Landsbankinn og ábyrgð á innistæðum

Þegar Landsbankinn varð gjaldþrota árið 2008 þá tryggði íslenska ríkið allar innistæður í þeim banka. Íslendingum fannst þetta sjálfsagt og eðlilegt.

Þegar það kom hinsvegar í ljós að íslenska ríkið var líka ábyrgt fyrir erlendum innistæðum sem Landsbankinn hafði safnað í útibúum sínum erlendis. Þá kom annað hljóð í íslendinga sem fyrir alla muni vildu ekki taka þessa ábyrgðir. Jafnvel þó svo að ríkin Bretland og Holland væru tilbúin að taka á sig hluta skaðans sem varð vegna Landsbankans, svo lengi sem íslendingar borguðu sinn hluta af tjóninu.

Íslendingar hafa hinsvegar kosið að hlaupast undan þessari ábyrgð með ákvörðun Forseta Íslands árið 2010 og 2011. Ástæðan fyrir því að ekki var lokað á Ísland eftir að Icesave II var hafnað er sú staðreynd að nýjar samningaviðræður hófust strax í kjölfarið eftir þá þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef íslendingar hafna Icesave III (eins og líklegt er) þá verður ekkert samið uppá nýtt. Í staðinn verður bara skellt í lás og íslendingar látnir gjalda þess að hlaupa undan ábyrgð sinni á Icesave ábyrgðinni. Það er nefnilega þannig að ákvarðanir hafa afleiðingar.

Íslendingar vildu ekki standa skil á ábyrgðum sínum við erlenda kröfuhafa Landsbankans og skuldadagar koma eftir þjóðaratkvæði um Icesave III. Íslendingar munu því ekki getað kennt neinum um nema sjálfum sér hvernig fer fyrir þeim á næstu árum.

Aðeins um sjálfstæðisflokkinn

Í dag er sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur sem 35% íslendinga mundu kjósa samkvæmt skoðanakönnunum. Þessar tölur eru undarlegar sérstaklega í ljósi þess að sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem ber hvað mesta ábyrgð á því hvernig er komið fyrir íslendingum núna í dag.

Það er alveg ljóst að sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem hefur ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi. Núna á aðeins að draga einn mann úr þeim flokki til ábyrgðar á því efnahagshruni. Sá maður er Geir Haarde. Hinsvegar virðist sá maður sem kom þessu öllu að stað sleppa. Sá maður heitir Davíð Oddsson og er núna ritstjóri á Morgunblaðinu, þar sem hann situr sveittur við að endurskrifa söguna og koma því helst þannig fyrir að engin ábyrgð falli á sjálfstæðisflokkinn. Gildir þá einu hversu miklu hann þarf að ljúga til þess að skrifa þátt sjálfstæðisflokksins útúr efnahagshruninu á Íslandi. Ég minni á að Davíð Oddsson var embættismaður í Seðlabanka Íslands þegar efnahagshrunið átti sér stað, og það er innan við ár síðan hann var rekin þaðan með skömm af ríkisstjórn Samfylkinginar og Vinstri Grænna.

Þrátt fyrir augljóslega glæpastarfsemi sjálfstæðisflokksins á Íslandi undanfarna áratugi. Þá ætla engu að síður 35% íslendinga að kjósa sjálfstæðisflokkinn ef að kosið væri núna.

Ég spyr af fullri alvöru og án þess að hika. Er þetta fólk eitthvað heimskt ?

Ábyrðarlaus sjálfstæðisflokkur

Það er augljóst að sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgðarlaus stjórnmálaflokkur. Á Alþingi neitar sjálfstæðisflokkurinn því að fara í mál við fyrrverandi ráðherra sína vegna afglapa í starfi. Á þann háttinn samþykkir sjálfstæðisflokkurinn í reynd þau vinnubrögð sem viðkomandi ráðherrar höfðu uppi í þegar þeir voru við völd. Ég tek fram að þetta er ekki einugöngu bundið við sjálfstæðisflokkinn. Allar þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið með ráðherra undanfarin ár eru ekki undanskildir frá þessu sama ábyrgðarleysi.

