DV.is lokar á athugasemdir frá mér

Útaf einhverjum afskaplega undarlegum orsökum þá hefur DV.is lokað á það að ég geti sett inn athugasemdir við fréttir frá þeim. Ég veit ekki hvað gerðist til þess að þetta bann kom til, en það er í gildi og ég get ekki sett neinar athugasemdir við fréttir hjá þeim.

Það hefur lítið farið fyrir stóryrðum hjá mér þegar ég geri athugasemdir við fréttir DV.is. Þannig að mér er þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Það sem gerist núna þegar ég reyni að setja inn athugsemd við frétt á DV.is er að textinn er grár og þegar ég ýti á “setja inn” þá verður boxið rautt og textinn neitar að fara inn. Þetta er ekki bilun í Facebook app sem DV notar, þar sem ég hef séð athugasemdir koma inn við fréttir frá öðru fólki.

Þess ber að geta að DV hefur ekki sent mér stafkrók um það afhverju ég hef verið takmarkaður frá því að setja inn athugsemdir við fréttir hjá þeim. Ég ennfremur stórlega efast um að þetta bann sé framkvæmt af Facebook sjálfu og án vitundar DV.is.

Yfirgengileg stjórnun Facebook á notendum sínum

Eins og aðrir samskiptavefir þá hefur Facebook ákveðnar reglur og stjórnun á sínum vef. Þetta gera allir samskiptavefir í dag. Munurinn á Facebook hinsvegar og hinum samskiptavefsíðum er sú staðreynd að stjórnunin á Facebook er yfirgengileg og óskýr. Sem dæmi þá er bannað að adda ákveðið mörgu fólki, hinsvegar veit enginn hver þau takmörk eru og hvenær þú færð viðvörun vegna þess að þú addaðir of mörgum í einu inná Facebook áður en þú færð viðvörun. Ég fékk mína fyrstu slíka viðvörun um daginn, og þó adda ég ekki mörgum inná Facebookið hjá mér á hverjum degi. Suma daga er þetta meira, aðra daga minna. Flesta daga hinsvegar adda ég fáum, og það er lítið verið að adda mér.

Þessi yfirgengilega stjórnun á Facebook er mjög áhugaverð. Þar sem svona yfirgengileg stjórnun og óskýr mörk fær fólk til þess að færa sig frá Facebook og yfir á MySpace eða aðrar samskiptavefsíður sem hafa ekki þessi takmörk og hafa aldrei haft eftir því sem ég kemst næst. Það er augljóst að Facebook er núna á toppnum í fjölda notenda og vinsælda. Enda er notendafjöldi Facebook núna um þessar mundir rúmlega 500 milljónir og mun líklega vaxa eitthvað í viðbót. Það er hinsvegar óljóst hversu lengi Facebook mun halda þessum vinsældum sínum í viðbót. Þar sem að fólk kann ekki við mjög mikla og yfirgengilega stjórnun á samskiptavefjum, eins og er raunin með Facebook í dag. Sérstaklega þegar samskiptavefsíðan reynir að stjórn því hvernig og afhverju fólk er að eignast vini yfir samskiptavefsíður eins og Facebook. Enda tengir internetið heiminn saman í gegnum vefsíður eins og Facebook, MySpace og aðrar slíkar. Núverandi hegðun Facebook mun aðeins enda á einn veg, með gjaldþroti Facebook í þrjú til fimm ár. Það fer þó eftir því hvenar toppnum er náð í vinsældum og hvenær fækkun notenda hefst hjá þeim.

Ég mun halda Facebook aðgangi mínum um sinn. Nema þá að Facebook ákveði að eyða mér út, eða setja mig í tímabundið bann fyrir að adda of mörgum nýjum vinum inná Facebook aðganginn minn samkvæmt þeirra eigin skoðun.

Önnur blogg um þetta mál á ensku.

Facebook Slapped Me On The Wrist
How to respond when Facebook censors your political speech: Part 1

Þetta er þýdd bloggfærsla hjá mér, upprunalegu færsluna á ensku má finna hérna.

