Heimssýn neitar að ræða Evrópusambandið

Það er ómerkileg grein sem starfsmenn Heimssýnar skrifa á bloggsíðu þeirra núna í kvöld. Þar er því haldið fram að Heimssýn þori að ræða málin, á meðan Evrópusinnar þori því ekki. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum, þar sem Heimssýn hefur aldrei þorað að ræða málin um Evrópusambandið. Enda er það svo að í dag eru umræður á bloggsíðu Heimssýnar eingöngu stundaðar af andstæðingum Evrópusambandsins og inngöngu Íslands þar inn. Það sem Heimssýn hefur gert er að banna þá sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Á þeim grundvelli að „dónaskapur“ hafi verið viðhafður, breytir þá engu andstæðingar Evrópusambandsins hafa oft vaðið þarna uppi með skít, hótunum og lygum um menn og málefni. Umræddir aðildar fá ennþá að tjá sig á bloggsíðu Heimssýnar í dag.

Það er ekki flókin staðreynd að sjá afhverju þetta stafar. Heimssýn og andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi hafa ekkert til síns máls. Enda hafa „rök“ þeirra verið tekin sundur af öllum sem nenna að gera slíkt. Enda halda „rök“ þeirra ekki vatni frekar aðrar lygar sem frá þeim hafa komið, gott dæmi um slíkt kom fram í kvöld þegar Vigdís Hauksdóttir hélt því fram að Evrópusambandið væri Lisabon sáttmálinn [sáttmálann er hægt að lesa hérna í heild sinni]. Lisbon sáttmálinn er bara einn af mörgum sáttmálum sem er í gildi innan Evrópusambandsins. Það að halda öðru fram er lygi í versta falli og blekking í besta falli. Þetta vill Heimssýn ekki ræða og hefur aldrei viljað ræða, enda grípa samtökin og fólk sem þar er innandyra alltaf til blekkinga og lyga þegar á að fara að ræða málin af alvöru. Haga sér í raun eins og óþroskaðir fábjánar þegar á að fara ræða málin af fullri alvöru. Það hefur einnig sannast í gegnum tíðina að innan Heimssýnar er gífurleg vanþekking á Evrópusambandinu, þar er frekar trúað áróður og lygar erlendis frá, áróður sem oftast á uppruna sinn til ýmissa öfgasamtaka og öfgafólks sem finnst í Evrópu.

Áróður Heimssýnar helst ennfremur í hendur við þann áróður sem Bændasamtök Íslands breiða út í gegnum Bændablaðið. Þar hef ég oft lesið eina og fleiri þvælu um Evrópusambandið og landbúnað innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld, það er bandalag milli Heimssýnar og Bændasamtaka Íslands (og framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins) um andstöðuna gegn aðild Íslands að Evrópusambandsins og ekkert er heilagt og virt í þeirri baráttu, eins og dæmin hafa sannað á undanförnum árum og núna nýlega. Það er einnig ljóst að andstæðingar Evrópusambandsins munu aldrei fást til þess að ræða hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þeir einfaldlega hafa ekki áhuga á því og hafa aldrei haft hann. Það eina sem mun gerast á næstunni er aukinn áróður mun koma frá Heimssýn og tengdum aðilum varðandi það hversu „slæmt“ Evrópusambandið sé, þó án þess að nefna nokkur dæmi eða staðreyndir máli sínu til stuðnings.

Evrópusambandið tekur ekki mark á ríkisstjórn Íslands

Það er ljóst að Evrópusambandið veit að bréf Gunnars Braga (Utanríkisráðherra) hefur ekki fengið þinglega meðferð á Íslandi. Það þýðir einfaldlega að Evrópusambandið og ráðamenn þess taka við umræddu bréfi og gera síðan ekkert meira með það. Enda vita þeir sem er að þetta bréf er markleysa og það ber að meðhöndla það sem slíkt. Þetta þýðir einnig að minni líkur eru á því að Evrópusambandið muni taka mark á ríkisstjórn Íslands það sem eftir lifir af valdatíma núverandi ríkisstjórnar.

