Bóndi á móti almenningi III

Það er ekki að spurja að bóndanum á Alþingi. Hann er ennþá að vinna gegn hagsmunum almennings á Íslandi. Núna er hann að vinna í því að reyna tefja aðildarumsókn Íslands að ESB eins lengi og hægt er, núna í samvinnu við sjálfstæðisflokkinn og andstæðinga ESB sem þá er að finna á Alþingi.

Þessi þingsályktunartillaga bóndans (VG) og sjálfstæðisflokksins gengur útá það að halda tvöfalt þjóðaratkvæði um ESB, eitt þjóðaratkvæði um umsóknina og síðan annað um samninginn. Það þarf ennfremur ekki að kjósa hvort að það eigi að fara í aðildarviðræður, það er ákvörðun Alþingis gefa heimild fyrir slíkum samningaviðræðum, og síðan er það þjóðarinnar að samþykkja eða hafna aðildarsamingi þegar hann liggur fyrir. Enda er þá hægt að ræða málið út frá þeim grundvelli og innihaldi aðildarsamnings við ESB.

Þetta er ekkert nema ósvífin tilraun til þess að koma í veg fyrir aðildarviðræður við ESB, eins og þær leggja sig. Slíkt er auðvitað óþolandi, þegar haft er í huga að komið hefur verið í veg fyrir aðildarumsókn að ESB frá árinu 1994, eða frá þeim tíma þegar Ísland gekk í EES.

Úr frétt Fréttablaðsins.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu.

Þarna sést vel hvar hollusta Ásmundar liggur, og hún er ekki við almenning á Íslandi og réttindi hans til þess að fá að taka ákvörðun um tilbúinn aðildarsamning ESB, til samþykktar eða höfnunar.

Ásmundur virðist vera lýðskrumari mikill. Störf hans hingað til lofa ekki góðu upp á framtíðina að gera. Það er mín skoðun, og ólíklegt að hún breytist á næstunni.

Tengist frétt Fréttablaðsins.

Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn

The EESC, a key partner in Enlargement!

http://eesc.europa.eu
Since the very beginning, the EESC has worked closely with the new member states, strengthening civil society and democracy, helping the transition to an enlarged Europe. Today, 5 years after the accession of 10 new EU Member States, and later Bulgaria and Romania, the Committee’s current tally of 344 members represent Europe’s societal and economic realities like no other. This strength is crucial in order to build a united Europe. In this video clip, we will hear the new members’ voices. What has the EU brought to their countries? What are their dreams? The European Economic and Social Committee: a key partner in the enlargement. A unique place to shape tomorrow’s Europe.

35 lagakaflar ESB sem Íslendingar þurfa að taka upp í aðildarviðræðum við ESB

Í aðildarviðræðum við ESB þurfa Íslendingar að taka upp lög ESB. Flest af þessum lögum hafa Íslendingar nú þegar tekið upp í gegnum EES samninginn. Þó eru þeir ESB lagakaflar eftir sem ekki eru hluti af EES samningum.

Þetta eru 35 lagakaflar, og hérna eru þeir samkvæmt vefsíðu ESB um aðildarviðræður.

The mandate and the framework

Following the unanimous decision of the Council to set a negotiating mandate, accession negotiations may be opened between the candidate and all the Member States. For each candidate country, the EU sets a negotiating framework, which establishes the general guidelines for the accession negotiations. Using the instrument of Accession Partnerships it also identifies the reforms and adaptations that the candidate country must undertake in order to join the European Union.

Negotiations take place between the EU Member States and candidate countries, at the level of ministers and ambassadors. They focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and enforcement of all the EU rules already in force. These rules (also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. […]

The chapters of the acquis

1. Free movement of goods
2. Freedom of movement for workers
3. Right of establishment and freedom to provide services
4. Free movement of capital
5. Public procurement
6. Company law
7. Intellectual property law
8. Competition policy
9. Financial services
10. Information society and media
11. Agriculture
12. Food safety, veterinary and phytosanitary policy
13. Fisheries
14. Transport policy
15. Energy
16. Taxation
17. Economic and monetary policy
18. Statistics
19. Social policy and employment
20. Enterprise and industrial policy
21. Trans-European Networks
22. Regional policy and coordination of structural instruments
23. Judiciary and fundamental rights
24. Justice, freedom and security
25. Science and research
26. Education and culture
27. Environment
28. Consumer and health protection
29. Customs union
30. External relations
31. Foreign, security, defence policy
32. Financial control
33. Financial + budgetary provisions
34. Institutions
35. Other issues

[…]

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu ESB um stækkunarferlið.

