Evran og kreppan

Andstæðingar ESB hafa haft uppi mörg orð um Evruna. Þeir hafa verið yfirlýsingaglaðir um evruna, gjarnan slegið því fram að evran muni ekki endast og muni fljótlega hrynja og hætt verði við notkun hennar. Þetta hafa andstæðingar ESB verið að segja frá árinu 1999 eða svo. Andstæðingar ESB og evrunar hafa einnig haldið því fram að evran muni verða verðlaus einn daginn og muni hrynja. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum.

Staðreyndin er að evran og allt evrusvæðið er að koma ágætlega útúr þeim efnahagshremmingum sem ganga núna yfir evrópu. Gengi evrunar hefur eitthvað fallið gangvart dollar og öðrum myntum, en slíkt þarf ekki að koma á óvart. Gengi gjaldmiðla sveiflast alltaf. Það sem skiptir máli er stöðugleiki þess efnahags sem gjaldmiðilinn hvílir á. Efnahagur þeirra ríkja sem taka þátt í evrusamstarfinu er mjög stöðugur, enda eru skilyrðin sem þarf til þess að taka upp evru vísun á efnahagskerfi sem er rekið mjög vel og á skilvirkan hátt. Enda er sú efnahagstefna sem er rekin á evrusvæðinu mjög skynsamleg. Það hefur sýnt sig í þeirri kreppu sem núna gengur yfir heiminn og evru.

Sá samdráttur sem evrusvæðið er núna að fara í, er fyrsti samdrátturinn á evrusvæðinu síðan það varð til. Evrusvæðið hefur verið til í rúm 9 ár núna og aldrei lent í svona samdrætti áður. Þannig þessu munu fylgja margir óþekktir hlutir. Þó mun þó ekki gerast að evran muni hrynja eins og andstæðingar ESB hafa spáð villt og galið síðustu ár.

Verðbólga og vextir hafa verið að lækka á evrusvæðinu síðustu mánuði. Til samanburðar þá hefur verðbólga og vextir verið að hækka hérna á landi, mjög hratt á milli mánaða og þetta veldur því að kaupmáttur skerðist hérna á landi. Einnig sem að verðtryggingin er hrikalegt vandamál hérna á landi og ekki fólki bjóðandi. Með inngöngu Íslands í ESB þá mun fólk hérna á landi losna við verðtrygginguna og vextir munu fara lækkandi hægt og rólega í kjölfarið, það mun einnig gerast með verðbólguna.

Bretar eru í ESB en standa fyrir utan evruna, eins og Danmörk og Svíþjóð. Núna óttast Bretar að Breska pundið muni hrynja ef það verður gert áhlaup á það. Danir eru búnir að átta sig á því að það er mjög kostnaðarsamt að standa fyrir utan evrusvæðið, enda stefna þeir á kosningar um upptöku á evrunni fljótlega. Þannig að það er mjög líklegt að Danska krónan muni hætta að verða til fljótlega. Ég veit ekki hvort að Bretar muni breyta afstöðu sinni til evrunnar og upptöku hennar. Sem stendur þá er staðan þannig að Bretland samdi sérstaklega um það þurfa ekki að taka upp evruna og standa því fyrir utan evru svæðið (15 lönd sem eru með evruna, 16 lönd með evruna eftir 1 Janúar 2009). Svíar finna einnig fyrir því að vera með sænsku krónuna, ég veit þó ekki hvort að stefnt sé að nýrri atkvæðagreiðslu um upptöku evrunar. Svíar eiga að taka upp evruna samkvæmt ESB samningum, þeir hafa þó viljandi ekki uppfyllt skilyrðin til þess þar sem upptaka evru var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma. ESB umber þetta, sem stendur, en hefur sagt að þau muni ekki umbera þessa aðferð hjá öðrum löndum sem eru í ESB.

