Ríkið á að losa sig við kirkjuna

Hin Íslenska ríkiskirkja kostar alla Íslendinga rúmlega 5 milljarða á ári, en þetta er sá peningur ríkiskirkjan fær á ári hverju frá Íslenska ríkinu. Ofan á þessa tölu bætast síðan við ýmissleg gjöld sem prestar ríkiskirkjunar rukka fyrir hina ýmsu þjónustu.

Íslenska ríkið þarf að spara stórar fjárhæðir á næstu árum. Ég mæli með því að tækifærið verði notað núna og ríkiskirkjan tekin af fjárlögum og ríki og kirkja aðskilin í eitt skipti fyrir öll. Enda er mjög óeðlilegt að kirkjan skuli njóta verndar ríkisins umfram önnur trúarbrögð.

Ríkið á að losa sig við kirkjuna og spara þannig 5 milljarða á ári.

Óvinsælar ákvarðanir

Það eru margir brjálaðir yfir skattahækkunum dagsins í dag. Viðkomandi væri að nær að staldra við og hugsa málið, og athuga afhverju Ísland er komið í þessa stöðu sem við erum í dag. Þetta er engin tilviljun og þetta er alls ekki neitt slys að ástandið skuli vera svona í dag. Þetta er allt saman vegna þess að sú hugmyndafræði sem var rekin á Íslandi eftir árið 1995 hrundi til grunna, og flokkanir sem stóðu að þessari hugmyndafræði hafa ekki viljað taka ábyrgð á sínum eigin verkum. Almenningur lét annan þessara flokka taka ábyrgð á verkum sínum í Alþingiskosningum, það er bara hinsvegar ekki nóg.

Staðan í dag er grafalvarleg. Það hefur komið fram að Íslenska ríkið skuldar í dag rúmlega 1400 milljarða, landsframleiðslan hefur verið 1300 milljarðar undanfarin ár. Væntanlega er landsframleiðslan eitthvað minni núna en undanfarið. Íslenska ríkið skuldar því margfalt meira núna en sem nemur landsframleiðslunni. Eitthvað af þessum skuldum mun hverfa þegar bankamálin verða leyst og lánin frá IMF verða endurgreidd, sem og önnur gjaldeyrislán sem Seðlabanki Íslands hefur tekið.

Síðustu ár hefur verið rekin lágskattastefna á Íslandi, fyrir hina tekjuháu. Hinn almenni borgari hefur hinsvegar þurft að sæta miklum skattahækkunum af hendi sjálfstæðisflokks og framsóknarflokksins, samkvæmt OECD þá er skattahlutfallið á Íslandi það langhægsta innan OECD landana. Þessar skattahækkanir voru í boði sjálfstæðis og framsóknarflokksins, á sama tíma hefur verið dregið úr skattheimtu á hina tekjuhærri í þjóðfélaginu og fyrirtæki.

Á næstunni þarf að taka margar óvinsælar ákvarðanir. Því miður eru tímanir þannig að það er ekki hægt að gera neitt annað.

Fólk á að senda sökina þangað sem hún á heima, til sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Þetta er þeirra sök, núna þurfa aðrir að þrífa til og endurbyggja upp úr rústunum sem þeir skyldu eftir sig.

Áður en fólk missir sig, þá veit ég alveg að Samfylkingin var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum. Í heila 18 mánuði, sem breytir ekki miklu miðað við að undanfarin að hruninu var í raun 17 ár rúmlega og þær ákvarðanir sem voru teknar á því tímabili.

Fjármál ESB, upplýsingar

Fréttvefsíða BBC hefur tekið saman hvert hvernig fjármagn ESB er notað á ársgrundvelli. Þessar upplýsingar eru settar fram á skilgreinilegan og einfaldan hátt. Þessar tölur eru frá árinu 2007.

EU budget

Íslenskur landbúnaður og ESB

Það hafa verið undarlegar greinanar í Bændablaðinu undanfarið um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Þær fullyrðingar sem þar er að finna ganga útá þá að innganga Íslands í ESB muni leggja Íslenskan landbúnað í rúst. Ekkert gæti verið fær sannleikanum að mínu mati. Þau ríki sem hafa gengið hafa í ESB hafa séð breytingar á landbúnaði, þessar breytingar hafa verið til góðs. Enda hefur landbúnaður í þessum ríkjum styrkst hægt og rólega. Þessi styrking á rætur sínar að rekja til þess að markaðsaðstæður og rekstraraðstæður bænda stórbatna við inngöngu í ESB.