Með því að samþykkja ábyrgðarleysi eins og það sem sjálfstæðisflokkurinn hefur gert þá eru þeir að lýsa sig óhæfa til stjórnarsetu um alla framtíð, eða þangað til að sjálfstæðisflokkurinn tekur ábyrgð á gjörðum sinna ráðherra.

Þeir stjórnmálaflokkar sem samþykktu ábyrgðarleysi og afglöp (og jafnvel glæpsamlega) ráðherra sinna þegar þeir voru við völd eiga ekkert erindi inná Alþingi íslendinga og ég mun persónulega ekki kjósa slíka stjórnmálaflokka í kosningum til Alþingis.

Þörfin fyrir nýja stjórnmálaflokka á Íslandi er orðin mikil. Ég tek það sérstaklega fram að ég mun ekki kjósa þann stjórnmálaflokk sem er á móti ESB aðild Íslands, og ef til þess kemur þá mun ég skila auðu eða neita að mæta á kjörstað ef framboðin verða mér ekki að skapi.

Stjórnmál án ábyrgðar á Íslandi

Alþingi íslendinga hefur fallið á prófinu. Með því að komast að þeirri niðurstöðu að aðeins Geir Haarde ætti bara að fara fyrir Landsdóm en ekki hinir þrír ráðherranir sem voru til umfjöllunar hjá Alþingi núna í dag. Þetta þýðir einfaldlega að Alþingi hefur fallið á ábyrgðarprófinu og eina leiðin núna til þess að lenda fyrir Landsdóm er að sína af sér svo hrikalega vanhæfni og spillingu að annað eins þekkist hvergi í vestrænum ríkjum í dag.

Á Íslandi er rekin stjórnsýsla án ábyrgðar, og það mun verða íslendingum að falli fyrr en síðar.

Það ber að draga Geir Haarde, Davíð Oddsson, Björn Bjarnarson og fleiri fyrir dómstóla

Þetta er ekkert voðalega flókið. Það ber að draga Geir Haarde, Davíð Oddsson, Björn Bjarnarson og fleiri fyrrverandi ráðherra fyrir dómstóla vegna brota þeirra í starfi. Það má vel vera að embættisverk Davíðs séu fyrnd frá því að hann var Forsætisráðherra Íslands. Þetta á hinsvegar ekki við um embættisverk Davíðs Oddssonar í Seðlabanka Íslands, sem hann setti á hausinn með glæpsamlegri vanrækslu sinni og vanhæfni.

Þetta sama á við um mörg embættisverk margra manna í stjórnsýslu Íslands, bæði ráðherra og aðra sem eru lægra settir. Þetta fólk þarf að draga fyrir dómstóla og dæma fyrir brot sín. Það gengur ekki að þetta fólk fái “jail free card” útúr efnahagshruninu á Íslandi.

Yfirlit yfir ný-frjálshyggjuna á Íslandi og hrun hennar

Hérna eru nokkur myndbönd sem sýna hvernig sjálfstæðisflokkurinn hagaði sér fyrir efnahagshrun. Þetta er fortíðin sem sjálfstæðisflokkurinn neitar núna staðfastlega í dag að hafi átt sér stað.


Kosningamyndband sjálfstæðisflokksins árið 2003.


Hannes Hólmstein um íslenska efnahagsundrið árið 2007.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri í Kastljósi from Jón Forseti on Vimeo.

Davíð Oddsson í Kastljósi Rúv fljótlega eftir að íslensku bankanir fóru á hausinn.


Hannes Hómstein í Íslandi í dag. Dagsetning óþekkt.


Útskýrir sig sjálft.

Ég læt þetta duga í bili. Það er reyndar sorglegt hvað það er lítið til af myndböndum á internetinu sem skrá og sýna þátt sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins í efnahagshruninu á Íslandi.