Fyrir Íslendinga þá er evran lífsnauðsynleg, enda hefur það svo rækilega sannast núna að það er ekkert hald í krónunni, enda er krónan örgjaldmiðill sem stendur á afskaplega litlum efnahag. Slíkt er aldrei góð blanda, eins og sannast hefur í dag. Áður en Ísland getur tekið upp evru þarf fyrst að ganga í ESB og fara inní ERM II samstarfið, sem mun þá festa gengi krónunar við evruna næstu tvö ár að lámarki, eða þangað til að hægt sé að taka upp evruna. Upptak evru fer nefnilega ekki fram fyrr en skilyrðin til þess eru uppfyllt. Eins og staðan er í dag, þá gæti þetta tekið allt að 2 til 5 ár fyrir Íslendinga. Jafnvel lengur, en þetta er mitt mat miðað við stöðuna í dag.

Uppblásin hræðsluáróður andstæðinga ESB er ómarktækur og ekki byggður á rökum. Heldur er hérna um að ræða eiginhagsmunarsemi sem engin skynsemi er í. Það er einnig þannig með fiski-iðnaðinn hérna á landi að hann er ekkert svo voðalega stór ef að hann er skoðaður í dag. Ég sá tölur í fjölmiðlum um daginn að allar tekjur CCP af EVE Online jafnist á við allan fisk útflutning Íslands í dag. Þannig að andstaða sjómanna á ESB er byggð á röngum upplýsingum. Allar líkur eru á því að fiskimenn, eins og aðrir á Íslandi muni græða á því það að Ísland færi í ESB. Þó eingöngu vegna betri aðgengi að mörkuðum hjá þeim ríkjum sem eru innan ESB.

Allur útflutningur til og frá Íslandi yrði tollfrjáls í kjölfarið á inngöngu Íslands í ESB. Samkeppni mundi aukast hérna á landi, réttindi neytandans munu aukast og einnig vöruúrval. Verðlag mun lækka (gerði það í Finnlandi þegar þeir fóru inní ESB og sömu sögu er að segja um fleiri lönd sem hafa gengið inní ESB á síðustu árum) og úrval aukast.

Framtíð Íslands er í ESB. Það er ekkert nema fortíðarþráð að vilja halda sig fyrir utan ESB og vera með ónýta krónu sem gjaldmiðil.

UPDATE 1-UK’s Brown hits back over pound collapse comment
Osborne fears sterling collapse
Sterling takes a pounding
Eurozone tumbles into first-ever recession
Eurozone sinks into recession for first time
Danish c.bank chief says DKK pressure abating -FT
Denmark Pushes for Vote to Adopt Euro
Rejected in 2000, Common Currency Gains Support as Crisis Hits Economy

Tengist frétt: Guðni vill skoða ESB-aðild

Færeyingar nota Danska krónu

Enn og aftur sannar Árni „tæknileg mistök“ Johnsen hversu takmarkað greind hann hefur. Færeyjar nota Danska krónu og hafa gert núna í mörg ár. Enda borgar sig ekki fyrir þá að vera með sinn eigin gjaldmiðil, enda er efnahagur Færeyja mjög lítill og að halda út eigin gjaldmiðli yrði ómögurlegt fyrir þá. Eins og önnur smá ríki í evrópu, þá borgar það sig ekki fyrir Færeyjinga að vera með sinn eigin gjaldmiðil.

Þessi athugasemd Árna „tæknileg mistök“ Johnsen sanna bara hvað það er ótrúlega mikið af heimsku fólki á alþingi þessa stundina. Eitthvað sem verður að laga í næstu kosningum, sem vonandi verða fljótlega.

Tengist frétt: Árni Johnsen vill færeyska krónu

Rangfærslur í útskýringum Símans

Þær útskýringar sem talsmaður Símans gefur í þessari frétt standast ekki. Sérstaklega fyrir þá ástæðu að þetta er í annað skiptið á árinu sem lækkar umrætt 7 daga gagnamagn á árinu. Fyrr á árinu þá lækkaði Síminn þetta gagnamagn úr 50GB niður í 20GB, sem er alveg þolandi þó svo að viðvörunartölvupóstanir geti verið frekar pirrandi.

Kostnaðar útskýring Símans stenst heldur ekki, þar sem að Síminn kaupir ekki bandvíddarmælda tenginu, heldur kaupir hann eingöngu fasta tenginu við FarIce, sem er að hluta til í eigu Símans, Vodafone og Íslenska ríkisins. Þessir aðilar kaupa síðan sjálfir aðgang í Bretlandi, ekki gagnamældan. Heldur er um að ræða heildsölukaup þar sem keyptur er ákveðin hraði á ákveðnu verði. Gagnamæling er ekki til í dæminu, enda yrði Síminn aðhlátursefni ef að þeir væru að kaupa bandvíddarmælda tengingu.

