ESB aðildarviðræður eru góðar fréttir fyrir alla íslendinga

Það eru góðar fréttir fyrir alla íslendinga að aðildarviðræður Íslands og ESB skuli vera hafnar. Enda er hérna um að ræða eitt mesta hagsmunarmál íslensku þjóðarinnar. Jafnvel þó svo að andstæðingar ESB á Íslandi reyni að halda öðru fram. Enda er það þannig að þeir sem eru hvað mest á móti ESB aðild Íslands er fyrirtæki og samtök sem hafa grætt milljarða á því að viðhalda viðskiptalegri einokun á Íslandi.

Það er mikið þarfaverk fyrir íslendinga að losna úr viðjum þessar síðustu einokunar á Íslandi. Gott dæmi um þessa einokun er mjólkureinokunin, þar sem Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum á Íslandi og getur því hagað sér á siðlausan hátt og níðst á neytendum vegna þess.

Það eru fleiri hlutir sem má telja upp þarna.

Síðan má nefna aukin áhrif íslendinga við ESB aðild, og síðan að losna við ólýðræðislegt ferli EES samningsins sem íslendingar eru núna aðildar að í dag og eru þar áhrifalausir.

Frétt Rúv.

ESB-viðræður hafnar

Afstaða Steingríms J. til ESB hefur aldrei komið á óvart

Það kemur ekkert á óvart í þeirri afstöðu sem Steingrímur J. hefur til ESB og hugsanlegar ESB aðildar Íslands. Enda var Steingrímur J. á móti EES samningum á sínum tíma. Jafnvel þó svo að Steingrímur J. Styðji EES samninginn í dag samkvæmt því sem hann hefur sagt sjálfur.

Steingrímur J. hefur alltaf verið á móti ESB. Enda byggist afstaða Steingríms J. ekki á neinu nema fáfræði, ótta og sérhagsmunum þegar hann setur sig á móti ESB. Þegar Steingrímur J. talar um sérstöðu íslensks landbúnaðar þá fer hann einfaldlega með rangt mál. Enda er engin sérstaða í íslenskum landbúnaði. Ef einhver sérstaða er í íslenskum landbúnaði. Þá eru íslendingar langt komnir með að klúðra henni vegna þrjósku og viðhaldi á útbrunnu landbúnaðarkerfi sem þjónar ekki bændum eða almenningi á Íslandi. Það er hinsvegar augljóst að landbúnaðarkerfið á Íslandi þjónar Bændasamtökum Íslands alveg ágætlega og hefur alltaf gert það.

Sérstaða íslensks sjávarútvegs er nákvæmlega engin og þetta hefur alltaf verið raunin. Þrátt fyrir áróður LÍÚ og annar um eitthvað annað. Það eina sem er öðrvísi á Íslandi er að íslendingar veiða örlítið meiri fisk en nokkrar evrópuþjóðir. Samt sem áður ekki mikið meira en Bretar, Frakkar, Spánverjar og Norðmenn sem veiða umtalsvert magn af fiski núna í dag. Það eru næstum því engar líkur á því að miklar breytingar munu eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi við aðild Íslands að ESB. Það er þó alveg eitt sem mun breytast og það er að einokun LÍÚ á íslenskum fiskvinnslum verður brotin varanlega. Einnig sem að fullvinnsla á fiski mundi borga sig á Íslandi. Vegna þess að fullunnar fiskvörur munu fá tollfrjálsan aðgang að mörkuðum ESB, sem í dag telur rúmlega 500 milljón manns.

Steingrímur J. talar einnig mikið um það að íslenska krónan hafi hjálpað almenningi og efnahag íslendinga. Þetta er rangt. Íslenska krónan er ástæða þeirra vandamála sem íslendingar standa í núna efnahagslega. Veik króna hefur styrkt útflutning, en það hinsvegar gerir hann ekki samkeppnisfæran. Þar sem íslenskur útflutningur verður einnig að þola styrkingu krónunar þegar hún hefst. Hin hliðin á veikri krónu er sú launalækkun sem íslenskur almenningur þarf að þola til lengri tíma. Ásamt þeirri kaupmáttarskerðingu sem fylgir því. Þetta finnst Steingrími J. og aðrir andstæðingar ESB aðildar Íslands í góðu lagi að íslenskur almenningur þoli og í raun borgi þannig fyrir hina íslensku krónu.

