Bændasamtökin og framsóknarflokkurinn blekkja íslensku þjóðina

Í fréttum kvöldins af búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands var það helst að frétta að Bændasamtök Íslands eru á móti verslun á Íslandi. Í þeim tilgangi er sú blekking notuð að vöruverð á Íslandi sé lægra en í nágrannalöndunum (Danmörk, Svíþjóð, Noregi). Sú fullyrðing er röng, enda er Ísland eitt af dýrustu löndunum af norðurlöndunum, eingöngu Noregur er dýrari (stundum) og dýrasta land í Evrópu er Svissland. Tölur frá árinu 2013 setja Noreg sem dýrasta land í Evrópu, þá var Ísland frekar neðarlega á þeim lista. Þessar tölur er hægt að skoða hérna.

Það sem er ekki tekið fram í þessari umræðu er sú staðreynd að á Íslandi er rekin láglaunastefna, á meðan matvæli og annað er mjög dýrt og stór hluti af kostnaði fólks sem er á mjög lágum launum. Staðreyndin er hinsvegar sú að langflestir íslendingar eru á mjög lágum launum þó svo að þeir vinni fullan vinnudag og séu jafnvel í tvöfaldri vinnu eða þrefaldri vinnu (unnið í sumarfríum).

Innflutt matvæli á Íslandi eru tollalögð upp í þak og eru tollar oft stór hluti af verðinu. Þetta er einnig orðið verra síðan Jón Bjarnarson (núverandi formaður Heimssýnar) breytti útreikningum varðandi tolla þannig að meira er borgað fyrir innfluttar vörur er áður var gert [sjá hérna, hérna og hérna]. Þetta hefur ýtt verðlagi upp á innfluttum vörum á síðustu árum. Framsóknarflokkurinn sem er núna með Landbúnaðarráðuneytið hafa ekki breytt þessu til baka og hafa engan áhuga á því.

Ef íslendingar vilja breytingar á matvælaverði og almennt breytingar á því hvernig hlutirnir eru á Íslandi. Þá verða þeir að hætta að kjósa framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn til valda. Þar sem báðir þessir stjórnmálaflokkar eru afturhaldsflokkar sem stefna að einangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Eins og hefur sést hvernig haldið hefur verið á málum á núverandi kjörtímabili [2013 – 2017].

Fréttir af þessu máli

Verslunin taki of mikið til sín (Rúv.is)

Heimssýn fékk einangrað Ísland

Ef makríl-samningur Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins sýna eitthvað. Þá sýna þeir samningar að sú einangrun Íslands sem Heimssýn hefur kallað eftir er orðin að veruleika. Þetta þýðir auðvitað að engin af nágrannaþjóðum Íslands mun svo mikið sem lyfta litla fingri til þess að athuga hvort að íslendingar hafi hagsmuna að gæta í ákveðnum málaflokkum. Sérstaklega málaflokkum sem varða fiskveiðar, en margt annað kemur einnig til að breytast í þessum efnum á næstunni. Það er mjög einföld staðreynd að ekki er hlustað eða tekið tillit til þjóða sem einangra sig. Gildir þó einu hvort að um sé að ræða stór hagsmunamál fyrir viðkomandi þjóðir. Hinn pólitíski heimur alþjóðlegra stjórnmála er mikið breyttur frá því fyrir um 20 árum síðan og breytingarnar eru ennþá meiri frá fyrir um 40 árum síðan. Það er hinsvegar eins og sumt fólk á Íslandi átti sig ekki á þessum staðreyndum og ef það sér þessar staðreyndir. Þá lifir það í afneitun um þær.

Kínatenging ríkisstjórnarinnar og slitin við ESB aðildarviðræðunar

Í morgun datt óvart sannleikurinn úr Frosta Sigurjónssyni í morgun á Rás 2. Það sem Frosti sagði var þetta hérna.

[…] Að Kínverjar hafi ekki viljað ræða við Íslendinga um fríverslunarsamning fyrr en það væri komin ríkisstjórn sem ætlaði sér ekki inn í Evrópusambandið. […]

Frosti Sigurjónsson á Rás 2. Viðtalið er hægt að hlusta á hérna (Morgunútvarp Rás 2). Þetta kemur fram á 65:40 mínútu (í kringum það) í þessu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 24-Febrúar-2014.

Ríkisstjórnin segi af sér án tafar

Ríkisstjórn Íslands á að segja af sér án tafar. Fólkið sem er í ríkisstjórn Íslands og viðkomandi stjórnmálaflokkum er ekki fært um að stjórna Íslandi og huga á sama tíma að hagsmunum almennings. Það hefur sýnt sig að núverandi ríkisstjórn hugsar meira um hagsmuni fárra á Íslandi frekar en alls almennings. Á þessum grundvelli hefur ríkisstjórnin brugðist hlutverki sínu og því ber henni að segja sér nú þegar. Boða ber til nýrra Alþingiskosninga eins fljótt og mögulegt er.