Fyrir þá sem halda að þetta lendi bara á stórnotendum ættu að hugsa sig betur um. Venjulegur notandi þarf bara að skoða internetið fyrir 2GB á dag í 5 daga til þess að komast í 10GB takmörkunina. Þetta er frekar einfalt, sérstaklega með margmiðlunaröflugt internet dagsins í dag (Youtube, flash leikir og allt þetta). Sé tölvuleikjanotkun bætt ofan á þetta, þá tekur jafnvel ennþá styttri tíma að komast uppí þessa takmörkun, enda margir tölvuleikir sem eru uppfærðir með p2p og öðru slíku.

Vegna þess hvernig Síminn hefur komið fram við mig sem viðskiptavin (illa), þá ætla ég að færa mig yfir til annars fjarskiptafyrirtækis. Ég sem viðskiptavinur læt ekki bjóða mér hvað sem er.

Tengist frétt: Síminn hægir á niðurhali stórnotenda

Stjórnvöld eyðilögðu bankakerfið á Íslandi

Ég hef verið að fara yfir mistök sem ríkisstjórnin hefur gert í kjölfarið á bankakreppunni hérna á landi. Ég er ekki hagfræðingur, eina hagfræðin sem ég hef er að komast af yfir mánuðin með þær tekjur sem ég er með. Helst að ná að spara eitthvað einnig.

Þetta er ekki heildaryfirlit, enda mun slíkt taka nokkra mánuði í vinnslu. Þetta hérna er bara listi yfir helstu mistök að mínu mati sem ríkisstjórnin hefur gert. Þetta er einnig bara frumathugun sem ég hef framkvæmt, ekki endanlegt yfirlit. Slíkt er ekki væntanlegt fyrr en eftir langan tíma.

Gerviyfirtaka bankanna

Það er búið að vera segja almenningi á Íslandi að bankanir hafi verið ríkisvæddir. Það er ekki svo, þeir voru einfaldlega keyrðir í þrot og síðan voru nýjir bankar stofnaðir í kringum eignir bankana sem voru keyrðir í þrot. Fyrsta aðferðarfræðin var rétt, þegar ríkið yfirtók Glitnir með því að kaupa hlutafa út, hefði átt að framkvæma 100% yfirtöku, en ekki 75% yfirtöku eins og gert var. Sú aðferðarfræði sem var notuð á hina tvo bankana og á endanum á Glitni skilaði ekki neinu, nema meiriháttar veseni yfir þjóðina, enda voru gömlu bankanir keyrðir í þrot af ríkinu. Í mínum bókum getur þetta ekki verið góð hagfræði.

Upphaflegu bankanir voru settir í þrot, það hefur skilað því að núna eru sendinefndir og lögfræðingar kröfuhafa að reyna redda því sem reddað verður úr bönkunum. Mér þykir líklegt að ef að ríkið hefði tekið bankana yfir á eðlilegum nótum og ekki keyrt þá í þrot, þá er líklegt að staðan væri allt önnur hérna á landi. Ísland kannski í vandræðum með gjaldeyrisviðskipi og önnur minni vandamál, en annað væri það ekki að mínu. Vegna þess að ef að bankanir hefðu ekki verið keyrðir í þrot, þá hefði verið hægt að vefja ofan af eignarsöfnum þeirra á eðlilegan hátt og fá sæmilegt verð, jafnvel bíða og selja þegar markaðir væru farnir að hækka örlítið aftur.

Þess í stað þá eru eignir bankanna á brunaútsölu {tap uppá milljarða} og ríkið með margra milljarða evru {pund} kröfur á sig þessa stundina og efnahagur landsins er svo gott sem ónýtur. Gjaldeyrisviðskiptin eru svo gott sem ekki nein og krónan er ekki nothæf í gjaldeyrisviðskiptum þessa stundina.