Þessi kostnaður er auðvitað verri lífsskilyrði, lægri laun og verri kaupmáttur. Það er mitt álit að þeir stjórnmálamenn sem styðja slíka efnahagsstefnu eiga einfaldlega að taka pokan sinn. Algerlega óháð í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Enda er hérna ekki verið að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi eins og er sjálfsögð krafa að stjórnmálamenn sinni þegar þeir eru kosnir til starfa á Alþingi Íslands og komist jafnvel í ráðherrastól.

Afstaða Steingríms J. byggir því augljóslega ekki á neinu nema fáfræði og verndun sérhagsmuna eins og ég hef áður nefnt. Enda mótast afstaðan ekki af þörf til þess að vernda hagsmuni almennings. Heldur er hérna verið að vernda hagsmuni útflutningsfyrirtækja og annara sem hagnast á lágu gengi íslensku krónunar. Á meðan þessu fer fram. Þá fær almenningur reikningin og þennan reikning borgar almenningur. Hvort sem honum líkar betur eða verr.

Frétt Rúv.

Hagsmunum best komið utan ESB

Ákveðnar greinar nýrra fjölmiðlalaga brjóta gegn frelsi fjölmiðla á Íslandi

Mér sýnist við lestur nýrra fjölmiðlalaga að ákveðnar greinar þeirra laga ganga of langt. Sérstaklega í ljósi þess að rammalöggjöf ESB/EES sem þessi lög byggja á krefjast þess ekki að gengið sé svona langt í lagasetningu eins og gert er á Íslandi.

Enda er þetta hérna sérstaklega tekið fram í umræddri rammalöggjöf.

(6) Traditional audiovisual media services — such as television — and emerging on-demand audiovisual media services offer significant employment opportunities in the Community, particularly in small and medium-sized enterprises, and stimulate economic growth and investment. Bearing in mind the importance of a level playing-field and a true European market for audiovisual media services, the basic principles of the internal market, such as free competition and equal treatment, should be respected in order to ensure transparency and predictability in markets for audiovisual media services and to achieve low barriers to entry.

(7) Legal uncertainty and a non-level playing-field exist for European companies delivering audiovisual media services as regards the legal regime governing emerging on-demand audiovisual media services. It is therefore necessary, in order to avoid distortions of competition, to improve legal certainty, to help complete the internal market and to facilitate the emergence of a single information area, that at least a basic tier of coordinated rules apply to all audiovisual media services, both television broadcasting (i.e. linear audiovisual media services) and on-demand audiovisual media services (i.e. non-linear audiovisual media services). The basic principles of Directive 89/552/EEC, namely the country of origin principle and common minimum standards, have proved their worth and should therefore be retained.

(15) No provision of this Directive should require or encourage Member States to impose new systems of licensing or administrative authorisation on any type of audiovisual media service.

(19) For the purposes of this Directive, the definition of media service provider should exclude natural or legal persons who merely transmit programmes for which the editorial responsibility lies with third parties.

(21) The scope of this Directive should not cover electronic versions of newspapers and magazines.

(23) The notion of editorial responsibility is essential for defining the role of the media service provider and therefore for the definition of audiovisual media services. Member States may further specify aspects of the definition of editorial responsibility, notably the notion of “effective control”, when adopting measures to implement this Directive. This Directive should be without prejudice to the exemptions from liability established in Directive 2000/31/EC of the European Parliament and of the Council of 8 June 2000 on certain legal aspects of information society services, in particular electronic commerce, in the Internal Market (Directive on electronic commerce) [16].

(32) Member States should be able to apply more detailed or stricter rules in the fields coordinated by this Directive to media service providers under their jurisdiction, while ensuring that those rules are consistent with general principles of Community law. In order to deal with situations where a broadcaster under the jurisdiction of one Member State provides a television broadcast which is wholly or mostly directed towards the territory of another Member State, a requirement for Member States to cooperate with one another and, in cases of circumvention, the codification of the case-law of the Court of Justice [18], combined with a more efficient procedure, would be an appropriate solution that takes account of Member State concerns without calling into question the proper application of the country of origin principle. The notion of rules of general public interest has been developed by the Court of Justice in its case law in relation to Articles 43 and 49 of the Treaty and includes, inter alia, rules on the protection of consumers, the protection of minors and cultural policy. The Member State requesting cooperation should ensure that the specific national rules in question are objectively necessary, applied in a non-discriminatory manner, and proportionate.