Íslenska krónan ræður ekki við gjaldþrot Landsbankans

Í smáfrétt á Rúv, sem er merkilegri er margur heldur. Í umræddri frétt hjá Rúv kemur fram að íslenska krónan ræður ekki við gjaldþrot Landsbankans. Enda er gjaldþrot Lansbankans 1227 milljarðar, þá án svokallaðra gengisáhrifa. Landsframleiðsla íslendinga er rúmlega 1300 milljarðar fyrir efnahagshrun, í dag er landsframleiðslan eitthvað minni. Hversu miklu munar í dag veit ég ekki ennþá. Hinsvegar eru einnig gengisáhrif sem koma inn í uppgjör á Landsbankanum, þá eru endurheimtur úr þrotabúi Landsbankas 1177 milljarðar. Því er hreint tap vegna krónunar 50 milljarðar samkvæmt þeim tölum sem gefnar eru upp í frétt Rúv.

Íslenska krónan er engu að síður sá gjaldmiðill sem margir íslendingar vilja nota í dag. Þrátt fyrir að þá staðreynd að íslenska krónan mun aldrei jafna sig eftir þetta efnahagshrun sem varð árið 2008. Enda eru tölunar slíkar að um er að ræða þjóðarframleiðslur Íslands í nokkur ár, og er þá bara verið að taka saman gjaldþrot íslensku bankana. Allt annað er þá ótalið og er ennþá í mikilli óvissu um þessar mundir.

Það er alveg ljós að íslendingar þurfa nauðsynlega nýjan gjaldmiðil. Eina leiðin til þess er aðild Íslands að ESB, og þá verður evran tekin upp sem gjaldmiðil á Íslandi eftir nokkur ár.

Frétt Rúv.

Krónan ekki burðug í bankauppgjör

Hvenar munu íslendingar skilja ?

Hvenær munu íslendingar skilja það að núverandi kerfi gengur ekki og mun ekki virka í nútímasamfélagi. Sú samfélagskerð sem íslendingar eru með í dag byggir á ættarkerfi sem núna viðgengst á Íslandi virkar ekki, og hefur aldrei virkað. Enda er niðurstaðan af þessu ættarkerfi mjög einföld, þjóðfélagið er í rúst og núverandi hrun má að einhverju leiti rekja til þessa ættarkerfis sem er á Íslandi.

Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 var bara toppurinn á því rugli sem var komið af stað nokkrum árum áður. Þar sem nokkrar stórar ættir á Íslandi sem hafa alltaf verið við völd á Íslandi misstu sig gjörsamlega í græðginni og tóku allt þjóðfélagið með sér þegar græðgin og peningafíkin sprakk framan í þetta fólk.

Íslendingar verða að skilja sem fyrst að núverandi kerfi virkar ekki og mun aldrei virka. Eins og málin eru að þróast um þessar mundir. Þá munu þessar ættir fá sínu framgengt og íslendingar munu hafna aðild landsins að ESB ef til hennar verður kosið. Allt saman vegna þess að umræddar ættir rekna núna gífurlegan áróður gegn ESB aðild Íslands. Almenningur á Íslandi er almennt séð ekki á móti aðild. Hinsvegar er almenningur á Íslandi hræddur við ættarveldið og gerir því það sem sér er sagt. Þetta sást augljóslega strax eftir hrun þegar óreiðan var sem mest, enda rauk þá stuðningur við ESB aðild Íslands talsvert yfir 60% og hafði aldrei verið hærri síðan kannanir hófst á afstöðu íslendinga til ESB aðildar. Síðan náðu ættirnar sem stjórna og eiga Ísland aftur vopnum sínum, og þá breyttist viðhorfið hjá almenningi á Íslandi um leið

Ef íslendingar losa sig ekki við það ættarkerfi sem ríkir núna á Íslandi. Þá mun verða hérna annað hrun. Það gæti komið eftir tíu ár, eða tuttugu ár, jafnvel þrjátíu ár. Það gæti líka komið á morgun. Hinsvegar er alveg ljóst að nýtt hrun mun koma svo lengi sem að það ættarkerfi sem ég tala um hérna er við lýði á Íslandi. Vegna þess að þetta ættarkerfi veldur spillingu, vanhæfni og lélegri stjórnsýslu.