Myndir úr hungursneyðinni í Evrópu (Danmörku)

Í tilefni þess að Vigdís Hauksdóttir hélt því fram að það væri hungursneyð í Evrópu (sjá hérna). Þá ákvað ég að fara út og taka myndir af þessari hungursneyð í Danmörku. Þar sem Danmörk er í Evrópu og einnig í Evrópusambandinu. Samkvæmt Vigdísi Hauksdóttur þá ríkir í Danmörku hungursneyð hérna ásamt fleiri ríkjum sem eru í Evrópusambandinu. Ég nennti ekki að fara til Þýskalands til þess að taka myndir af hungursneyðinni þar. Mér vannst bara ekki tími til þess núna. Myndirnar eru teknar í SuperBrugsen Padborg.

2014-02-23-1035
Voðaleg fátækt í gangi í Danmörku eins og sjá má.

2014-02-23-1036
Þetta er alveg voðalegt ástand í Danmörku.

2014-02-23-1037
Ekki batnar það.

2014-02-23-1038
Það er mikill skortur á matvælum í Evrópusambandinu eins og sjá má á þessari mynd.

Eins og sjá má á þessum myndum er ástandið alveg voðalegt hérna í Danmörku. Engin matvæli til í búðum og fólk svangt og getur ekki keypt sér í matinn og gífurleg hungursneyð í gangi.

Íslendingar dæma sig til ævarandi fátæktar

Grunnur að hagsæld þjóða í hagkerfi heimsins eru viðskipti við aðrar þjóðir. Á þessu byggja mörg efnahags-bandalög í heiminum í dag. Enda er það svo að heimurinn er hægt og rólega að skiptast upp í efnahags-bandalög þjóða sem stunda viðskipti sín á milli og semja síðan sem ein heild við aðrar þjóðir eða önnur efnahags-bandalög í heiminum. Þessi bandalög eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í Evrópu eru tvö slík bandalög til staðar. Það sem íslendingar tilheyra kallast EFTA og það sem 28 þjóðir eru í kallast Evrópusambandið í dag. Á Íslandi hefur alltaf verið barist gegn betri og sterkari tengslum Íslands við Evrópu af hálfu fólks sem er ekkert nema varðmenn kúgunar og verri lífskjara á Íslandi.
Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn stoppar aðild Íslands að Evrópusambandinu (þáverandi Kola og stálbandalag Evrópu) var það á árunum 1950 til 1960 þegar Framsóknarflokkurinn kom beint í veg fyrir aðildar umsókn Íslands að Evrópubandalaginu á þeim tíma. Síðan þá var málið í dvala til ársins 2009. Baráttan gegn EFTA er gott dæmi um slíkt á Íslandi, þá eins og í baráttunni gegn Evrópusambandinu í dag var talað um verra ástand [einnig hérna] við aðild. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn hafi orðið allt annar. Slíkar fullyrðingar voru einnig hafðar uppi þegar aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu var samþykkt á Alþingi árið 1993. EFTA aðild Íslands með EES samningnum hefur reynst íslendingum afskaplega vel. Enda hefur þetta gengið vel í því umhverfi sem var til staðar fyrir íslendinga að sinna sínum viðskiptum. Heimurinn hefur hinsvegar breyst hratt síðan stofnað var til EES og EFTA. Í dag eru báðir þessir samningar í raun úreltir og þjóna ekki hagsmunum almennings og varla að þeir þjóni hagsmunum fyrirtækja sem starfa innan þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja áhrif sín og tryggja hagsmuni sína. Með því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka eru íslendingar eingöngu að tryggja varanlega fátækt íslensks almennings og fyrirtækja. Enda er ljóst að í núverandi stöðu mun EES samningurinn ekki halda. EFTA aðild Íslands mun ennfremur ekki halda vegna svipaðra ákvæða þar er varða fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. Það er ekki víst að EFTA verði til staðar mikið lengur vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Sviss, en EFTA í dag er ákvæði um frjálst flæði fólks sem Sviss hefur nú hafnað í þjóðaratkvæði. Það kæmi mér ekki á óvart að EFTA einfaldlega hyrfi eftir 5 til 10 ár, jafnvel skemmri tíma ef þannig aðstæður skapast. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa í dag gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í raun að gera íslenskri þjóð gífurlegan óleik með þessari afstöðu sinni. Sá ó-leikur mun verða íslendingum mjög dýr til lengri tíma litið. Enda er hætta á algerri einangrun Íslands ef EFTA og EES hverfa úr samskiptum Íslands við Evrópu.

Það er ljóst að í núverandi stöðu mun hagvöxtur á Íslandi stoppa, hafi hann verið einhver fyrir utan vöxt í einkaneyslu íslendinga. Ljóst er að núna er að koma að mjög erfiðu tímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Tímabil sem mun einkennast af fátækt og miklu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig og þetta er það sem koma skal.

