Spilling valdhafa á Íslandi

Það virðist vera gífurleg spilling í gangi hérna á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þessi spilling er bæði peningalegs eðlis og valdlegs eðlis. En þetta inniheldur mörg atriði sem ég ætla að reyna að fara yfir hérna. Þetta mál sem er núna í fjölmiðlum virðist eingöngu vera sprottið upp af þeirri staðreynd að ákveðnir ráðamenn á íslandi, bæði núverandi og fyrrverandi voru eitthvað fúlir útí Baug hf. fyrir einhverjum árum síðan. En þetta mál á sér aðdraganda allt til ársins 2001. Þegar hið margfræga bolludags mál fór af stað, en þá virðist það vera sem svo að ekki hafi farið fram raunveruleg umfjöllun um þessa spillingu sem ríkir á Íslandi í dag, og hefur ríkt frá þessum tíma.

Valdhafar á Íslandi hafa komist upp með ýmislegt sem ekki telst boðlegt í öðrum löndum. Íslenskir ráðamenn eru einstaklega snjallir við að sleppa því að svara spurningum. Þeir annaðhvort svara ekki í símann, eða einfaldlega fara bara að tala um annað á blaðamannafundum. Einnig sem ráðamenn á Íslandi eiga það til að týnast þegar óþægileg mál koma upp, fara í frí eða bara einfaldlega svara ekki spurningum frá óþægilegum blaðamönnum sem vinna hjá óþægilegum miðlum.

Þessi hegðun ráðamann hérna á landi er með öllu óþolandi. Það er einnig þannig að ráðherrar á Íslandi þurfa ekki að bera ábyrgð á sínum mistökum, enda komast þeir nánast upp með hvað sem er hérna á landi. Allt frá því að sniðganga Alþingi Íslendinga yfir í það að hylma yfir með fyrirtækjum sem stunda verðsamráð og níðast á viðskiptavinum. Og allt þar á milli.

Þessu verður að linna, enda er þetta hvorki gott fyrir þjóðina eða efnahag Íslands.