þolmörk almennings bresta á næsta kjörtímabili. Þegar sjálfstæðisflokkurinng og framsóknarflokkurinn verða komnir aftur til valda á Íslandi (í krafti sinna flokksmanna, en ekki almennings á Íslandi). Hvernig svo sem þetta mun fara á Íslandi. Þá er ljóst að það verður almenningur sem mun á endanum borga fyrir græðgi fárra með einum eða öðrum hætti.

Lesefni um sturlungaöldina:

Hvað var Sturlungaöld? – Vísindavefur HÍ
Sturlungaöld – Wikipedia

Áróður LÍÚ

Áróður LÍÚ í fjölmiðlum er ógeðfelldur, og það er ekkert nema staðreyndaleysur í honum. Það er staðreynd. Núverandi kvótakerfi hefur lagt mörg byggðarfélög á Íslandi í rúst, og á sama tíma tryggt handhöfundum þeirra gífurlegan auð og völd á Íslandi. Það er ekki verið að tala um miklar breytingar á kvótakerfinu frá því sem nú er. Það er helst verið að tala um aukna skattheimtu. Eitthvað sem útgerðin hefur gott af. Enda er það svo að þær ný-frjálshyggju hugmyndir sem LÍÚ lifir eftir. Enda er LÍÚ að mestu leiti byggt upp af fólki sem er annaðhvort í sjálfstæðisflokknum eða í framsóknarflokknum. LÍÚ er núna farið að nota skeljar, og aflandsfélög til þess að breiða út þennan áróður á Íslandi í fjölmiðlum. Enda hefur LÍÚ ekki komið með nein dæmi um það opinberlega hvað er rangt, og hvernig þessi lagabreyting skaðar þá. Eitthvað sem ætti að vera viðröunarmerki um þann málflutning sem LÍÚ stundar.

Það hefur lítið gott komið út úr núverandi kvótakerfi á Íslandi. Jafnvel fiskistofnanir í kringum Ísland bera þess merki. Jafnvel þó svo að kvótakerfið á Íslandi hafi upprunalega verið sett til þess að vernda fiskistofna í kringum Íslands. Þá hefur það mistekist gjörsamlega.