Síðan hvet ég almenning til þess að bjóða sjálfum sér í veislu á Hótel Sögu sem Alþingi er að halda núna í kvöld. Það er það minnsta sem almenningur getur gert núna. Enda er hérna verið að nota peninga almennings í þessa veislu, eitthvað sem síðasta ríkisstjórn hætti með á síðasta kjörtímabili.

Ríkisstjórn Íslands segi tafarlaust af sér

Ég hér með krefst þess að ríkisstjórn Íslands segi tafarlaust af sér. Á sama tíma verði einnig hafin rannsókn á embættisverkum þessar ríkisstjórnar, ráðherrum þeirra og þeir dregnir fyrir dómara og dæmdir fyrir glæpi sína ef einhverjir eru. Það er ennfremur alveg ljóst að Utanríkisráðherra hefur brotið gegn þrískiptingu ríkisvaldsins eins og sagt er fyrir um það í stjórnarskrá Íslands. Slíkt telst vera refsivert athæfi samkvæmt íslenskum lögum um ráðherraábyrgð. Fyrir þetta verður Utanríkisráðherra að sæta refsingu sem og aðrir ráðherrar sem hafa samþykkt þetta skjal. Síðan má einnig benda á þá staðreynd að þetta skjal sem Utanríkisráðherra afhenti Evrópusambandinu og ráðmönnum þess er ólöglegt. Þar sem það hefur ekki verið samþykkt af alþingi og er því ekki löggilt afstaða Alþingis íslendinga. Enda er samkvæmt íslenskri stjórnsýslu ætlast til þess að ráðherrar framkvæmi vilja Alþingis, þetta virkar ekki á þann hátt sem íslendingar eru núna að sjá.

Síðan legg ég til þess að íslendingar mótmæli þessu af fullum krafti (þegar veður leyfir) og núverandi ríkisstjórn verði hrakin frá völdum með illu ef ekki dugar annað til. Það er komið nóg af þeirri valdníðslu sem núverandi ríkisstjórn Íslands stendur í þessa dagana.

Fréttir þessu tengdu

Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB (Rúv.is)

Stjórnmálum fylgir ábyrgð gagnvart almenningi

Það sem enginn virðist skilja (eða vill ekki skilja) með leiðréttinguna er sú staðreynd að verðtryggingin verður búinn að hækka upp í alla lækkunina á rúmlega tveim árum (miðað við ~2,0% verðbólgu). Eftir það verða allir á sama stað og eins og fyrir leiðréttingu. Það er ekki hægt að koma með svona minniháttar leiðréttingar í brotnu peningakerfi. Það þarf að skipta hinu íslenska peningakerfi alveg út og byrja á því að hætta með verðtryggingu húsnæðislána. Þar sem slíkt mundi ná fram aga í fjármálum íslenskra stjórnvalda og koma á stöðugleika. Sú efnahagsstefna sem er rekin í dag á Íslandi virkar alls ekki, enda hefur það sýnt sig að lægri skattar skila ekki auknum tekjum til ríksins. Lægri skattar skila eingöngu meiri niðurskurði og verra þjóðfélagi með aukinni misskiptingu þjóðarinnar. Slíkt er ekki gott og mun aldrei skila góðu þjóðfélagi til þess að búa í.

Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja halda í verðtrygginga og gera ekkert til þess að afnema hana eru ekki með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er einnig efnahagsstefna að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þannig mundu íslendingar einnig losna við þetta endalausa röfl um þann gjaldeyri sem Seðlabanki Íslands þarf að eiga með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur. Það er langt frá því að vera einfalt að ganga í Evrópusambandið og því fylgja miklar kröfur og ábyrgð, en þannig á það líka að vera. Þar sem stjórnmálum fylgir ábyrgð og hefur alltaf fylgt ábyrgð og verður alltaf að fylgja ábyrgð.

