Áróður gegn Evrópusambandinu og evrunni á Rúv

Það er afskaplega áhugavert að fygljast með fréttum Rúv af evrukreppunni. Fyrir utan þá staðreynd að það eru ekki fluttar fréttir af evrukreppunni á Rúv. Heldur hreinræktaður áróður. Þá er engu að síður áhugavert hvaða kjaftæði þarna kemur fram. Eins og húna í kvöld. Þá kom þessi frétt fram á Rúv.is um evrukreppuna.

[…]

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, er ekki fyrr farinn frá Berlín, þar sem hann bað Grikkjum vægðar, þeir þyrftu tvö ár í viðbót til að skera niður ríkisútgjöld um 11,5 milljarða evra, ella sykkju þeir ofan í svarthol sem erfitt yrði að skríða upp úr, en forystumenn í Kristilega sambandsflokknum í Bæjaralandi lýsa yfir því að Grikkir verði að leggja evruna fyrir róða strax á næsta ári, og muni gera það.

Guido Westerwelle utanríkisráðherra brást snarlega við og sagði stjórnarliðum að hætta að sýna bandalagsríkjum sínum offors og þjösnaskap.

[…]

Frétt Rúv þann 27. Ágúst 2012. EMU: Þjóðverjum er órótt

Hérna er um að ræða afar frjálslega túlkun, og þá aðalega rangtúlkun á stöðu mála og því sem hefur verið að koma fram í Þýskum fjölmiðlum um þetta mál. Vissulega lét CSU þessi orð frá sér fara. Aftur á móti hafa þau enga þýðingu í stóra samhenginu. Þar sem ljóst má vera að það yrði miklu verra fyrir Grikkland að ganga úr evrunni, til þess eins að taka hana upp síðar.

Fréttaflutningur Rúv ber einnig ekki saman við fréttir þýskra miðla af þessu máli. Eins og sjá má hérna fyrir neðan. Það er þó fyrst og fremst augljóst að illa er hægt að treysta fréttum Rúv af Evrópusambandinu og evrunni. Enda sýnist mér að sannleikurinn sé lítið hafður til hliðsjónar þegar fréttir eru fluttir af þessu máli.

CSU redet Athens Austritt herbei (tagesschau.de)
Merkel weist CSU in die Schranken (tagesschau.de)

Rangur fréttaflutningur Morgunblaðsins af Evrópusambandinu

Morgunblaðið hefur haldið því fram undanfarna daga að það sé til umræðu innan Þýskalands og Evrópusambandsríkjanna að stofna til „Bandaríkja Evrópu“. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Reyndar er allur fréttaflutningur Morgunblaðsins af þessu máli ekkert nema eintómur uppspuni frá rótum. Það sem Morgunblaðið vísar í sem heimild fyrir sínum fréttum einfaldlega stenst ekki, og segir Wolfgang Schäuble ekkert um það að Evrópusambandið verði gert af Bandaríkjum Evrópu. Slíkt einfaldlega gangi ekki upp.

[…]

SPIEGEL: You want nothing less than a United States of Europe.

Schäuble: Even though the term is used repeatedly, it doesn’t make it any better. No, the Europe of the future will not be a federal state based on the model of the United States of America or the Federal Republic of Germany. It will have its own structure. It’s an extremely exciting venture.

SPIEGEL: It sounds more like a new experiment, not unlike the introduction of the euro. And yet you want to transfer as much power as possible to Europe?

Schäuble: No, we must not and cannot ever make decisions in Europe that apply uniformly to all. Europe’s strength is precisely its diversity. But there are things in a monetary union that are done more effectively at the European level.

[…]

‘We Certainly Don’t Want to Divide Europe’ – Spigel

Þannig er það nú að þessi hérna frétt Morgunblaðsins um orð Wolfgang Schäuble er því uppspuni frá rótum eins og áður segir. Í þessari frétt er meðal annars að finna þessa hérna fullyrðingu.

„Við verðum að þróa Evrópusambandið yfir í að verða pólitískt samband, Bandaríki Evrópu,“ segir Günther Oettinger, sem fer með orkumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í samtali við þýska dagblaðið Die Welt.

