Flæddi inní kjallara selaseturs á Hvammstanga

Síðastliðna nótt flæddi inn í kjallara selaseturs hérna á Hvammstanga, ég veit ekki hvort að einhverjar skemmdir urðu, en núna síðdegis sýndist mér að væri búið að dæla öllu vatni úr kjallarnaum. En síðasta sólarhring hefur verið mjög mikil rigning í Húnaþingi Vestra og ár eru orðnar mjög vatnsmiklar og áin sem rennur í gegnum Hvammstanga er mórauð vegna vatnsmagns. Von er á meiri rigningu næsta sólarhring.

Látin kona vinnur bæjarstjórnarkosningu í Bandaríkjunum

Kona vann bæjarstjórnarkosningar í smábæ í Bandaríkjunum þann 7 Nóvember, 2006. En hún dó í September, nafn hennar var samt á kosningaseðlinum. Samkvæmt yfirvöldum í þessum smábæ þá vissi fólk að konan hafði dáið í September en kjósendur þessa bæjar voru að koma skilaboðum áleiðis til Republican flokksins í Bandaríkjunum.

Hægt er að lesa meira um þetta hérna.

Internet svartholið Norður Kórea

Í Norður Kóreu er ekkert internet, en Norður Kórea er ekki tengt restinni af heiminum. Þar er aðeins lokað innranet sem er vaktað og ritskoðað og hugsanlega sérstakur aðgangur að internetinu fyrir sérstakt fólk í stjórnkerfi landsins. Annað er það ekki. Almenningur í Norður Kóreu hefur engan aðgang að internetinu og það er algerlega óvíst að fólk þar viti að það sé til.

The New York Times segir svo frá og hægt er að lesa meira um það hérna (innskráningar krafist).

Hundur bjargar eiganda úr eldi, deyr við að bjarga kettinum

Á cnn.com er að finna frétt þar sem sagt er frá því að hundur bjargaði fatlaðri konur úr eldi, sem köttur konunar hafði óvart kveikt. Sérstaklega þjálfaður hundurinn kom með gervifót til konunar og síma, sem hún notaði til þess að hringja í 911 og bjarga sér útúr húsinu. Hundurinn heyrði síðan í ketti konunar, sem var fastur í húsinu og hljóp inn til þess að bjarga honum. En dó við þá tilraun.

Meira um þetta á vef cnn.com hérna.

Búið að selja málefnin.com

Það virðist vera sem svo að það sé búið að selja málefnin.com og það í sumar, hverjir eru kaupendur er ekki ennþá almennilega vitað, enda stendur falcon1 og Cesil í því að afneita öllu saman. Þrátt fyrir yfirhylmandi sönnungarögn um að salan hafi farið fram nú þegar.

Ég hef aðeins tekið þátt í þessari umræðu þarna undir nickinu Dr.Zoidberg, en því miður hafa nokkir óheiðarlegir notendur (þeir kalla sig Deux og Er ekki til) staðið í því að væna mig um að hafa brotist inná þjón málefna í þeim tilgangi að hafa náð í þessa mynd (alvaran.com). Þessi vitleysa hjá þessum mönnum er auðvitað botnlaus og ég er alvarlega að íhuga réttarstöðu mína gagnvart svona óhróðri og lygum gegn mér og mínu nafni. Einnig sem að aðrir óheiðarlegir notendur hafa staðið í því að saka og breiða lygum um eigendur og stjórendur alvaran.com, sem eru með öllu óviðkomandi þetta mál og hafa ekkert með það að gera.

Þess má geta að ég er ekki heima sem stendur og hef því ekki aðgang að tölvunni minni, en ég hef lokað á remote aðgang, öryggisins vegna.

Yfir 300 látnir á eyjunni Jövu eftir flóðbylgju

Samkvæmt fréttum þá hafa yfir 300 manns látist í flóðbylgju sem kom í kjölfarið á jarðskjálfta sem mældist 7.7 á ricther. Einnig samkvæmt fréttum þá var viðvörun gefin út til Java, en yfirvöld sáu ekki tilgang í því að koma henni áfram til staðbundinna yfirvalda, sem hefðu getað rýmt ströndina og nálæg svæði og bjargað fullt af fólki í kjölfarið. Hugsanlegt er að tala látinna fari yfir 400 manns í endan, en margra en ennþá saknað.