Við næsta efnahagshrun á Íslandi er ekkert víst að Ísland verði til eftir það sem ríki. Þar sem að svona efnahagshrun eins og það sem varð árið 2008 geta aðeins orðið einu sinni í sögu þjóðar. Ef slíkt gerist aftur á Íslandi. Þá eru allar líkur á því að íslendingar muni tapa sjálfstæði sínu, og að öllum líkindum gangast aftur undir dönsk yfirráð að nýju. Framtíðin mun hinsvegar skera útúr því hvað mun gerast á næstunni. Hinsvegar er ljóst að ef íslendingar breytast ekki, þá mun sagan endurtaka sig á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir alla íslensku þjóðina.

Kostnaðurinn af stjórnsýslu Davíðs Oddssonar

Ef einhver var að velta fyrir sér hversu mikið stjórnsýsla Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar var. Þá er komið svar við þeirri spurningu, svona gróflega áætlað.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að tap útlendinga vegna bankahrunsins á Íslandi verði ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla þjóðarinnar.

[…]

Steingrímur segir að tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggi ekki endanlega fyrir en verði líklegast ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla Íslands. Þá rifjar Steingrímur upp að hrun stóru bankanna þriggja sé sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrota sögunnar. Steingrímur segir að það hljóti að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi.

Steingrímur segir að stærstu tölurnar liggi í töpuðum kröfum vegna þess sem hann kallar gjaldþrot Seðlabanka Íslands, en 192 milljarðar króna hafi verið gjaldfærðir vegna þess. Þá nálgist kostnaður vegna endurfjármögnunar banka og sparisjóða tvo hundruð milljarða króna. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 hafi verið 560 milljarðar króna eða um 43 prósent af landsframleiðslunni en þær hafi farið í tæplega 1200 milljarða í lok árs 2008 eða rúmlega 80 prósent af landsframleiðslunni.

Tekið úr frétt Vísir.is hérna.

Í dag standa þessir menn, sem rústuðu efnahag Íslands með þessum afleiðingum í harðri baráttu gegn ESB aðild Íslands, og í reynd gegn fullnægjandi rannsókn á efnahagshruninu sjálfu og þeirri stjórnsýslu sem var viðhöfð á Íslandi áður en efnaahgshrunið átti sér stað.

Það er alveg ljóst, með þessar upphæðir í huga að hættan á þjóðargjaldþroti Íslands er raunveruleg. Við þjóðargjaldþrot Íslands yrði að herða gjaldeyrishöftin og líklega setja á innflutningshöft á allan innflutning á Íslandi. Slíkt mundi auðvitað þýða sjálfkrafa uppsögn á EES samningum og EFTA aðild Íslands.

Eins og staðan er í dag, þá virðast íslendingar vera tilbúnir til þess að taka þessa áhættu, og taka þar að leiðandi þeim afleiðingum sem þessari áhættu hljótast.

Kenna öðrum um sitt eigið klúður

Afneitun þingmanna sjálfstæðisflokksins tekur á sig margar myndir þessa dagana, og hefur gert það síðan árið 2008 þegar bankanir hrundu. Núna hefur einn þingmanna sjálfstæðisflokksins tekið uppá því að kvarta undan vaxtagreiðslum ríkisstjóð, sem hann tók sjálfur þátt í að skapa. Það er auðvitað köld staðreynd að sjálfstæðismenn neita að viðurkenna þátt sinn í efnahagshruninu, og hruni bankana. Það sem er þó verst, er sú staðreynd eins og gerist hérna er að þeir kvarta undan afleiðingum þeirra eigin ákvarðana og hvað það þýðir fyrir almenning á Íslandi. Sérstaklega þá hrikalegu skuldsetningu sem hefur lent á íslenska ríkinu og almenningi í kjölfarið á efnahagshruninu.

Ef að sjálfstæðisflokkurinn hefði ætlað að taka sig á, þá hefði hann ekki boðið fram til Alþingins í síðustu kosningum. Hvort sem það var til Alþingis eða sveitarstjórnar. Hinsvegar dettur þessum mönnum ekki að skammast sín. Þess í stað reynir þetta fólk að ná aftur völdum á Íslandi með öllum þeim mögulegu skítaaðferðum sem það getur notað, og þá með eins miklu slúðri og lygum og því er mögulegt að nota.

Bloggfærsla Guðlaus Þórs, þar sem hann kann ekki að skammast sín.

Ein króna af hverjum fimm í vexti!