(39) In order to safeguard the fundamental freedom to receive information and to ensure that the interests of viewers in the European Union are fully and properly protected, those exercising exclusive television broadcasting rights to an event of high interest to the public should grant other broadcasters the right to use short extracts for the purposes of general news programmes on fair, reasonable and non-discriminatory terms taking due account of exclusive rights. Such terms should be communicated in a timely manner before the event of high interest to the public takes place to give others sufficient time to exercise such a right. A broadcaster should be able to exercise this right through an intermediary acting specifically on its behalf on a case-by-case basis. Such short extracts may be used for EU-wide broadcasts by any channel including dedicated sports channels and should not exceed 90 seconds.

The right of access to short extracts should apply on a trans-frontier basis only where it is necessary. Therefore a broadcaster should first seek access from a broadcaster established in the same Member State having exclusive rights to the event of high interest to the public.

The notion of general news programmes should not cover the compilation of short extracts into programmes serving entertainment purposes.

The country of origin principle should apply to both the access to, and the transmission of, the short extracts. In a trans-frontier case, this means that the different laws should be applied sequentially. Firstly, for access to the short extracts the law of the Member State where the broadcaster supplying the initial signal (i.e. giving access) is established should apply. This is usually the Member State in which the event concerned takes place. Where a Member State has established an equivalent system of access to the event concerned, the law of that Member State should apply in any case. Secondly, for transmission of the short extracts, the law of the Member State where the broadcaster transmitting the short extracts is established should apply.

Það er hægt að lesa rammalögin frá ESB hérna.

Directive 2007/65/EC of the European Parliament and of the Council of 11 December 2007 amending Council Directive 89/552/EEC on the coordination of certain provisions laid down by law, regulation or administrative action in Member States concerning the pursuit of television broadcasting activities (Text with EEA relevance)

Það er því augljóst að Menntamálaráðherra og þeir ráðherrar sem báru ábyrgð á íslensku fjölmiðlalögum er umtalsvert mikil. Þar sem að íslensku fjölmiðlalögin eru margfalt strangari og þrengri heldur en rammalöggjöf ESB segir til um og gerir kröfur um.

Íslensku fjölmiðlalögin.

Lög um fjölmiðla.

Þessi fjölmiðlalög ber því að endurskoða án tafar og breyta þeim í samræmi við rammalöggjöf ESB.

Hvað ef einangrunnarsinnar hefðu fengið sitt fram á Íslandi

Íslendingar spá lítið í því hvernig aðstæður væru á Íslandi ef að einangrunarsinnar eins og þá sem er að finna í Vinstri Grænum og Heimssýn hefðu fengið að ráða alþjóðlegum málefnum á Íslandi undanfarna áratugi.

Ef að andstæðingar ESB á Íslandi hefðu fengið að ráða síðustu áratugi. Þá væri Ísland ekki aðili að eftirtölum samtökum.

EFTA.
Evrópska Efnahagssvæðinu.
NATO.
Evrópuráðinu (Council of Europe)

Efnahagslega hliðin

Þegar Ísland gekk í EFTA þá var efnahagur íslendinga lélegur. Efnahagslífið var einhæft og framleiðnin var afskaplega lítil. Ennfremur var hagkerfið á Íslandi lokað eftir efnahagskreppu áratugana þar á undan. Við EFTA aðild þá opnaðist íslenskur efnahagur, það dró úr einhæfni og það dró úr lokun íslensks efnahagslífs. Þó voru menn eins og Ragnar Arnalds á móti EFTA aðild Íslands og töluðu um að ástandið á Íslandi mundi versna (tímarit, grein 1969) við EFTA aðild. Staðreyndin er hinsvegar sú að við EFTA aðild þá fór ástandið hægt batnandi á Íslandi.

Sama orðræða kom upp við aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir augljósar efnahagslegar umbætur sem fylgdu aðild Íslands að EES þá var Ragnar Arnalds ennþá á móti (mbl.is, grein 2003). Þá hafði hann einnig menn eins og Steingrím J, sér til halds og traust í andstöðunni við EES samninginn.