[…]

Vill sjá Bandaríki Evrópu verða til – Morgunblaðið 4. Júlí 2012

Frétt Morgunblaðsins um orð Günther Oettinger byggir á þessari hérna frétt af vefsíðu Die Welt. Fréttin hefur þennan hérna titil, Wie viel Europa darf es sein? Hérna er um að ræða skoðun eins manns sem nýtur ekki neins hljómgrunns innan Evrópusambandsins. Frétt Morgunblaðsins er einnig gróf rangtúlkun á skoðunum þessa manns ofan á það, og látið líta út eins og þetta muni gerast á næstunni. Það er auðvitað ekki sannleikanum samkvæmt. De Spigel var einnig með viðtal við umræddan mann, það er hægt að finna hérna á vef De Spigel.

Sá fréttflutningur sem Morgunblaðið hefur uppi af Evrópusambandinu er ekki í samræmi við sannleikan, og skoðanir manna á hlutverki þess til lengri tíma. Svona fréttaflutningur er hinsvegar kenndur við áróður. Þar sem sannleikurinn má sér lítils. Svona eru hinsvegar vinnubrögð LÍÚ blaðsins Morgunblaðsins, enda er alltaf gott að athuga með eignartenglsin í þessu tilfelli.

Verðbólga í boði andstöðunar við Evrópusambands-aðild Íslands

Það nýjasta á Íslandi er núna að 54% íslendinga er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, en aðeins 27,5% íslendinga vilja ganga í Evrópusambandið. Þessi andstaða er að mestu leiti tilkomin vegna stöðugs lygaáróðurs í öllum íslenskum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópusambandinu sem heild, og aðildarríkjum þess. Á sama tíma gleyma íslendingar því að þeir þurftu sjálfir að leita til Alþjóðlega Gjaldeyrissjóðsins (IMF) árið 2008 þegar allt saman hrundi á Íslandi

Mikil verðbólga á Íslandi er mjög gömul saga, sem nær alveg til stofnunar íslensku krónunar árið 1918. Enda er það svo að fljótlega eftir stofnun íslensku krónunar fór að bera á gjaldeyrishöftum, innflutningshöftum og fleira í þeim dúr. Svo slæmt var ástandið á tímabili að fólk gat ekki einu sinni steypt gangstétt hjá sér án þess að fá leyfi frá yfirvöldum. Svo djúp var kreppan á tímabili um miðja síðustu 20 öld. Síðan má ekki gleyma gjaldeyrishöftum og innflutningshöftum sem fylgdu í kjölfarið á slíku tímabili. Ásamt kerfisbundnum gengisfellum á Íslandi með reglulegu millibili.

Andstaða fólks við Evrópusambandsaðild byggir eingöngu á þeim lyga áróðri sem hefur komið frá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og Vinstri Grænum, ásamt öðrum smáum stjórnmálaflokkum á Íslandi sem hafa verið stofnaðir undanfarið. Síðan má ekki gleyma þeim áróðri sem er rekin af LÍÚ gegn Evrópusambandinu með Morgunblaðinu. Ásamt því að fréttir frá Evrópu eru mjög lélegar og neikvæðar á Íslandi. Almennt séð er Evrópa alltaf sýnd í neikvæðu ljósi á Íslandi í fréttum. Hugmyndir fólks um Evrópusambandið á Íslandi eru því rangar, og byggja ekki á neinni raunverulegri stöðu mála. Almennt séð þá kallast svona hegðun cherry picking upp á enskuna. Það er að velja aðeins það neikvæða til þess að styðja þau rök sem viðkomandi hefur sett fram. Í þessu tilfelli þá eru andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi að velja eingöngu það neikvæða, og það sem hentar þeirra málstað. Andstæðingar Evrópusambandsins fást ekki einu sinni til þess að játa eitthvað jákvætt við Evrópusambandið.

Það er vissulega kreppa í Evrópu, en það er líka kreppa á Íslandi og í Bandaríkjunum. Engu að síður fá íslendingar ekki nærri því það magn af neikvæðum fréttum af afleiðingum kreppunar í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Íslendingar geta þó haldið áfram að ræða verðbólguna og verið á móti Evrópusambandinu. Enda hafa íslendingar verið að ræða verðbólgu og gengisfall síðustu 60 ár eða svo, og eru komnir í mikla þjálfun í því umræðuefni.

Fréttir af óskynsamlegri andstöðu íslendinga við Evrópusambandsaðild

Meirihluti landsmanna á móti ESB aðild (vb.is)
Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB (Vísir.is)
Mikill meirihluti vill ekki í ESB (mbl.is)
54 prósent andvíg ESB-aðild (Rúv.is)

Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:53 CEST þann 28. Apríl 2012.