Íslenskir bændur, lokaðir innan tollmúra

Íslenskir bændur hafa í gengum árin kvartað mikið yfir því að getað ekki markaðsett vörur sínar erlendis eins og þeir gjarnan hafa viljað. Skortur á markaði nær bæði til Evrópu og Bandaríkjanna, enda er erfitt að komast inn á þessa markaði vegna tolla og heilbrigðissjónarmiða sem ríki hafa uppi þegar það kemur að landbúnaðarvörum. Í dag er Ísland hluti af EES samstarfinu. Það þýðir að Íslendingar hafa aðgang að innri markaði ESB, ásamt því að hafa aðgang að mörkuðum annara EES ríkja (Noregs og Liechtenstein). Allur þessi markaður er hinsvegar ekki fyrir landbúnaðarvörur, en landbúnaðarvörur eru fyrir utan EES samninginn og hafa verið það frá upphafi. Innganga Íslands í ESB mundi breyta þessu strax, en við það mundu tollar falla niður á Íslenskar landbúnaðarvörur. Þessi tollaniðurfelling virkar auðvitað báðar leiðir, þannig að erlendar landbúnaðarvörur kæmust á Íslenska markaðinn, alveg eins og Íslenskar landbúnaðarvörur kæmust á erlenda markaði.

Sænskir bændur og ESB

Þegar Svíþjóð sótti um og gekk í ESB árið 1994, þá studdu sænskir bændur inngönguna í ESB. Enda hefur það sýnt sig að sænskur landbúnaður er sterkur þar í landi. Einnig sem að sænskir bændur hafa aðgang að stórum innri markaði ESB, sem telur rúmlega 500 milljón manns í dag og mun fara stækkandi í framtíðinni. Afstaða sænskra bænda var og hefur verið mjög skynsamleg, enda hafa þeir nýtt sér þau tækifæri sem þeim hafa boðist. Sem er talsvert annað en það sem Bændasamtökin bjóða Íslenskum bændum upp á þessa dagana.

Úr einokun og takmörkuðum markaði

Margir Íslenskir bændur búa við einokun Íslenskra vinnslufyrirtækja á landbúnaðarvörum. Versta og stærsta dæmið er auðvitað Mjólkursamsalan (MS). Það fyrirtæki heldur Íslenskum mjólkurframleiðendum í einokunar og markaðskerfi sem verulega skerðir kjör þeirra og tækifæri til þess að markaðssetja sínar vörur. Við inngöngu í ESB, þá er líklegt að þetta mundi breytast. Enda eru einokunarfyrirtæki eins og Mjólkursamsalan ekki leyfð undir samkeppnislögum ESB, sem Ísland hefur tekið upp að hluta til í dag. Líklegt er að kjör og tækifæri mjólkurframleiðenda mundu stórbatna ef Íslendingar ganga í ESB. Markaðstækifærin fyrir Íslenska bændur munu stóraukast, enda mundu Íslenskar landbúnaðarvöur fá aðgang að rúmlega 500 milljón manna markaði, og öll framleiðsla Íslenskra bænda mundi ekki duga til að fylla þann markað þó svo að framleiðslan yrði 100 földuð miðað við það sem hún er í dag. Samkeppnin er auðvitað hörð á ESB markaðinum, en það ætti ekki að stoppa Íslenska bændur í að selja sínar vörur erlendis, enda með samkeppnishæfa vöru. Íslenskar markaður mun ekki hverfa við inngöngu í ESB. Íslenski markaðurinn mundi hinsvegar breytast við inngöngu í ESB, eingöngu til hins betra að mínu mati. Það er einnig alveg ljóst að Íslenskir neytendur munu ekki hætta að kaupa Íslenskar landbúnaðarvörur við inngöngu í ESB. Eins og ranglega hefur verið haldið fram undanfarið af andstæðingum ESB aðildar.

Vitleysan í Bændablaðinu um ESB

Bændablaðið hefur haldið fram alveg ótrúlegri þvælu varðandi ESB og hvernig það virkar undanfarnar vikur, enda hafa Bændasamtökin ákveðið að vera á móti inngöngu Íslands í ESB. Þessi ákvörðun þeirra virðist eingöngu byggjast á fordómum og ranghugmyndum um ESB. Fullyrðingar Bændasamtakana um hvað gerist í Íslenskum landbúnaði eftir inngöngu í ESB eru alveg glórulaust heimskar þegar nánar er skoðað. Samkvæmt fullyrðingum sem sést hafa í Bændablaðinu, þá mun Íslenskur landbúnaður leggjast af við inngöngu í ESB. Ekkert er fær sannleikanum. Öll rök benda til þess að Íslenskur landbúnaður muni eingöngu styrkjast við inngöngu í ESB, vegna betri markaðstækifæra og aukinna tækifæra sem fylgja því. Þvermóðskuleg afstaða Bændasamtakana er ekki til þess að hjálpa bændum í dag, heldur vinnur hún gegn þeim á fleira en einn hátt.