Í dag er Ragnar Arnalds á móti hugsanlegri ESB aðild Íslands. Nema að núna hefur hann allan ný-frjálshyggjuhjörðin með Davíð Oddsson í forsæti til þess að vera á móti. Ásamt öfga fólkinu til hægri og vinstri á Íslandi. Þetta fólk er á móti ESB aðild Íslands þrátt fyrir augljósa efnahagslega kosti þess að vera aðili að ESB og taka evruna upp sem gjaldmiðil á Íslandi.

Þetta fólk er tilbúið til þess að fórna hagsmunum almennings á Íslandi vegna þess að það er á móti heiminum í kringum Ísland. Það er þó alveg ljóst að þó svo að þessu fólki takist að loka af heiminn í kringum Ísland. Hinsvegar er ljóst að heimurinn í kringum Ísland er ekki að fara neitt. Ef að íslendingar vilja lifa góðu og fjölskylduvænu lífi á Íslandi á næstu áratugum þá er eina rökrétta skrefið að ganga í ESB eftir að samningaviðræðum íslendinga og ESB líkur á næstu árum.

Bullið í Ögmundi

Það er mikið bull sem kemur frá Ögmundi Jónassyni núverandi Dómsmálaráðherra varðandi ESB og aðildarviðræðunar um ESB. Staðreyndin er að það er engin “aðlögun” í gangi eins og Ögmundur. Íslendingar þurfa ennfremur að taka upp lög ESB í samræmi við EES samninginn. Þau lög koma inn í íslenska löggjöf algerlega óháð því hvernig gengur í aðildariðviðræðum á milli Íslands og ESB.

Þegar ríki sækir um að verða aðili að ESB þá er það krafa annara aðildarríkja ESB (27 talsins í dag) að umrætt ríki taki upp samræmda löggjöf ESB í heild sinni. Þetta er gert á þennan hátt þannig að allstaðar innan ESB gildi allstaðar sömu lög. Tilgangurinn er að tryggja að engin lagaóvissa skapist á milli aðildarríkja ESB. Ísland hefur verið hluti af þessu ferli síðan árið 1994 en þá tók EES samningurinn gildi og öll þau lög ESB sem EES samningurinn nær til.

Ísland er einnig bundið sama ferli hjá EFTA, þó með öðrum hætti. Þó gilda ákveðin atriði innan EFTA allstaðar í aðildarríkjum EFTA til þess að koma í veg fyrir lagaóvissu og tryggja jöfn réttindi á milli aðildarríkjanna.

Innan ESB er það Evrópudómstólinn sem sker útum lagaóvissu á milli aðildarríkjanna ef slíkt kemur upp. Einnig sem að Evrópudómstólinn dæmir um fleiri málefni sem til hans gildissviðs hans.

Málflutningur Ögmundar er glórulaus og hefur alltaf verið það. Sérstaklega í ljósi þess að það hefur alltaf legið fyrir hvernig aðildarviðræðum Íslands og ESB yrði háttað (Stækkunarvefsíða ESB). Þeir einu sem virðast ekki vita hvernig þetta ferli virkar eru andstæðingar ESB á Íslandi. Það sem meira er að þetta fólk sem er á móti ESB aðild Íslands virðist ekki hafa neinn áhuga á því að kynna sér málin varðandi ESB.

Það er ennfremur engin “aðlögun” í gangi á Íslandi þegar það kemur að ESB og hefur aldrei verið. Allt slíkt tal er einfaldlega rangt. Íslendingar hafa verið að taka upp lög ESB síðan árið 1994 eins og áður segir. Hinsvegar eru íslendingar valdalausir um innihalds þeirra laga sem koma frá ESB vegna þess að EES samningurinn veitir ekki fulltrúarétt við lagasetningar hjá ESB. Ef að íslendingar kjósa að verða aðildar að ESB þá fá íslendingar fulltrúa við lagasetningar og þær ákvarðanir sem eru teknar hjá ESB. Enda hafa þær ákvarðanir sem eru teknar innan ESB áhrif á stöðu Íslands í Evrópu og heiminum öllum.

Það eina sem Ögmundi virðast vera um-hugsað um er að halda íslendingum valdalausum og fyrir utan alþjóðasamfélagið í heild sinni. Enda er ESB orðið gífurlega öflugt á alþjóðlegum vettvangi í dag, og þegar þjóðir Evrópu tala saman í einni rödd með ESB þá hlustar heimurinn. Íslendingar eins og aðrar þjóðir Evrópu eiga að hafa sína rödd innan ESB.