Hin gjörspilltu samtök höfundarrétthafa

Það er til marks um heimsku og þröngsýni samtaka eins og STEF og Smáís að núna ætla þau sér að fara láta vefsíðum á internetinu eftir þeirra hentugleika. Allt saman er þetta að Bandarískri fyrirmynd, þar sem að samtök höfundarrétthafa (stórfyrirtækja, ekki einstakra höfunda) hafa verið að reyna koma svipaðri löggjöf í gegnum Bandaríska þingið, en gengur illa (kallast SOPA og PROTECT IP Act). Eins og í Bandaríkjunum er krafan sú að aðgangi vefsíðum verði lokað. Þá án réttmætar málsmeðferðar eða sönnunargagna.

Það er þó ennfremur bara staðreynd að svona aðgerðir munu ekki virka, og munu frekar hvetja til þess að DNS kerfi sem er ekki undir stjórn ICANN verði almennilega komið á lagginar. Þá munu svona lokanir hafa nákvæmlega ekkert vægi og þjóna nákvæmlega engum tilgangi. Enda munu hinir betur að sér í tölvum og internetinu komast þangað sem þeir vilja án nokkura vandamála. Það er ennfremur sannað og hefur sýnt sig að þetta virkar ekki og mun aldrei gera það. Enda notar margir í dag Google DNS og OpenDNS, sem gera svona lokanir gjörsamlega tilgangslausar með öllu. Enda er ekki hægt að loka á IP tölur. Þar sem margar vefsíður eru oft hýstar á sömu IP tölunni.

Þetta hefur einnig verið reynt í Danmörku, Finnlandi og fleiri Evrópulöndum. Niðurstaðan er alltaf sú sama. Þetta hefur engin áhrif á niðurhal. Hvorki á tónlist, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Það sem hefur hinsvegar áhrif á þetta er þegar löglegir og almennilegir möguleikar koma fram sem bjóða fólki að kaupa þetta efni löglegt og nota það án takmarkana (DRM)

Höfundarétthafa hafa haldið því fram undanfarin rúmlega 100 árin að allar tækniframfair sem hafa komið fram á þessum tíma sé að drepa tónlist. Þessu hafa líka kvikmyndaframleiðendur haldið fram eftir að sú tækni kom fram. Allt frá myndbandstækjum og yfir í skrifanlega dvd diska áttu að drepa þetta listform með öllu. Staðreyndin er hinsvegar sú að dreifingarfyrirtækin og framleiðendur hafa oft á tíðum ekki grætt meira á nýrri tækni en sem nemur tapinu af þessu efni. Það er ennfremur staðreynd að hlutafallslega lítið af því efni sem er framleitt skilar hagnaði. Ástæðan er auðvitað sú að þessi markaður er tiltölulega mettaður og endurnýjun er mjög hröð þar að auki. Reikna má með að efni skili hagnaði eingöngu næstu fimm ár eftir útgáfudag (mitt eigið mat). Eftir það þá fellur hagnaður gífurlega, en kostnaður af útgáfu minnkar einnig eftir því sem minna er framleitt af viðkomandi tónlist, sjónvarpsþáttum eða kvikmynd. Engu að síður þá er hagnaður af því efni sem framleitt er og skilar hagnaði gífurlegur.

Mest af þessum hagnaði fer ekki til listamanna, tónlistarmannana og kvikmyndargerðarmannana. Flest af þessu fer beint til stórfyrirtækjana sem hirða mest af þessu upp í „kostnað“ og skilja síðan við sjálfa listamennina slippa og snauða eftir tónlist eða kvikmyndir (eða þættir) tapa vinsældum eins og mun gerast með allt það efni sem framleitt er. Eini hópurinn sem ég hef séð að hefur ekki farið þessa leið eru rithöfundar, sem hafa notað tæknina sér til framdráttar. Enda gefa margir út sitt efni sjálfir í e-bókarformi og fá því hagnaðin beint í sinn eigin vasa.

Það er óumflýjanleg staðreynd að aðferðir STEF og Smáís er röng. Þetta mun ekki virka og hefur ekki gert það hingað til. Allt tal þessara aðila um að ný tækni sé að drepa þessa miðla er tóm þvæla, og hefur verið það síðustu 100 árin.

Nánar.