Hægri-öfgavefurinn AMX í skúffufyrirtæki

Það er merkilegt með þessa öfga-hægri vefinn. Þá sérstaklega vefur sem kallast AMX, en sá vefur hefur aðeins einn tilgang. Sá tilgangur er að henda sem mestum skít og lygum í fólk sem er á móti sjálfstæðisflokknum, sem er núna orðin öfga-hægri flokkur einnig.

Ritstjórn AMX vefsins er aðeins einn maður, eins og einnig á öfga-hægri vefnum Evrópuvaktin. Reyndar skrifa bæði Björn Bjarnarsson og Styrmir Gunnarsson inná þann vef. Hinsvegar er ritstjórn í höndum öfga-frjálshyggjumanns sem heitir Friðbjörn Orri Ketilsson, en hann hefur meðal annars varið siðlausar ákvarðanir Davíðs Oddssonar.

Það fyrirtæki sem rekur þessa vefi, og nokkra aðra heitir Vefmiðlun ehf. Samkvæmt fyrirtækjaskrá, þá er tilgangur Vefmiðlunar ehf að smíða og reka vefi fyrir viðskiptavini. Þegar heimasíða þessa fyrirtækis er skoðuð, þá er ekki hægt að senda þangað tölvupóst og engar upplýsingar að finna um vörur og þjónustu hjá þeim.

Það má því með sanni segja að þarna sé á ferðinni ekkert annað en dæmigert skúffufyrirtæki, sem hefur þann einn tilgang að fela raunverulegt eignarhald á vefum eins og AMX, Evrópuvaktin og fleiri vefjum sem tengjast öfga-frjálshyggjunni á Íslandi, og öðrum sambærilegum öflum tengdum sjálfstæðisflokknum á Íslandi.

Það er ennfremur ekki að sjá að Vefmiðlun ehf hafi neina starfsemi, sem ýtir enn frekar undir þá staðfestingu um að þarna sé um skúffufyrirtæki að ræða. Þeir vefir sem eru tengdir Vefmiðlun ehf eru hýstir hjá Skýrr samkvæmt whois upplýsingum (IP tölu upplýsingar), en þær upplýsingar eru aðgengilegar á internetinu fyrir alla.

Þetta kemur í raun ekki á óvart. Enda er þetta aðals-merki sjálfstæðisflokksins og útrásarvíkingana sem tengjast sjálfstæðisflokknum. Það er að fela hið raunverulega eignarhald í svona skúffufyrirtækjum eins því sem hérna er að finna. Tilgangur AMX er aðeins einn, eins og áður segir og það er að ráðast á alla þá sem standa upp gegn sjálfstæðisflokknum með einum eða öðrum hætti.

Íslendingar sem styðja aðildarviðræður Íslands og ESB / Group for people to show its support for Iceland EU membership bid

Fyrir nokkru síðan stofnaði ég Facebook hóp fyrir íslendinga sem styðja aðildarviðræður Íslands og ESB. Þessum hópi er ætlað það hlutverk að fræða fólk um ESB, starfsemi þess og hlutverk. Einnig sem að saga ESB verður til umfjöllunar ef svo ber undir. Ég hvet alla stuðningsmenn aðildarviðræðna og umsóknar Íslands að ESB til þess að ganga í þennan hóp.

Hérna er hægt að skrá sig í umræddan Facebook hóp.

English.

Some time ago I created a group on Facebook for foreign people how support Iceland EU membership bid. This is for people how live inside the EU and want to tell them about there experience and knowledge of EU for Icelanders to learn from, or just to enjoy. This Facebook group can be found here. I encourage everyone how want to show there support to join this group.

Vefþjónar með vefmyndavélar á Eyjafjallajökul hrynja vegna álags

Það er farið að gerast í auknum mæli núna síðasta sólarhring að vefþjónar sem hýsa vefmyndavélar sem vísa á Eyjafjallajökull hrynja núna þessa dagana vegna álags erlendis frá. Vegna fréttaflutnings erlendis af eldgosinu þá hefur áhuginn aukist gríðarlega, og fólk snýr sér að internetinu til þess að sjá hvað er um að vera. Einnig til þess að afla sér upplýsinga um Eyjafjallajökull.