Stjórnarþingmaður tefur aðildarumsókn að ESB viljandi

Það er mjög alvarlegt í mínum huga að þingmenn skuli viljandi vera að tefja málin á nefndum Alþingis. Sérstaklega þegar viðkomandi töf er gerð á jafn viljandi hátt og raun ber vitni. Ég á hérna við forkastanlegt útspil þingmanns Vinstri Grænna, hana Guðfríði Lilju Gestsdóttir sem hagar sér eins og smákrakki í frekjukasti. Þetta er einnig afskaplega lélegt af henni að gera þetta, þar sem hún hafði allan Júní til þess að koma fram með spurninguna um kostað vegna aðilarviðræðna. Það er alveg augljóst að Guðfríður þurfti ekki að bíða fram á síðustu stundu til þess að koma fram með þessa spurningu.

Þetta eru auðvitað ekkert nema skemmdarverk á meðförum málsins hjá Utanríkismálanefnd, sérstaklega hönnuð til þess að tefja málið eins lengi og hægt er. Slík hegðun er ekkert nema óheiðarleiki að mínu mati, enda finnst mér afskaplega ólíklegt að Guðfríður geti rökstutt sína afstöðu með nokkru móti. Enda er hérna ekkert nema yfirveguð tilraun til þess að koma í veg fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB, með því að tryggja að málið komist ekki á dagskrá Alþingis fyrir sumarfrí.

Það má efast um hæfni Guðfríði Lilju sem þingsmanns, miðað við hegðun hennar. Þessi hegðun hennar í kvöld bendir til þess að Guðfríður Lilja hafi ekki mikla virðingu fyrir lýðræðinu á Íslandi.

Tengist fréttum.

Fundi utanríkismálanefndar aflýst eftir kröfu Guðfríðar Lilju

Tvöfalt þjóðaratkvæði um ESB er tómt bull!

Sú krafa að hafa tvær þjóðaratkvæðagreiðslur er ekkert nema ófyrirleitin leið andstæðinga ESB til þess að koma í veg fyrir upplýsta umræðu um ESB á Íslandi. Þegar talað er um tvöfalda þjóðartkvæðagreiðslu um aðild að ESB, þá er í raun ekki verið að gera neitt nema að tefja og þæfa umræðuna.
Þetta er sú aðferðarfræði sem andstæðingar ESB hafa tileinkað sér, þeir vilja nefnilega hafa það af þjóðinni að fá að kjósa um það hvort að Íslendingar ganga í ESB á grundvelli aðildarsamnings, sem hægt er að lesa og fjalla um í fjölmiðlum, og í þjóðfélaginu.

Þetta er það sem sjálfstæðisflokkurinn (sérhagsmunapot á móti ESB) og framsóknarflokkurinn (sem þykist styðja aðild Íslands að ESB) vilja að verði gert á Íslandi. Koma í veg fyrir alvöru aðildarsamning og kosningu á grundvelli hans. Vinstri Grænir hafa sem betur fer breytt afstöðu sinni, þannig að núna fara þeir ekki fram á tvöfalt þjóðaratkvæði. Því miður eru Vinstri Grænir ennþá svo þröngsýnir að þeir eru á móti ESB og aðild Íslands að ESB.

Orð Bjarna, formanns sjálfstæðisflokksins. Úr frétt Morgunblaðsins.

Að sögn Bjarna var á fundinum hreyft við ólíkum áherslum flokkanna til málsins en enn sé óljóst hvernig málum lykti í meðförum nefndarinnar.

„Við ítrekuðum fyrri afstöðu okkar og ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að rétt væri að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja ætti aðildarviðræður og eins að ekki komi annað til greina en að þjóðin eigi síðasta orðið í málinu.“

Tengist frétt.