Radio Is Killing Music (techdirt.com)
Making a Profit in Music: The Mick Jagger Meme and More (artandavarice.com)

Dómstólar ritskoða fjölmiðla á Íslandi

Ég sé á nýjustu fréttum að Hæstiréttur Íslands heldur áfram þeirri stefnu sem sjálfstæðisflokkurinn markaði fyrir nokkru síðan. Sú stefna var að ritskoða fjölmiðlamenn á Íslandi í gegnum dómstóla. Enda hefur sjálfstæðisflokkurinn stillt hæstarétti þannig upp að dómarar þar eru hallir undir það sem kemur frá sjálfstæðisflokknum. Þetta sést mjög vel þegar skipanir dómara á valdatíma sjálfstæðismanna eru skoðaðar. Enda var það þannig að sjálfstæðisflokkurinn var alltaf með dómsmálaráðuneytið í þeim ríkisstjórnum sem hann sat í.

Það kemur því lítið á óvart að núna skuli íslenskir fjölmiðlamenn fara halloka fyrir Hæstarétti Íslands, sem er í reynd besti vinur allra hrunaðila á Íslandi og hefur verið það til lengri tíma núna. Stóra spurningin er sú að hvert kærir maður Hæstarétt Íslands fyrir blístrandi vanhæfni og spillingu ?

Nærtækast væri að setja upp íslenska sjónvarpsstöð erlendis, svo að blaðamenn geti flutt fréttir af spillingunni á Íslandi óhræddir við ritskoðun Hæstarétts Íslands. Enda er ljóst að íslenskum blaðamönnum verður ekki óhætt fyrir ritskoðun Hæstaréttar Íslands á öllum þeim spillingarfréttum sem eiga ennþá eftir að koma í dagsljósið á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Svavar Halldórsson hlaut dóm (Rúv.is)
Svavar sakfelldur: Greiðir Pálma 200 þúsund krónur (DV.is)

Uppgangur öfgafólks í íslensku samfélagi

Það er alger óþarfi fyrir mig að hafa þessa blogg-færslu langa.

Í ljósi nýjustu atburða í framsóknarflokknum. Þá er orðið augljóst að framsóknarflokkurinn er orðin fasistaflokkur undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Alþingismanns og formanns framsóknar. Það sem Sigmundur Davíð er að gera, og hefur verið að gera er að skipulega brjóta niður andstöðu við sig og sína fylgismenn. Þetta er bara endurtekin á þeirri sögu sem átti sér stað í sjálfstæðisflokknum þegar Davíð Oddsson tók þar við völdum á sínum tíma. Enda er sá flokkurinn núna uppfullur af fasistum og öðru skítapakki sem er hvergi húsum hæft.

Það er ennfremur rangt sem Sigmundur Davíð heldur fram um frjálslegri stjórnmál á Íslandi. Það verða engin frjálsleg stjórnmál með framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn við völd. Þessir stjórnmálaflokkar hafa nefnilega ekki neinn áhuga á slíku. Ekkert frekar en Vinstri-Grænir. Enda hafa þessir flokkar það sameiginlegt að vera mestu afturhaldsflokkar á Íslandi. Frelsi er ekki það sem þessir flokkar boða og framkvæma. Það sem er framkvæmt er afturhald og forræðishyggja af verstu gerð. Þetta er gömul saga á Íslandi, enda hafa þessir stjórnmálaflokkar [framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn] verið við völd á Íslandi meira og minna síðan lýðveldið Ísland var stofnað árið 1944.

Enda er kominn tími til þess að gefa sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum langt frí frá öllu sem heitir völd á Íslandi. Enda hefur aðeins fylgt þessum stjórnmálaflokkum ekkert nema vandamál og efnahagsleg óstjórn allan þennan tíma. Enda hefur það sannast að þessir tveir stjórnmálaflokkar eru ekki stjórnmálaflokkar sem vinna fyrir almenning á Íslandi. Hvað Vinstri-Græna varðar. Þá er það staðreynd að þar innanborðs er fólk sem er úr stjórnmálflokkum sem stóðu í því að einangra Ísland frá umheiminum á árum áður. Þetta fólk, eins og Vinstri-Grænir í heild sinni eiga ekkert erindi í það nútímasamfélag sem íslendingar segjast vilja.