Betri rekstarskilyrði bænda við inngöngu í ESB

Rekstrarskilyrði bænda eru ömurleg í dag. Háir vextir, verðtryggð lán og fleira í þeim dúr gera rekstur á búum erfiðan, ef ekki ómögurlegan. Við inngöngu í ESB, þá munu bændur losna við eitt stærsta vandamál sem hrjáir þá eins og aðra Íslendinga í dag, en það er verðtryggingin. Við inngöngu í ESB þá munu Íslendingar getað kvatt verðtrygginguna með öllu, en það þýðir ekki bara betri kjör fyrir almenning í landinu. Það þýðir einnig betri kjör fyrir fyrirtækin í landinu og líka bændur. Einnig sem að vaxtastig og verðbólga munu verða stöðug á Íslandi í kjölfarið á inngöngu í ESB, sérstaklega ef efnahagsstjórnun er rétt og virkar eins og ætlst er til (efnahagsmál eru alltaf ábyrgðarhluti aðildarríkjanna, ekki ESB).

Sjúkdómavarnir eru ekki vandamál

Íslenskir bændur hafa stórar áhyggjur af mögulegum sjúkdómum sem gætu borist til Íslands vegna opinna markaða á landbúnaðarvörum. Það er ekki vandamál, enda berast sjúkdómar ekki með unnum landbúnaðarvörum. Ísland þarf hinsvegar og getur fengið varanlega undanþágu á flutningi lifandi dýra til Íslands, enda liggja að því sterk rök að Íslendingar þurfa viðhalda núverandi sóttvarnarkerfi vegna hættu á sjúkdómum frá meginlandi Evrópu. Það er alveg pottþétt að ESB mun ekki setja sig upp á móti slíkri undanþágu, enda liggja sterk rök fyrir því að þessa undanþágu þurfi og vegna þess er ekkert mál að sækjast eftir slíku hjá ESB.

Tækifærin bíða Íslenskra bænda

Tækifæri bíða Íslenskra bænda, þessi tækifæri er að finna við inngöngu Íslands í ESB. Þessi tækifæri eru bæði í markaðsetningu og rekstrarlega. Þessi tækifæri eru ónýtt í dag vegna þess að Íslenskir bændur standa fyrir utan ESB og allan þann markað. Því miður er afstaða Bændasamtakanna fallin til þess að viðhalda núverandi takmörkum og erfiðum rekstrarskilyrðum að bændum. Í stað þess að styðja breytingar sem eru til þess fallnar að styrkja Íslenska bændur í sessi og vörur þeirra. Ég vona að Íslenskir bændur taki afstöðu gegn Bændasamtökunum og styðji inngöngu Íslands í ESB þegar þar að kemur.

(Styttri útgáfa af þessari grein birtist í Morgunblaðinu þann 21 Maí 2009)

Frysting verðtrygginar, áður en hún verður aflögð

Þegar Íslendingar sækja um aðild að ESB, þá er einnig nauðsynlegt að hefja undirbúning þess að losa Íslendinga við hið verðtryggða skuldarakerfi (og verðtryggðar innistæður) sem hefur verið lýði á Íslandi síðustu áratugi. Því miður er ekki hægt að losa Íslendinga við verðtrygginguna á einu bretti. Það verður að taka þetta í tveim skrefum að mínu mati.

Fyrsta skrefið er að frysta verðtrygginguna frá og með 1 Júlí 2009 (jafnvel 1 Júní 2009) og koma þannig í veg fyrir frekari hækkanir á verðtryggingunni. Sú frysting þýðir einnig að verðtryggingarkerfið er til staðar, en breytist ekki. Þetta þýðir það fyrir lán heimilana að þau munu ekki hækka frá þeim mánuði sem að verðtryggingin er fryst, sem er nauðsynlegt fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu um þessar mundir.

Annað skrefið er leggja niður verðtryggina. Skynsamlegast yrði að leggja niður verðtrygginguna þann dag sem Íslendingar mundu ganga í ESB, ef aðildarumsókn fæst samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá yrði miðað við að verðtryggingin yrði lögð niður þann 1 Janúar 2011, ef það yrði inngöngudagur Íslendinga í ESB.