Einnig ef að ríkið hefði tekið yfir bankana á eðlilegan hátt, eins og gert hefur verið í ríkjunum í kringum okkur. Þá hefði verið hægt að vefja ofan af krónubréfa fjallinu sem er núna til staðar, á nokkuð eðlilegan hátt. Þess í stað þá eru krónubréfin og annað slíkt í uppnámi núna með gífulegum vandræðum fyrir ríkið. Þetta er atriði sem er líklegt til þess að auka talsvert á skuldir ríkissjóðs, þegar farið verður að vinda ofan af því eftir því sem kröfunar koma inná borð þeirra sem sjá um þrotabú bankanna.

Sú aðferðarfræði sem notuð var hérna á landi skilaði ekki neinu, nema skuldum, vandræðum með verslun og öðru slíku. Með því að setja bankana í þrot, eins og ríkisstjórnin gerði. Þá var gulltryggt að efnahagur Íslands mundi fara niður með þeim í leiðinni. Ef að ríkið hefði bara tekið yfir bankana á eðlilegan hátt og haldið þeim í gangandi, þá hefði sú staða sem er komin upp í dag líklega ekki gerst.

Ríkið hefði átt að taka yfir bankana og halda þeim í rekstri, sérstaklega erlendum útibúum þeirra svo að hægt hefði verið að vefja ofan af þeim á eðlilegan hátt. Helst að selja þau sem fyrst og koma þeim útúr eignarsafni bankana. Hvort sem þau dótturfyrirtæki eða útibú.

Vanhæfni og meiri vanhæfni

Ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki Íslands hafa sýnt það með verkum sínum að þau eru gjörsamlega vanhæf til þess að takast á við þann vanda sem upp er komin. Klúður ríkissins og Seðlabankans með bankana er bara byrjunin á þessu, þetta endar ekki þar. Eins og staðan er í dag, þá eru litlar sem engar líkur að ríkið geti leyst núverandi kröfur án þess að til komi stórar lántökur frá IMF og nágrannalöndum okkar. Því miður verður að taka þessi lán, svo að hægt sé að greiða úr kröfum einhverra kröfuhafa í þrotabú bankanna.

Augljóst er að ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn hunsuðu viðvaranir, þangað til að það var orðið of seint. Fullyrðingar Seðlabankastjóra um annað eru ekkert nema hrein og bein lygi, eins og komið hefur berlega í ljós.

Núverandi ástand skrifast á ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, síðan á Sjálfstæðisflokkin núna undir það síðasta. Samfylkingin tók við afar slæmu búi eftir síðustu kosningar, sá flokkur er í afskaplega vandræðalegri stöðu um þessar mundir.

Læt þetta duga í bili.

Gjaldeyrisviðskipti svo gott sem lömuð

Yfirlýsing Forsætisráðherra er gjörsamlega ótæk, enda hafa verið að berast af því fréttir að gjaldeyrisviðskipti hérna á landi eru svo gott sem lömuð. Hvorki fólk eða fyrirtæki fá ekki gjaldeyri til þess að sinna sínum viðskiptum.

Að virkja ekki gjaldeyrisskiptasamninga á þessum tíma er ekkert nema ábyrgðarleysi og sönnun þess að maðurinn er gjörsamlega ófær um að taka skynsamar ákvarðanir um framtíð landsins og hag þeirra sem byggja það. Það er allavegana augljóst að Forsætisráðherra hefur ekki hag þjóðarinnar að leiðarljósi þegar hann vill ekki virkja gjaldeyrisskiptasamninga við Norðurlöndin.

Tengist frétt: Gjaldeyrisskiptasamningar virkjaðir er þörf krefur

Bakkabræður Geir og Davíð

Það er hræðilegt ástandið sem bakkabræður Geir og Davíð hafa komið þjóðinni í. Í þessum tvíleik þeirra, þá er augljóst að það er Davíð sem ræður för. Það sást greinilega í Kastljósinu í gær. Ekki tel ég slíkt til gæfulegra hluta, enda tala verk þessara manna af vanhæfni útí gegn og skilningsleysi á ástandinu.

Ég hvet Samfylkinguna að slíta og jarða ríkisstjórnarsamstarfið nú þegar. Þar sem að núverandi ástand er óþolandi með öllu. Íslenska þjóðin er þessa stundina að verða gjaldþrota, í þetta skiptið allt vegna vanhæfni tveggja manna sem skilja ekki það sem þeir standa frammi fyrir.