Það væri reyndar stór framför fyrir íslensku þjóðina að fara eftir því sem hún segist vilja. Ef íslenska þjóðin vill betri lífsskilyrði á Íslandi. Þá verður hún að gera eitthvað í málunum. Það þýðir ekki bara að tala um það og kjósa síðan bölvaða fasista og fábjána til Alþingi Íslendinga. Það bætir ennfremur ekki lífsskilyrði á Íslandi að það skuli vera kosið fólk á Alþingi íslendinga sem stendur í því að einangra Ísland efnahagslega með endalausum tollum og gjöldum til þess að vernda þá einokun sem þrífst á Íslandi út í eitt. Eins og allir eiga að vita. Þá hækkar einokun verðlag til almennings, og hefur alltaf gert það. Sama hvað sérhagsmunaraðildar ljúga í fjölmiðla um slíkt [Bændasamtök Íslands sem dæmi].

Upphlaup þessa fólks gegn aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu stafa af því að þetta fólk óttast næstu skrefin í þessum aðildarviðræðum. Enda er það ljóst að aðild Íslands að Evrópusambandinu mun tryggja íslendingum meira frelsi en þeir eru núna í dag. Aðferðarfræðin er sú að keyra áróður og rangar fréttir í gegnum fjölmiðla á Íslandi. Þæði á internetinu og í gegnum blöðin og aðra fjölmiðla á Íslandi.

Það er einnig líka þannig að hægri menn á Íslandi eru mjög duglegir við að skálda eitthvað rugl upp koma því síðan inn í fréttir sem staðreyndum. Heimssýn gerir mikið af þessu. Þar sem að Páll Vilhjálmsson skáldar eitthvað rugl upp og birtir það síðan sjálfur á bloggi Heimssýnar og vitnar síðan í sjálfan sig á blogg Heimssýnar. Sjálfstæðisflokkurinn gera þetta, nema að þeir nota AMX og aðra svona botn miðla til þess að koma af stað röngum upplýsingum og lygum í fréttir á Íslandi.

Pressan fór rangt með nafn mitt í frétt um eldfjallið Heklu

Fjölmiðlar á Íslandi eru stundum ótrúlegir. Þar sem margir fréttamenn virðast ekki einu sinni vera færir um að halda einbeitingunni yfir einni frétt sem þeir eru að skrifa. Þar er ég ranglega nefndur Jón Ingi í lok greinar. Þó byrjuðu þeir með rétt nafn í upphafi greinar. Ég veit ekki hvort að þetta er met hjá Pressunni, en þetta hlýtur að vera á einhverskonar stalli yfir villur sem er að finna í fréttum Pressunar.


Skjáskot af frétt Pressunar.

Hvað seinni hlutann varðar. Þá veit ég til þess að þessi möguleiki er til staðar í GSM og 3G farsímakerfinu. Ég reikna fastlega með að þessi möguleiki hafi verið tekin í notkun, þar sem þetta var í umræðunni fyrir nokkrum árum síðan að hafa slíkt kerfi til staðar ef að Hekla færi að gjósa á ný og ferðamenn væru á svæðinu. Ég veit að þetta er fullvel hægt og er notað í dag erlendis. Sjá dæmi um slíkt hérna og hérna. Það er þó ljóst að svona kerfi krefst samvinnu við þau farsímafyrirtæki sem eru á Íslandi núna í dag.

Þegar það fór að gjósa í Eyjafjallajökulli þá sendi Neyðarlínan SMS til allra íbúa svæðisins í einu. Þar er reyndar reikna ég með að símaskráin hafi verið notuð, frekar en þessi tækni sem hérna um ræðir. Ég viðurkenni það alveg að ég veit ekki hvort að þessi tækni hefur verið tekin í notkun, og leiðrétti það því hér með og mun gera það einnig á eldgosa og jarðskjálfta bloggsíðunni í nýrri færslu sem birtist þar á eftir.

Frétt Pressunar.

Er Hekla að fara að gjósa í dag? – Sama atburðarás í gangi nú og þegar fjallið gaus síðast

Formaður framsóknarflokksins lýgur í fjölmiðlum (og víðar) um Schengen og glæpitíðni

Fyrir þá sem hafa verið að taka eftir því hvernig Sigmundur Davíð hefur verið að tala gegn Schengen samstarfinu undanfarið í fjölmiðlum. Þá ætti fólk einnig að veita því athygli að þær fullyrðingar sem Sigmundur Davíð heldur fram eru ekkert nema lygar og blekkingar.