Í dag er þessa ábyrgð ekki að finna í íslenskum stjórnmálum. Þar sem íslensk stjórnmál eru núna föst í hugmyndafræði sem við vitum að virkar alls ekki og þessi hugmyndafræði enda með efnahagshruni á Íslandi árið 2008 og það stefnir hratt í nýtt efnahagshrun á Íslandi núna. Þeir stjórnmálamenn sem telja sig ekki geta uppfyllt þessar kröfur um ábyrgð gagnvart almenningi eiga að segja af sér nú þegar. Þær ríkisstjórnir sem ekki standa sig gagnvart almenningi eiga að segja af sér án tafar og það á að boða til kosninga í kjölfarið. Í dag á ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að segja af sér. Enda standa þessir flokkar sig ekki undir þeirri ábyrgð sem almenningur ætlar þeim. Það er vanvirðing gagnvart almenningi að þeir skuli ekki boða til kosninga nú þegar og hætta þessi. Vanvirðing íslenskra stjórnmálamanna er hinsvegar gömul saga og þegar þannig stendur á er það á ábyrgð almennings að minna umrædda stjórnmálamenn á þeirra ábyrgð með mótmælum og kröfum um að þeir standi sig í embætti, annars geti þeir einfaldlega pakkað saman og farið endanlega úr stjórnmálum.

ESB andstæðingar fara á taugum

Þessa dagana eru ESB andstæðingar að fara á taugum. Þeir bulla núna út og suður um Evrópusambandið, koma fram með fullyrðingar sem eru ekkert annað en skáldskapur og lygar þeirra sjálfra. Síðan reyna ESB andstæðingar á Íslandi að stjórna fjölmiðlum með beinum og óbeinum hótunum í þeirra garð, ganga svo langt oft á tíðum að saka þá um lygar.

Íslendingar verða að átta sig á þeirri staðreynd að baki ESB andstöðunni á Íslandi er fólk sem starfar og vinnur eins og glæpamenn. Jafnvel þó svo að ekki í dag sé ekki búið að dæma það sem slíkt (enda verndað að félögum sínum í stjórnarflokkunum). Þessu fólki er alls ekki treystandi fyrir hagsmunum almennings eins og núna er að sannast í styrkja spillingarmáli Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra Íslands (það er skömm að þessi maður skuli hafa þessa stöðu). Íslendingar verða að henda þessu fólki út nú þegar og hafna ESB andstöðunni sem þessu fólki fylgir.

Ríkisstjórn Íslands hefur tapað lögmæti sínu

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa tapað lögmæti sínu með aðgerðum sem eru þvert á Stjórnarskrá Íslands. Ofan á þessi brot hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að hunsa vilja almennings á Íslandi og ætlar sér ennþá að slíta aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Það er skylda ríkisstjórna að standa vörð um hagsmuni almennings og kjósenda sinna. Það er ekki hluti af verkefnum ríkisstjórna eða þingmanna að þjónusta sérhagsmunaöfl og sérhagsmuni ríkra einstaklinga á Íslandi og fyrirtækja eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili.

Ofan á þetta eru síðan stjórnar-þingmenn farnir að brjóta stjórnarskrána beint með því að krefjast ritskoðunar fjölmiðla eða þeir muni hljóta verra af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt hefur gerist þegar skorið var niður á Rúv til þess að stjórna beint fréttaflutningi þar. Nýjustu ritskoðunartilburði er hægt að sjá hérna (Rúv.is), hérna (eyjan.is), hérna (DV.is). Ríkisstjórn Íslands á að segja af sér nú þegar. Að öðrum kostir hefur almenningur á Íslandi ekki annan kost nema að fjarlægja ríkisstjórn Íslands með valdi.

Kínatenging ríkisstjórnarinnar og slitin við ESB aðildarviðræðunar

Í morgun datt óvart sannleikurinn úr Frosta Sigurjónssyni í morgun á Rás 2. Það sem Frosti sagði var þetta hérna.

[…] Að Kínverjar hafi ekki viljað ræða við Íslendinga um fríverslunarsamning fyrr en það væri komin ríkisstjórn sem ætlaði sér ekki inn í Evrópusambandið. […]

Frosti Sigurjónsson á Rás 2. Viðtalið er hægt að hlusta á hérna (Morgunútvarp Rás 2). Þetta kemur fram á 65:40 mínútu (í kringum það) í þessu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 24-Febrúar-2014.