Íslenska efnahagshrunið

Morgundagurinn verður svartur og rauður fyrir efnahag þjóðarinnar. Enda er ekki vona á öðru nema að Íslenska fjármálakerfið hrynji með öllu, sérstaklega þó bankanir (Kaupþing og Landsbankinn) sem eru í versta skítnum. Ég veit ekki hvernig mun fara fyrir öðrum fjármálastofnunum, en aðstæður þeirra geta ekki verið góðar um þessar mundir.

Hrunið sem ég reikna með stafar útaf þessari hérna yfirlýsingu frá Forsætisráðherra Íslands.

Ekki þörf á aðgerðarpakka

Einmitt, ekki þörf á aðgerðarpakka. Það er þörf á aðgerðarpakka í þessu ástandi sem ríkir núna á Íslensku fjármálamarkaði, enda ætti það að segja sig sjálf að þarf að gera eitthvað. Að gera ekki neitt er versta ákvörðunin af þeim öllum, af mörgum slæmum ákvörðunum. Þá ákvað Forsætisráðherran að fara verstu leiðina af þeim öllum, hann valdi að gera ekki neitt.

Kreppan sem núna ríkir hefur verið að fella fyrirtæki sem eru margfalt stærri heldur en Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn til samans. Það er aðeins draumsýn að trúa því að þessi fyrirtæki muni standa þessa kreppu af sér eins og þau eru í dag, þó svo að einhverjar erlendar eignir verði seldar og fjármagn fært til Íslands. Það er bara einfaldlega ekki nóg, það er eins og að skvetta tveim fötum af vatni á stóran eld. Slekkur örlítið horn af eldinum, en slekkur ekki allan eldinn.

Íslendingar þurfa eitthvað meira, enda er staðan þannig í dag að Seðlabanki Íslands er rúin trausti inn að steypu og gott betur. Enda situr þar maður að nafni Davíð Oddsson þar við stjórnvölin og hann er gjörsamlega óhæfur til þess að sitja þarna. Enda ekki með neina þekkingu á fjármálamörkuðum og peningum, enda er maðurinn menntaður lögfræðingur, ekki hagfræðingur. Þessi skortur á trausti veldur því að erlendir Seðlabankar lána Íslenska seðlabankanum ekki peninga til þess að styrkja innviði Íslensks fjármálakerfis.

Íslendingar hafa einnig þörf á stærri markaði til þess að styrkja innviði fjármálakerfsins á Íslandi. Þessi dvergkróna okkar gengur ekki öllu lengur, allri þjóðinni blæðir fyrir hana. Bæði með hærri vöxtum, hærra matarverði, og fleiri hlutum sem eru hærri hérna á landi heldur en þeir þurfa að vera. Þessa lausn er að finna í EB (ESB). Þetta er ekki nein töfralausn, en til langstíma þá mun innganga í EB koma í veg fyrir gífurlegar sveiflur í hagkerfinu og koma í veg fyrir gjaldeyriskreppur og annan slíkan óföguð í framtíðinni. Sérstaklega ef Íslendingar taka upp Euro, enda er það bara hrein geðveiki að ætla sér að halda úti gjaldmiðli fyrir svona lítið hagkerfi eins og Ísland er í raun.

Sjálfstæðisarmur ríkisstjórnarinnar er greinilega gjörsamlega vanhæfur til þess að taka á vandanum. Samfylkingin á að slíta samstarfi við þá nú þegar. Ef ekkert verður af gert, þá að verður skaðinn af þessu aðgerðarleysi mun verri til langs tíma heldur en þarf að vera. Kostnaðurinn við að hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn gæti orðið stjarnfræðilegur. Það hreinlega gæti orðið ódýrara að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga. Af öllum slæmum kostnum, þá er þessi líklega skástur.

Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gæti boðað þetta á næstu mánuðum.

* Vöruskort
* Gjaldeyrisskort (nú þegar farið að bera á því)
* Mjög hárri verðbóglu, langt yfir 60%
* Greiðsluþorti þúsunda Íslendinga og þúsunda fyrirtækja.
* Annars drasl sem ég hef ekki hugmyndaflug til þess að spá fyrir um.