Bullgrein Ögmundar Dómsmálaráðherra.

KRAFA UM 100% AÐLÖGUN!

Íslenskir bændur flytja út lambakjöt til ESB

Eins og kunnugt er þá eru íslenskir bændur á móti ESB aðild Íslands. Það stoppar hinsvegar ekki íslenska bændur í að vilja flytja út íslenskt lambakjöt til aðildarríkja ESB, en þetta íslenska kjöt er þá í beinni samkeppni við lambakjötsframleiðendur innan ESB. Í dag er málum þannig háttað til að íslenskt lambakjöt sætir tollatakmörkunum af hálfu ESB, og er þar um að ræða svo kallaða tollkvóta eins og þeir eru skilgreindir og samþykktir af WTO. Þetta er sama dæmi og er í gildi hérna á landi, nema að innan ESB er þetta ekki notað til þess að koma í veg fyrir samkeppni eins og er raunin á Íslandi.

Þetta ástand er ekkert nýtt. Í grein frá Bændasamtökum Íslands sem er frá árinu 2005 kemur þetta skýrt og greinilega fram.

Það er heldur ekki svo að ESB leggi ekki á tolla eða beiti ekki magntakmörkunum á innflutning til að vernda landbúnað í aðildarlöndunum. Nærtækt dæmi um það eru tollkvótar fyrir íslenskt lambakjöt. Ef við flytjum til ESB meira magn en þau 1.350 tonn sem þar hefur verið samið um, ber það fulla tolla.

Matvælaverð og alþjóðaviðskipti með búvörur (2005, Mbl.is)

Það sem er ennfremur alveg ljóst að þegar það kemur að útflutningi inn til ESB. Þá mun ESB krefjast þess að þeim ríkjum sem flytja inn á markað hjá þeim að varan uppfylli kröfur ESB um hreinlæti og öryggi matvæla samkvæmt lögum ESB. Hjá íslendingum er þetta gert núna í dag á grundvelli EES samningins. Þetta er meðal annars ástæða þess að íslendingar þurfa að taka upp matvælalöggjöf ESB. Það undarlega við þá lagasetningu er sú staðreynd að Bændasamtök Íslands hafa lagst alfarið á móti þeirri lagasetningu eins og hún kemur frá ESB. Það alveg ljóst að ef Bændasamtök Íslands halda þessu viðhorfi sínu til streitu þá mun ESB einfaldlega banna innflutning á íslensku lambakjöti af heilsufarsástæðum. Það er einnig vegna þess að íslensk stjórnvöld þurfa núna að breyta stjórnsýslunni í kringum landbúnað á þessum útflutningsgrundvelli og vegna kröfu frá ESB.

Þessar breytingar eru algerlega óháðar aðildarumsókn Íslands að ESB, og þessar breytingar munu þurfa að eiga sér stað. Hafi íslendingar á annað borð áhuga á því að flytja inn á ESB markaðinn. Það er því afskaplega undarlegt að sjá fréttir þess efnis að Bændasamtökin kvarta yfir breytingum á landbúnaðarkerfinu, sem eru eingöngu til komnar vegna útflutnings þeirra á íslenskri landbúnaðarvöru til ESB markarðarins. Þetta notað síðan andstæðingar ESB á Íslandi að veikum mætti til þess að reyna að sannfæra fólk um að ESB sé á einhvern hátt vont. Það er nú bara staðreynd að íslendingar þurfa að breyta ýmsu hjá sér ef við viljum eiga í viðskiptum við ESB. Þar sem augljóst er að ESB mun ekki sætta sig við verri gæði á vöru en það sem er nú þegar í boði á innri markaði ESB og er framleitt þar.

Tenglar og fréttir tengdar þessu.

Matvælaverð og alþjóðaviðskipti með búvörur (mbl.is, 2005)
Staða landbúnaðarins verði skýrð (Rúv.is)
Siðlaus stjórnvöld á framfæri ESB (Evrópuvaktin, Björn Bjarnarson bullar mikið og margt þarna)

Vefsíða ESB um matvælaöryggi
EU import conditions for fresh meat and meat products (pdf, enska)
International Affairs – Import Conditions (Vefsíða ESB)