Ríkisstjórnin segi af sér án tafar

Ríkisstjórn Íslands á að segja af sér án tafar. Fólkið sem er í ríkisstjórn Íslands og viðkomandi stjórnmálaflokkum er ekki fært um að stjórna Íslandi og huga á sama tíma að hagsmunum almennings. Það hefur sýnt sig að núverandi ríkisstjórn hugsar meira um hagsmuni fárra á Íslandi frekar en alls almennings. Á þessum grundvelli hefur ríkisstjórnin brugðist hlutverki sínu og því ber henni að segja sér nú þegar. Boða ber til nýrra Alþingiskosninga eins fljótt og mögulegt er.

Íslendingar dæma sig til ævarandi fátæktar

Grunnur að hagsæld þjóða í hagkerfi heimsins eru viðskipti við aðrar þjóðir. Á þessu byggja mörg efnahags-bandalög í heiminum í dag. Enda er það svo að heimurinn er hægt og rólega að skiptast upp í efnahags-bandalög þjóða sem stunda viðskipti sín á milli og semja síðan sem ein heild við aðrar þjóðir eða önnur efnahags-bandalög í heiminum. Þessi bandalög eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í Evrópu eru tvö slík bandalög til staðar. Það sem íslendingar tilheyra kallast EFTA og það sem 28 þjóðir eru í kallast Evrópusambandið í dag. Á Íslandi hefur alltaf verið barist gegn betri og sterkari tengslum Íslands við Evrópu af hálfu fólks sem er ekkert nema varðmenn kúgunar og verri lífskjara á Íslandi.
Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn stoppar aðild Íslands að Evrópusambandinu (þáverandi Kola og stálbandalag Evrópu) var það á árunum 1950 til 1960 þegar Framsóknarflokkurinn kom beint í veg fyrir aðildar umsókn Íslands að Evrópubandalaginu á þeim tíma. Síðan þá var málið í dvala til ársins 2009. Baráttan gegn EFTA er gott dæmi um slíkt á Íslandi, þá eins og í baráttunni gegn Evrópusambandinu í dag var talað um verra ástand [einnig hérna] við aðild. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn hafi orðið allt annar. Slíkar fullyrðingar voru einnig hafðar uppi þegar aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu var samþykkt á Alþingi árið 1993. EFTA aðild Íslands með EES samningnum hefur reynst íslendingum afskaplega vel. Enda hefur þetta gengið vel í því umhverfi sem var til staðar fyrir íslendinga að sinna sínum viðskiptum. Heimurinn hefur hinsvegar breyst hratt síðan stofnað var til EES og EFTA. Í dag eru báðir þessir samningar í raun úreltir og þjóna ekki hagsmunum almennings og varla að þeir þjóni hagsmunum fyrirtækja sem starfa innan þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja áhrif sín og tryggja hagsmuni sína. Með því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka eru íslendingar eingöngu að tryggja varanlega fátækt íslensks almennings og fyrirtækja. Enda er ljóst að í núverandi stöðu mun EES samningurinn ekki halda. EFTA aðild Íslands mun ennfremur ekki halda vegna svipaðra ákvæða þar er varða fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. Það er ekki víst að EFTA verði til staðar mikið lengur vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Sviss, en EFTA í dag er ákvæði um frjálst flæði fólks sem Sviss hefur nú hafnað í þjóðaratkvæði. Það kæmi mér ekki á óvart að EFTA einfaldlega hyrfi eftir 5 til 10 ár, jafnvel skemmri tíma ef þannig aðstæður skapast. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa í dag gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í raun að gera íslenskri þjóð gífurlegan óleik með þessari afstöðu sinni. Sá ó-leikur mun verða íslendingum mjög dýr til lengri tíma litið. Enda er hætta á algerri einangrun Íslands ef EFTA og EES hverfa úr samskiptum Íslands við Evrópu.

Það er ljóst að í núverandi stöðu mun hagvöxtur á Íslandi stoppa, hafi hann verið einhver fyrir utan vöxt í einkaneyslu íslendinga. Ljóst er að núna er að koma að mjög erfiðu tímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Tímabil sem mun einkennast af fátækt og miklu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig og þetta er það sem koma skal.