Það verður að gera eitthvað, það aðgerðarleysi sem boðað er mun skaðlegra heldur en hitt. Ég bara óttast að á morgun muni allt endanlega fara til helvítis hérna á landi og mun gjaldeyrisskortur verða alger í kjölfarið sem dæmi.

Euro á 500 kr eða hærra hljómar ekki vel í mínum eyrum.

Ég vona það besta á morgun, en ég er ekkert of bjartsýnn.

Þessi grein er skrifuð út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í fjölmiðlum landsins.

Síminn hækkar verðskrá sína – í 3 skiptið á árinu

Síminn hf hefur ákveðið að hækka verðskrá sína í 3 skiptið á þessu ári. Fyrri hækkanir áttu sér stað í Janúar, Júní og núna í September. Verðskráin hjá þeim hækkar núna í kringum 4% (eins og í síðustu tvö skipti), þær afsakanir sem notaðar eru þær sömu og í fyrri skiptin. Gengi krónunnar, launaskrið osfrv. Allt þetta mun ekki standast nánari skoðun að mínu mati. Ennfremur er augljóst að Síminn er að auka verðbólguþrýsting á Íslandi með þessum hækkunum hjá sér.

Hérna er tilkynning Símans um hækkanir.

Verðhækkun hjá Símanum

Nokkrar hækkanir verða á verðskrá Símans þann 15. september næstkomandi.
Meðaláhrif til hækkunar á símreikninga einstaklinga og fyrirtækja er um 4%.
Ástæður verðbreytinga nú eru kostnaðarhækkanir í rekstri sem tengjast meðal
annars launaskriði og breytingum á gengi íslensku krónunnar. Á undanförnum
mánuðum hefur verið unnið að því að útvíkka sparnaðarleiðir Símans, meðal
annars með því að fjölga svokölluðum vinum í Frelsi og GSM áskrift ásamt
fjölskylduleið sem býður 0 kr. GSM í GSM og 0 kr. í heimasímann. Þá hefur
sparnaðarleið Símans „Þú í útlöndum“ verið útvíkkuð svo hún nær nú til
allra viðskiptavina Símans í GSM áskrift.

Hérna síðan tafla með verði sem sýnir hækkanir á verðskrá Símans.

Hvað kostar olíutunnan olíufélögin ?

Ég var að spá í hvað olíutunnan kostaði olíufélögin hérna á landi, í ljósi mjög svo undarlegrar verðmyndanna hjá þeim á olíu og bensíni hérna á landi. Þrátt fyrir að olían hafi lækkað niður í rúmlega $123 dollar um daginn, þá varð lækkunin hérna á landi svo gott sem engin. Þetta þýðir auðvitað að olíufélögin hérna á landi eru að svindla og svíkja neytendur um þær lækkanir sem hafa orðið á olíuverði. Um daginn þá sagði einn forstjóri olíufélaganna að olíuverð hérna á landi myndi alltaf endurspeglast í verði hérna á landi, þetta virðist vera ekkert nema hreinræktuð lygi hjá honum. Þar sem að ef þetta væri rétt þá hefði bensín og olíuverð lækkað hérna á landi samfara lækkunni erlendis. Ekkert slíkt hefur gerst.

Í dag (29 Júlí 2008) kostar olíutunnan $126.02 í London. Er líklega eitthvað lægra í New York, en ég hef það verð ekki sem stendur.
Í dag er dollarinn 80,38 kr á miðgengi. Þannig að þá lítur reikningsdæmið svona út, 126.02 x 80.38 = 10129 kr á olíutunnuna. Þarna er ekki tekið tillit til vsk, tolla og annara gjalda sem ríkið leggur á umrædda olíutunnu. Það gæti hækkað verðið örlítið frá þessu sem ég set hérna fram. Þrátt fyrir það þá er það staðreynd að olíu og bensínverð hérna á landi er alltof hátt miðað við heimsmarkaðsverð.

Þess er skemmst að minnast að þegar Olís hækkaði verð um 6 krónur í liðinni viku sagði Samúel í samtali við mbl.is: „Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við breytingar á heimsmarkaði.“ Þá hafði heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um 85 dali á tonnið að sögn Samúels.(mbl.is)

Gildir þetta bara þegar olían hækkar í verði ?

Tengist frétt: Eldsneytisverð hækkar