Ef Íslendingar mundu ekki ganga í ESB, þá yrði aðeins hægt að viðhalda frystri verðtryggingu í nokkra mánuði áður en það yrði að af-frysta verðtrygguna aftur. Það mundi aftur á móti þýða stórfellda breytingu á verðtryggingunni þegar hún færi úr frystingu, sem mundi hækka lán Íslendinga um tugi þúsunda frá þeim mánuði sem verðtryggingin færi úr frystingu.

Hvaða lausnir eru í boði

Það hefur verið talsvert merkilegt að sjá fólk tala fyrir lausnum síðustu vikunar. Þessar umræður eru merkilegar vegna þess ósamræmis sem gætir í þeim, og oft á tíðum óraunverulega hugmynda sem þar er að finna. Margir tala um að Íslendingar eigi að auka útflutning sinn, en vilja á sama tíma halda Íslandi fyrir utan ESB, án þess að gera sér grein fyrir því að útflutningur frá Íslandi er takmarkaður vegna þess að Íslendingar eru eingöngu aðilar að EFTA og EES, en ekki ESB. Aðild að ESB mundi nefnilega tryggja tollfrjálsan útflutning til annara ESB, og í kjölfarið auka tekjur Íslendinga í hlutfalli við aukinn útflutning. Það er líka staðreynd að útflutningur frá Íslandi er takmarkaður í fjölda vöruflokka. Þó aðallega landbúnaðarvörum, en Íslendingar gætu við inngöngu í ESB flutt út skyr (skyr yrði vinsæl vara í Evrópu) í eins miklu magni og hægt væri og mundu hafa allan markaðan fyrir sjálfan sig, enda er skyr séríslensk vara og fæst hvergi annarstaðar í Evrópu. Sama gildir um fleiri vörur frá Íslandi, sem fást ekki í Evrópu vegna þess að Íslendingar eru ekki aðildar að ESB.

Það fást einnig fleiri lausnir við aðild að ESB, sem dæmi þá verður hægt að festa gengi krónunnar við gengi evrunnar með föstum vikurmörkum upp á 15%. Þegar það gerist verður hægt að lækka vaxtarstigið almennilega, ef það verður ennþá hátt þegar að þessu kæmi. Þetta mundi einnig boða verðlækkanir og verðstöðugleika á þeim vörum sem Íslendingar flytja inn og út. Það er einnig ljóst að við inngöngu í ESB, þá mun verðtryggingin hverfa og húsnæðislán fólks loksins taka að lækka við hverja greiðslu, en ekki hækka eins og gerist í dag.

Ég hef verið að leita eftir lausnum frá andstæðingum ESB, en engar fundið. Nema þá helst hugmyndir þeirra um að fara aftur 40 til 50 ár aftur í tímann þegar það kemur að efnahag og lífsskilyrðum Íslendinga. Í mínum huga er það ekki lausn, heldur dómur yfir þjóðinni í skuldafangelsi og þrældóm sem mun ekki skila neinu þegar á reynir.

Valdið stígur Vinstri Grænum til höfuðs

Valdið virðist vera að stíga Vinstri Grænum eitthvað til höfuðs þessa dagana. Núna í dag er talað um sykurskatt til þess að vernda tennur, sem er undarlegt þar sem skattar venda ekki tennur beint. Ódýrari tannlæknaþjónusta gerir það eins og ég hef skrifað um undanfarið.

Steingrímur J. tekur undir skattahækkunartillögur Ögmundar, en virðist ekki gera sér grein fyrir tilgangsleysi þeirra, sérstaklega þar sem tennur skemmast af fleiru en sykri.

Frétt Rúv um undirtektir Steingríms J. á skattahækkunartillögum Ögmundar.

Ef þetta verður áframhaldið hjá Vinstri Grænum, þá geta þeir farið að æfa stjórnarandstöðuna eftir næstu kosningar.

Ísland verður ekki 30 ár að taka upp evruna

Fullyrðingin um að Ísland verði 30 ár að taka upp evruna virðast byggja á mjög vafasömum staðhæfingum um Maastricht skilyrðin. Sérstaklega þá fullyrðingu að ekki séu veittar undanþágur frá þeim. Sendiherra ESB gagnvart Noregi og Íslandi er á annari skoðun og í nýlegri bloggfærslu hans um málið kemur þetta fram.