Fólk finnur auðvitað þær vefmyndavélar sem til eru hérna á landi og vísa á Eyjafjallajökul. Hinsvegar eru þessar vefsíður illa búnar til þess að takast á við það álag sem fylgir þessum áhuga, og gildir þá einu hvort um er að ræða Vodafone, Mílu eða önnur einkafyrirtæki hérna á Íslandi. Allar þessar vefhýsingar hafa hingað til gefið eftir útaf álaginu sem fylgir þessum áhuga.

Þetta vandamál er mjög slæmt, þar sem það er fullt af fólki úti í heimi sem vill fylgjast með eldgosinu án þess að þurfa að koma til Íslands. Ástæður fyrir slíku geta verið margar eins og fólkið er margt. Það er nefnilega þannig að það hafa ekki allir peninga og tíma til þess að koma til Íslands til þess að horfa á eldgos.

Ritskoðaður af Eyjunni

Ég hér með geri það opinbert að ég er ritskoðaður af vefmiðlinum Eyjunni. Allar athugasemdir sem ég set inn hverfa og sjást ekki meira, gildir þá einu við hvaða grein ég set þær. Á vefmiðlinum Eyjunni hef ég þurft að sæta gífurlegum meiðyrðum af hendi notenda vefjarsins, sem á sinn athyglisverða hátt fá ennþá sínar athugasemdir birtar án vandamála eftir því sem ég kemst næst.

Aðeins einum tölvupósti um þetta mál hefur verið svarað af hálfu stjórnenda Eyjunnar, þar sem öllu fögru var lofað, en ekki var staðið við þau loforð um að þetta mundi ekki gerast aftur. Sökinni fyrir þessu hvarfi athugasemdanna hjá mér var skellt á spam vörn Eyjunnar, sem er þó gædd þeim eiginleika að læra hvað er spam og hvað eru raunverulegar athugsemdir eftir að viðkomandi athugasemd hefur verið samþykkt af stjórnanda. Þannig að sú útskýring sem ég fékk um að þetta væri spam vörninni að kenna gengur ekki upp tæknilega séð.

Það er afskaplega undarlegt að ef þeir sem stunda rotin meiðyrði um einstaklinga fá að komast upp með slíkt óáreittir, en þeir sem benda á slíkt og kvarta til stjórnenda vefjarns skuli vera ritskoðaðir eins og raunin virðist vera á Eyjunni.

Forgangsröðun Eyjunnar bendir til þess að þeir sem standa að baki vefnum vilji ekki að óþægilegur sannleikurinn komi uppi á yfirborðið, gildir þá einu hver sá sannleikur er og hvaðan hann kemur og um hvað hann fjallar.

Núna er spurnigin þessi. Verður þú ritskoðaður á Eyjunni ?

Vantar vefmyndavélar af Eyjafjallajökli

Mér vantar nauðsynlega upplýsingar um hvort að það séu til einhverjar vefmyndavélar sem vísa á Eyjafjallajökul í Vestmannaeyjum, eða annarstaðar í nágrenni við Eyjafjallajökul. Ég er búinn að búa til vefsíðu með þeim vefmyndavélum sem ég veit um nú þegar.

Hinsvegar vantar alveg sjónarhornið frá Vestmannaeyjum, þar sem það er besta sjónlínan við Eyjafjallajökul þaðan og ef eldgos hefst þá munu Vestmannaeyingar sjá það eldgos langbest. Ég óska því eftir upplýsingum um vefmyndavélar sem gefa gott sjónarhorn á Eyjafjallajökul svo að ég geti tengt inná þær frá jarðskjálftavefnum mínum.

Vefmyndavélar af eldstöðvum á Íslandi.

Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli er óbreytt. Langflestir jarðskjálftar eru ML0 – 2 að stærð og ekkert lát er á jarðskjálftavirkninni.