Hérna er gott dæmi um þessa blekkingu sem Sigmundur Davíð notar gegn útlendingum í umræðunni á Alþingi og í fjölmiðlum.

„Það er gagnlegt að fá þessar upplýsingar, sem hæstvirtur ráðherra vísaði til, um að erlendum fögnum hefði farið fjölgandi frá árinu 2001, árinu sem Íslendingar urðu aðilar að Schengen,“ sagði Sigmundur um svar Ögmundar.

Frétt Vísir.is, 22 prósent fanga erlendir ríkisborgarar

Það er nú bara þannig að þetta hefur ekkert með Schengen að gera. Enda urðu ríki austur Evrópu ekki aðildar að ESB fyrr en árið 2004 og 2007, og að Schengen fyrr en nokkrum árum síðar. Enda er það þannig að vegna EES samningins sem íslendingar eru aðildar að þá hefur fólk frá þessum löndum rétt á því að koma og starfa á Íslandi og það kemur Schengen aðild Íslands nákvæmlega ekkert við. Ólíkt því sem Sigmundur Davíð gefur þarna svo augljóslega í skyn.

Þó svo að Ísland stæði utan við Schengen samstarfið og væri með fullt vegabréfaeftirlit. Þá væri ekki hægt að koma í veg fyrir að útlendingar frá ESB löndum kæmu til Íslands vegna réttinda þeirra sem koma með aðild Íslands með EES samningum.

Það sem er ennfremur áhugaverð staðreynd að í íslenskum fangelsum eru eingöngu 22% (rúmlega) fanga sem eru með erlent ríkisfang. Restin eru allt saman íslenskir ríkisborgarar, eða þessi 78% rúmlega. Þetta er samkvæmt tölum frá dómsmálaráðherra sjálfum.

Það er einnig staðreynd að fullyrðingar þess efnis að erlend glæpabylgja sé í gangi er ekkert nema goðsögn sem er viðhaldið af öfgafólki eins og Sigmundi Davíð, sem elur á útlendingahatri og fordómum. Samkvæmt könnun bresku lögreglunar frá árinu 2008 kom í ljós að fullyrðingar þess efnis að það væri bylgja erlendra glæpamanna væri að ganga yfir Bretland væri ekkert nema goðsögn. Enda væru ekki nein töluleg gögn sem styðja þessa fullyrðingu og hafa aldrei gert.

Það stoppar þó ekki einstaklinga sem ala á útlendingahatri og þjóðrembu að fullyrða svona í fjölmiðlum og annarstaðar þar sem það hentar þeim. Enda er þetta ódýra og skítuga leiðin til þess að afla sér vinsælda í könnunum (ég mun líka fjalla sérstaklega um þessa könnun). Hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Stjórnmálaflokkar sem keyra á svona stefnu útlendingahaturs og fordóma hafa aldrei haft neitt gott í hyggju eins og sagan kenndi mannkyninu á 20 öldinni.

Greinar tengdar þessu.

22 prósent fanga erlendir ríkisborgarar (Vísir.is, Júní 2011)
Migrant crime wave a myth – police study (Guardian, 2008)

Áróðursfrétt Morgunblaðsins um Framkvæmdastjórn ESB

Það er með ólíkindum sú frétt sem Morgunblaðið birtir núna um Framkvæmdastjórn ESB. Reyndar er þessi frétt með þvílíkum ólíkindum að það er ekki hægt að segja annað en þetta sé bara hrein áróðursfrétt hjá Morgunblaðinu og ekkert annað.

Á meðan Bureau of Investigative Journalism (wiki) virðist standast skoðun núna. Þá stenst fréttaflutningur Morgunlaðsins ekki nánari skoðun. Enda er það svo að fréttin sem er á upprunalegu vefsíðunni er allt önnur en sú sem er birt í Morgunblaðinu. Reyndar virðist frétt Morgunblaðsins vera meira og minna bein þýðing á frétt The Telegraph um sama mál.

Það sem Morgunblaðið hefur ekki nefnt er að Framkvæmdastjórn ESB hefur hafnað þessum fullyrðingum sem hafa verið settar fram af Bureau of Investigative Journalism um notkun fjármuna ESB.

Ég velti því ennfremur fyrir mér hvenær það á að rannsaka eyðslu sjálfstæðisflokksins þegar þeir voru við völd á Íslandi. Ég er alveg viss um að það yrði áhugaverð rannsókn.