Fundað fram á kvöld um ESB

Bóndi gegn almenningi á Íslandi

Það er ekki að spurja af fíflaganginum á Alþingi þessa daga. Núna síðast þá hagar einn þingmaður Vinstri Grænna sér eins og bjáni og segir að það sé best að standa fyrir utan ESB. Jafnvel þó svo að viðkomandi geti ekki með nokkru móti fært trúverðug rök fyrir þeirri skoðun sinni. Sama gildir svo sem um aðra andstæðinga ESB. Ef þjarmað er af þeim, þá kemur í ljós að hin meintu mótrök þeirra gegn aðild að ESB eru ekkert nema innantóm þvæla, með slettum af hræðsluáróðri inn á milli.

Umræddur þingmaður Vinstri Grænna heitir Ásmundur Einar Daðason, er bóndi og veit ekki einu sinni hvað ESB stendur fyrir, hvað það gerir fyrir Evrópubúa og bændur í Evrópu. Ég mæli með því að Ásmundur hringi í Sænsku Bændasamtökin og athugi afhverju þau studdu inngöngu Svíþjóðs í ESB á sínum tíma. Svarið mundi kannski fá hann til þess að skipta um skoðun á ESB.

Hinsvegar reikna ég ekki með því að það gerist, enda ekki stíll bjána að skipta um skoðun, eða rannsaka málin og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Þeir frekar vilja handa í sína eigin fáfræði, jafnvel þó svo að kosti þá húsið, efnahaginn og skynsemina.

Frétt mbl.is um þetta mál.

Hvatti þingheim við að slá ESB út af borðinu

ESB stjórnar ekki auðlindum aðildarríkjanna

Það trúa því margir að ESB stjórni auðlindum aðildarríkjanna. Þetta er kolrangt og hver sá sem heldur þessu fram er einfaldlega að ljúga. Svo að þetta sé haft einfalt og þægilegt. Sendiherra ESB gagnvart Íslandi og Noregi (EES samningurinn) útskýrir þetta mál mjög vel í nýlegri bloggfærslu um málið, en hann hafði fengið spurningu frá Íslendingi varðandi þetta mál.

Hægt er að lesa bloggfærslu Sendiherrans með því að smella á slóðina hérna fyrir neðan.

Does the EU control the natural resources of its member states?

Íslenska þjóðin er búin að bíða nógu lengi

Það er alveg merkilegt með andstæðinga ESB. Þeir vilja bíða, þetta hérna er nýjasta afsökunin hjá þingmönnum VG fyrir ESB andstöðunni.

Þuríður er einn þeirra fimm þingmanna flokksins, sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja tillögu um umsókn að Evrópusambandinu.
Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að utanríkisráðherra muni innan skamms leggja fram þingsályktunartillögu um aðild að ESB. Stefnt skuli að því að sækja um í júlí.

En Þuríður vill heldur bíða þangað til úr rætist í efnahagsmálum. Það taki vonandi ekki mikið meira en tvö ár.

Tekið úr frétt Vísir.is um afstöðu VG.

Íslenska þjóðin er búin að bíða nógu lengi varðandi ESB spurninguna. Það er kominn tími til þess að henni verði svarað og fornaldarmenn og konur eiga ekki að koma í veg fyrir slíkt með óheiðarlegum aðferðum eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Íslenska þjóðin á rétt því að vita hvað er í boði við inngöngu í ESB, síðan er það lýðræðislegur réttur þjóðinnar að taka afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir og annað hvort samþykkja aðildarsamningin eða hafna honum.

Upplýsingar um aðildarviðræður við ESB

Ég ætla að skrifa það sem ég get um aðildarviðræður Íslands við ESB, þegar þar að kemur. Ég ætla að hafa þessar færslur eins upplýsandi og hægt er.

Fyrsta mál á dagskrá í aðildarviðræðum er að sjá hvaða málaflokkar Íslendingar eru búnir að taka alveg upp í gegnum EES samninginn, en um þá málaflokka þarf ekki að semja í aðildarviðræðum við ESB. Þar sem það er nú þegar búið að uppfylla þá í gengum EES samninginn. Í aðildarviðræðum við ESB þarf Ísland að uppfylla 35 málaflokka og taka upp lög ESB í þeim.

Ég mun fjalla nánar um þessa málaflokka og fleira þegar þar að kemur. Þangað til bendi ég fólki á stækkunarvefsíðu ESB, sem er uppfull af upplýsingum um það ferli sem tekur við þegar ríki sækir um aðild að ESB.

Stækkunarvefsíða ESB.