Umfjöllun Kastljós um internet einelti gegn söngkonunni í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Ég var mjög hissa að heyra þær fréttir í Kastljósinu að í stöðugt internet einelti (Cyber-bullying) á 16 ára söngkonu sem var að stíga sín fyrstu skref fyrir fram þjóðina með þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Fyrir það fyrsta, þá er þessi hegðun gjörsamlega óásættanleg að öllu leiti. Það sem er ennþá meira svekkjaandi er í raun sú staðreynd að stjórendur er.is, þar sem þessi umræða fór meðal annars fram skuli ekki hafa stoppað þessa umræðu. Að loka á þessa umræðu er ekkert vandamál (og í reynd eyða þessari umræðu fyrir fullt og allt). Þetta snýst eingöngu um vilja stjórnenda að láta ekki persónulegar árásir vaða uppi á þessum vef. Augljóst er á umfjöllun Kastljósins að stjórendur vefsins er.is hafa engan vilja til þess að stoppa óheflaðar persónuárásir á fólk sem kemur fram, hvort sem það er söngvarar eða ekki.

Þessar lýsingar sem komu fram í Kastljósinu á Rúv eru lýsandi fyrir þau vandamál sem samfélagið á Íslandi þjáist af. Það vandamál er að fólki er ekki leyft að vera öðruvísi en hinn “venjulegi” meirihluti, og öllum afbrigðum þar um er refsað grimmilega með einelti og útskúfun. Einnig sem að mistökum sem að manneskja gerir er hefnt grimmilega .Íslendingar eiga og þurfa nauðsynlega að uppræta þessa hegðun úr samfélaginu, enda er hún gjörsamlega óverjandi í samfélagi sem telur sig vera siðað. Það er ennfremur ljóst að samfélag sem leyfir ekki frávik af neinu tagi mun aðeins ala á vanlíðan fólks sem vill vera fyrir utan normið í samfélaginu, gildir þá einu hver ástæða þessa fólks er fyrir því að vilja standa fyrir utan samfélagslega normið.

Ég hvet alla þá sem stóðu að þessu einelti á internetinu gegn þessari 16 ára söngkonu að biðjast afsökunar á hegðun sinni, og þeir sem settu myndbönd á youtube að eyða þeim. Svona á einfaldlega ekki að líðast í íslensku samfélagi.

Ég tek það fram að ég horfði ekki á þessa söngvakeppni, enda er ég ekki aðdáandi Eurovision. Það stoppar mig hinsvegar ekki í að gagnrýna þessa siðlausu hegðun sem fjallað var um í Kastljósinu núna fyrr í kvöld (13. Janúar 2010).

[Texti uppfærður klukkan 03:06 þann 14. Janúar 2010]

InDefence getur ekki sannað fullyrðingar sínar um IP tölunar

Fullyrðingar InDefence um það að Rúv, Stjórnarráðið og fleiri hafi sett inn falskar undirskriftir á listann eru uppspuni InDefence að mínu mati. Ástæðan er mjög einföld, í þeim vefsíðukóða sem ég kemst í (View – Page Source) er ekkert sem bendir til þess að kóði vefsíðunar loggi IP tölur á sama tíma og undirskrift á sér stað. Reyndar er það þannig að þarna er ekki neinn kóði sem loggar IP tölur til staðar eftir því sem ég kemst næst.

Fullyrðing InDefence er sett svona fram í fjölmiðlum.

Í yfirlýsingu frá Indefence hópnum segir: „Þessar ógildu undirskriftir komu frá mörgum IP tölum, en þ.á.m. voru IP tölur Hagstofunnar, Stjórnarráðsins, RÚV og Fréttablaðsins. InDefence hópurinn telur ekki að þessir aðilar standi á bak við árásina á undirskriftasöfnunina, enda var lítill hluti ógildra undirskrifta frá þeim. Hins vegar undraðist hópurinn þá tilviljun að viðkomandi undirskriftir hafi borist á þeim tíma sem árásin stóð yfir. Við viljum taka fram að í tilviki Fréttablaðsins var aðeins um eina ógilda undirskrift að ræða og það hefur komið skýring á henni frá blaðamanni sem var með rangri undirskrift að prufa kerfið. InDefence hópurinn tekur þá skýringu fullkomlega gilda.”

