Smá brot úr Rannsóknarskýrslunni

Hérna er smá brot úr Rannsóknarskýrslunni.

Skömmu eftir fall bankanna, í nóvember 2008, fór fram mat á virði eigna
þeirra. Niðurstöður endurmatsins sýndu að virði eignanna eftir niðurfærslu
var tæplega 40% af bókfærðu virði þeirra við fall bankanna. Munurinn svarar
til rúmlega 7.000 milljarða króna.

Blaðsíða 44, 1 Hluti Rannsóknarskýrslunnar.

Sjálfstæðismenn að fara á tauginni í aðdraganda rannsóknarskýrslunar

Núna þegar það er virkilega farið að styttast í rannsóknarskýrsluna. Þá er orðið augljóst að sjálfstæðismenn margir hverjir eru að fara á tauginni. Sérstaklega í ljósi þess að Davíð Oddsson er flúin land, enda er Davíð ekki þekktur fyrir að taka sér frí frá hlutum sem skipta hann verulegu máli. Enda bendir margt til þess að Davíð hafi fengið veður af því sem stendur í rannsóknarskýrslunni og ákveðið að forða sér í kjölfarið. Davíð hefur auðvitað sýnar heimildir innan úr stjórnsýslunni eins og margir fyrrverandi ráðherrar á Íslandi fá.

Þessi taugatitringur er farinn að koma fram á vefnum AMX, þar sem hörðustu aðdáendur og fylgismenn Davíðs gera nú allt sem þeir geta til þess að henda skít og skömm í Samfylkinguna og gera henni upp gjörðir og skoðanir sem mest þeir mega.

Það sem sjálfstæðismenn margir hverjir ættu að spurja sig á næsta sólarhring er þessi hérna spurning. Verður sjálfstæðisflokkurinn til á Þriðjudaginn ? Þessi spurning nær einnig til framsóknarmanna, sem eru í alveg jafn slæmum slíkt og sjálfstæðismenn vegna rannsóknarskýrslunnar.