The biggest obstacle to eventual membership of the eurozone, which would take place at the very minimum two years after EU membership (after at least two years in ERM II), would therefore seem to be government debt.

But it is worth noting that The EU Treaty (Art 104) foresees that a government debt ratio above 60% of GDP, which is “sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace” can be compatible with not being put in the so called excessive deficit procedure (EDP). And if a country is not in EDP, it fulfils the Maastricht public finance criterion (see Art 121). In other words, it is not excluded that a country could qualify for the euro even if the ratio is above 60%, as long as the debt ration is on a steady downward path. In fact there are several precedents of countries with debt/GDP ratios above 60% having been admitted into the euro area, for example Belgium, Italy and Greece.

Hægt er að lesa alla bloggfærslu sendiherra ESB gagnvart Íslandi og Noregi hérna.

Ný-frjálshyggjan á Írlandi er á móti Evru og ESB

Núna eru andstæðingar ESB að missa sig yfir þessari hérna frétt á mbl.is og telja að umræddur maður hafi rétt fyrir sér. Gallin er að umræddur maður hefur rangt fyrir sér og það eru góðar ástæður fyrir því.

Aðgangur Íra að evrunni hefur komið í veg fyrir Íslenskt ástand hjá þeim, þá er átt við gjaldeyrishöft, tveggja stafa tölu verðbólgu og stýrivexti. Það er einnig alveg ljóst að ef Írar mundu skipta út evrunni í dag, þá yrði algert hrun hjá þeim sem mundi aðeins enda á einn veg. Í þjóðargjaldþroti.

Það er einnig vert að benda á þá starðeynd, að hagfræðingurinn David McWilliams er ný-frjálshyggjumaður í anda þeirra sem lögðu Íslenskan efnahag í rúst.

Úr Wiki grein um mannin.

[…]
More generally, McWilliams is an admirer of the free-market ideas of monetarist school economist Milton Friedman, as „very much the kernel of most mainstream economic thinking these days“, even if Friedman was „not always spot-on“.[15] McWilliams also argues that Ireland’s wealth is becoming more evenly distributed.[15] He cites Eurostat figures which indicate that Ireland is just above average in terms of equality by one type of measurement.
[…]

Restina af þessari wiki grein er hægt að lesa hérna.

Ég hefði haldið að Íslendingar hefðu fengið nóg af ný-frjálshyggjunni og afleiðingum hennar í kjölfarið á bankahruninu á Íslandi, sem ollu gjaldeyrishöftum með viðeigandi vandamálum í kjölfarið.

Þessi maður hefur kannski rétt fyrir sér í ákveðnum efnahagsmálum, en augljóst má vera að hann hefur rangt fyrir sér þegar það kemur að Írlandi og evrunni. Gjaldeyrisfellingar hafa aldrei reynst þjóðum vel, sérstaklega ekki Íslendingum og reynsla Íra hefur örugglega ekki verið góð í gegnum tíðina af slíkum æfingum.

Ástandið er vissulega erfitt á Írlandi, en það er verra á Íslandi þessa dagna. Eins og þekkt er orðið.

Aðild að ESB fyrir heimilin, fólkið og fyrirtækin í landinu

Að mínu mati er aðild Íslands að ESB nauðsynlegur fyrir fólkið í landinu. Þar sem þá geta Íslendingar losað sig við verðtrygginguna og því óréttlæti sem henni fylgir. Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að við inngöngu í ESB, þá fengju Íslendingar alvöru aðgang að stórum markði. Þessi markaður telur 497 milljónir manna í dag. Það yrði einfaldara fyrir fyrirtæki eins og EVE-Online að fóta sig á slíkum markaði. Einnig sem að efnahagslegur stöðugleiki yrði tryggður upp að marki. Bæði fyrir fólkið, heimilin og fyrirtækin í landinu. Staðreyndin er að með því að standa fyrir utan ESB, þá eru Íslendingar að gera sér óleik. Heimurinn í dag krefst þess að samvinna ríkja sem mjög náin, bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Leið Íslendinga að því markmiði er aðild að ESB.

Aðild að ESB er ekki töfralausn og hefur aldrei verið það. Hinsvegar er aðild að ESB skerf í átt að stöðugleika, betri lífsgæðum og blómlegum fyrirtækjum á Íslandi. Það er skynsamlegt að ganga í ESB og taka upp evruna. Það er óskynsamlegt að hlusta á hræðsluáróður þeirra sem settu landið á hausinn og vilja halda þjóðinni í fangelsi verðtryggingar, fátæktar og atvinnuleysis.