Þegar ég skoðaði kóða vefsíðunnar (View – Page Source), þá finn ég einfaldlega ekki þann kóða sem ætti að halda um IP tölu skráninguna um leið og kenntitala og nafn er skráð á vefsíðunni.

Java kóðinn sem sér um kennitöluna lítur svona út.

<script type="text/javascript" src="http://ajax.googleapis.com/ajax/libs/jquery/1.3.2/jquery.js"></script>
<script type="text/javascript" src="jquery.numeric.js"></script>
<script type="text/javascript">
$(document).ready(function() {

$('#nanar_btn').click(function() {
$(this).fadeOut();
$('#nanar').slideDown();

return false;
});

$('#id_kennitala').numeric();

});
</script>

Kóðinn sem sér um skráninguna sjálfa lítur svona út, en hann er tengdur java kóðan hérna að ofan.

<form id="undirskrift" method="post">
<div id="nafn_field" class="field">
<label for="id_nafn">Fullt nafn:<span class="red">*</span></label><input value="" type="text" name="nafn" id="id_nafn"/> </div>

<div id="kennitala_field" class="field">
<label for="id_kennitala">Kennitala:<span class="red">*</span></label><input value="" type="text" name="kennitala" id="id_kennitala" maxlength="10"/> </div>

<div id="netfang_field" class="field">
<label for="id_netfang">Netfang:</label><input value="" type="text" name="netfang" id="id_netfang" />
</div>

<span style="margin-left:-60px; width:400px;float:left;clear:left;color:#666;font-size:11px;text-align:left;">
<ul>
<li style="margin-bottom:3px;">Netföng verða undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila.</li>
<li style="margin-bottom:3px;"><u>Rangar skráningar</u> verða <u>fjarlægðar jafn óðum</u> og undirskriftarlistinn verður <u>borinn saman við þjóðskrá</u> áður en hann verður afhentur forseta Íslands.</li>

<li>Allar ip-tölur eru skráðar.</li>
</ul>
</span>

<input id="submit" type="submit" name="submit" value="Undirrita áskorun" />

Þarna sést greinilega, og reyndar þegar öll vefsíðan er skoðuð á kóðastiginu að það er ekki nein leið fyrir InDefence að flokka í sundur IP tölur þeirra sem skrá sig á vefsíðunna, og þeirra sem eru bara að skoða vefsíðuna.

Ég tek það þó fram að ég er ekki snillingur í að lesa svona kóða, og því er alltaf möguleiki á því að ég sé að meta þennan kóða vitlaust og InDefence raunverulega skrái IP tölunar með hverri undirskrift (geta t.d gert það í java kóða sem ég hef ekki aðgang að, það hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að slíkur kóði sé til staðar hjá þeim). Hinsvegar þegar ég skoða vefsíðukóðann þá einfaldlega sé ekki kóðan sem skráir IP tölunar með hverri undirskrift. Hann er einfaldlega bara ekki til staðar þarna þegar ég er að skoða kóðann. Það er þó alveg ljóst að þjónnin sjálfur skráir IP tölunar við hverja heimsókn í log skrár sem eru hýstar á sjálfum þjóninum og skrá hverja heimsókn á þjónin, óháð því hvað þær gera og hversu lengi þær eru á vefsíðunni.

Á vefsíðu InDefence er ekki einu sinni að finna teljara kóða frá þriðja aðila, eins og t.d Google Statics og álíka aðila. Þarna er eingöngu kóði fyrir Facebook og Twitter tilvísun, og það hjálpar þeim ekkert varðandi IP tölunar.

Ég tek það fram að ef ég hef rangt fyrir mér, þá mun ég leiðrétta mál mitt án vandamála. Ég hef vistað afrit af vefsíðu InDefence ef þeir taka uppá því að breyta henni og krefja mig síðan um afsökunarbeiðni.

Fréttir af þessu máli.

Fleiri mótmæla Icesave en fjölmiðlafrumvarpinu