Síðustu fjögur ár með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkin við völd

Ég var að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að skrifa langan pistill um síðustu fjögur ár af valdasetu Sjáflstæðismanna og Framsóknarflokksins. Ég bara nenni því ekki, þannig að ég ætla að koma með nokkur stikkorð yfir allt það slæma sem þessir flokkar hafa komið með síðustu ár.

– Utanríkisráðuneytið. Það stækkar og stækkar, kostar 10 milljarða á ári.
– Kárahnjúkavirkjun. Sökkti náttúru sem ekki er hægt að fá aftur. Og fyrir hvað, enn eitt álverið sem er ekki hátækniðnaður og hefur aldrei verið.
– Aldraðir, biðlistar og öryrkjar. Hvað get ég sagt, staðan hefur aldrei verið jafn slæm og þeir öryrkjar og eldri borgarar sem hefðu áhuga á að vinna geta það ekki. En þá eru bætunar skertar upp á móti og viðkomandi fær nánast ekki neitt í vasan.
– Álver. Álver útum allt, það er það eina sem ríkisstjórnin hugsaði allt kjörtímabilið.
– Fjölmiðlalög. Forsetin hafnaði þeim og við áttum á að fá að kjósa um þau. En Davíð taldi sig hafa meiri völd en stjórnarskráin gaf honum og ákvað að það yrði bara engin kosning um þessi lög. Þessi í stað dró hann þau til baka og bjó til mini útgáfu af þeim og gerði að lögum.
– Verðbólga og vextir. Bæði hátt og það ástand er líklega ekki að fara að batna. Ísland er bara með hæstu stýrivexti, vexti og verðbólgu í Evrópu. Og síðan röflar ríkisstjórnin um að allt sé í góðu lagi hérna á landi. Það mætti halda að þessir menn kunni ekki að reikna.
– Verðlag á Íslandi. Einnig það hæsta á Íslandi. Tollum er þar um að kenna og fákeppni.
– Olíumálið. Olíufélögin sluppu, það nefnilega borgar sig að hafa einn félagan giftan Dómsmálaráðherra á þeim tíma sem samráðið komst upp.
– Skattar. Hafa hækkað á þá sem eiga varla til hnífs og skeiðar. En skattar hafa lækkað hjá fátækum milljarðamæringum.
– Seðlabankinn. Davíð réði sjálfan sig. Ég þarf ekki hafa fleiri orð uppi um það.
– Ríkisborgararéttur express. Framsókn hugsar eingöngu um sína.
– Landssíminn. Einkavæddur, landsbyggðin sett á klakan í þjónustu og símaþjónusta hefur bara versnað í kjölfarið.
– Rafmagnið. Verð á rafmagni hefur hækkað síðan Rarik varð Rarik ohf og farið að rukka um fullt af nýjum gjöldum sem ekki var rukkað fyrir áður. Ráðherran sem kom með lögin fullyrti að verð á rafmagni mundi lækka, ekki hækka. En þó svo að varað hefði verið við því að rafmagnsverð mundi hækka, þrátt fyrir fullyrðingar ráðherra um annað.
– Stríðið í Írak. Davíð og Halldór (Kóngur og Drottning) skráðu Ísland á lista þær þjóðir sem studdu innrás BNA í Írak. Þvert á vilja þjóðarinnar. Og ofan á allt saman, þá datt þeim ekki einu sinni í hug að spurja Alþingi.
– Einkavæðing vatnsins. Núna er búið að einkavæða vatnið, langt niður í jarðskorpuna.
– Virkjanir. Núna er komnar upp áætlanir um að virkja allt sem hægt er að virkja. Og fyrir hvað ? Jú, fleiri álver og ennþá meira að álverum við alla smábæji í landinu. Oj, barasta segi ég bara.

Það er örugglega eitthvað fleira þarna sem má telja upp. En þetta ætti að duga til þess að fá fólk til þess að sleppa því að kjósa þessa tvo flokka á morgun.

Sveitastjórnarmenn í alþingskosningum

Það er eitt sem fer í tauganar á mér í þessum Alþingiskosningum. En það eru sveitastjórnarmenn sem voru að láta kjósa sig til starfa í sveitastjórnum í fyrra skuli núna vera að bjóða sig fram í alþingiskosningum. Mér finnst hegðun þessa fólks sem gerir þetta vera til skammar, þarna er í fyrsta lagi verið að svíkja þá kjósendur sem kusu viðkomandi til starfa í sveitarstjórnir.

Ef að viðkomandi vill bjóða sig fram til Alþingis, þá á hann að sleppa því að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan reiðilega pistill er sú staðreynd að í mínu sveitarfélagi er manneskja sem bauð sig fram í sveitarstjórn í fyrra og komst inn, að bjóða sig fram núna til Alþingins. Það er alþekkt staðreynd að það er ekki hægt að fá allt. Og að mínu áliti þá ætti viðkomandi að sjá sóma sinn í því að segja sig úr sveitastjórn ef hún nær kjöri inná Alþingi. Með réttu hefði viðkomandi átt og allir þeir sveitastjórnarmenn sem eru að bjóða sig fram til Alþingis í dag, að segja af sér embætti í sveitastjórnum áður en þeir buðu sig fram til Alþingis. Það verður nefnilega ekki bæði haldið og sleppt.

Ég skil ekki hvernig fólk heldur að það geti svikið kjósendur sína svona og haldið síðan að komist upp með það. Þessi hegðun er til háborinnar skammar, bæði fyrir viðkomandi sem persónu og viðkomandi stjórnmálaflokk.