Gömul kúgun íslendinga

Á Sauðárkróki hófst fundir fólks á Íslandi sem er á móti framförum hvort sem þær eru efnahagslegar eða þjóðfélagslegar. Þetta fólk gengur undir nafninu „Heimssýn“ sem er hið argasta rangnefni. Þar sem þetta fólk er hvorki víðsýnt eða skynsamlegt. Heimurinn er að breytast og gömlu reglunar gilda ekki lengur. Ef þjóðir vilja njóta hagvaxtar og framþróunar þá verða þær að taka þátt í því samstarfi sem er að finna í kringum sig. Annars dragast þær aftur úr og verða fátækar afturhaldsþjóðir sem enginn nennir að skoða eða heimsækja. Íslendingar geta á skömmum tíma aftur orðið fátækasta þjóð Evrópu og eru nú þegar langt komnir í því ferli með eintómri þjóðrembu og þrjósku sem er ekki að skila neinu af sér.

Andstaðan við Evrópusambandið og undanfara þess á Íslandi er ekkert nema hið hálf-dauða gamla íslenska bændaveldi sem kúgaði íslensku þjóðina í meira en 600 ár og neitar að sleppa krumlunni af íslendingum. Þetta sama bændaveldi neitar einnig að gefa upp öndina og drepast með skömm. Enda væri það mikil framför fyrir alla íslendinga ef þetta gamla og fúna bændaveldi færi úr íslenskri menningu í eitt skipti fyrir öll. Íslendingar kalla þetta gamla fúna og ljóta bændaveldi „elítu“, gallinn er að þetta er ekki nein elíta. Langt því frá. Allar þjóðir þurfa sína elítu til þess að stjórna hlutunum, taka ákvarðanir og koma í veg fyrir spillingu. Á Íslandi er ekki neitt slíkt til. Heldur er hérna gamalt og úldið bændaveldi sem hefur fundið sér stað í nútímanum til þess að gera íslendinga fátækari og halda þeim í viðjum efnahagslegs þrældóms um alla framtíð. Ef einhver dugur væri í íslendingum þá mundu þeira losa sig við þetta lið í eitt skipti fyrir öll. Engan dug er hinsvegar að finna í íslendingum. Þeir sætta sig við hvaða útskýringar sem er, jafnvel þó svo að þær séu tómt rugl og jafnvel skáldaðar. Það er lítið hald í íslenskum fjölmiðlum sem eru jafn ónýtir og fúlir og hin íslenska yfirstétt hins gamla bændaveldis. Enda hoppa þeir beint og óbeint eftir því sem yfirstéttin skipar þeim, þeir sem ekki hlýða eru skornir niður við nögl svo lamaðir eru á eftir [vísun í uppsagnir RÚV og niðurskurð þar].

Í dag rekur yfirstéttin allan sjávarútveg í landinu, enda uppgötvuðu íslenskir bændahöfðingjar um miðja síðustu öld að vel væri hægt að græða á fiskinum. Örfáir fórnir þyrfti að færa, eins og leyfa stofnun borga og þorpa á Íslandi. Samt voru ekki of margar fórnir færðar. Frjáls búseta er ennþá bönnuð með lögum á Íslandi [nefnt hérna]. Nútíminn kom til Íslands og örfáir bændahöfðingjar til sveita á Íslandi gátu ekki stöðvað komu nútímans til Íslands. Eins fátækasta og frumstæðasta ríkis Evrópu fram að seinni heimsstyrjöldinni [nefnt hérna (pdf skjal) ásamt fleiru].

Í dag er þetta fólk í herferð gegn Evrópusambandinu með því að halda fundi víðsvegar á Íslandi í hinum minni sjávarþorpum. Vegna þess að Evrópusambandið krefst framfara og er á móti þeirri spillingu sem þrífst á Íslandi. Það er ekkert sem mun fá þetta fólk til þess að skipta um skoðun. Vegna þess að þetta fólk vill ekki sjá framfarir, þetta fólk vill ekki sjá breytingar til góðs á Íslandi fyrir allan almenning. Hagsmunir hinna fáu á Íslandi skipta nefnilega meira máli en hagsmunir hinna mörgu í hugum þessa fólks.

Ríkisstjórnin þarf að hætta sem fyrst

Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks er ríkisstjórn sem allir íslendingar bíða eftir að hætti. Nema þeir sem eiga hagsmuna að gæta með þessari ríkisstjórn. Þeir vilja að þetta fólk sitji sem lengst og útdeildi til þeirra sem mestu af auði almennings. Þetta er ekkert nýtt á Íslandi, þetta er í raun eld gamalt og niðurstaðan er alltaf sú sama. Efnahagskreppa og almenningi síðan sendur reikningurinn fyrir öllu saman.

Stórveldisdraumar í súpuskál

Á Íslandi býr fólk, þetta fólk er ekki hægt að ræða við og það er gjöreytt allri skynsemi og rökhugsun um framtíðina og hvernig er best að haga málum þannig að allt gangi upp til lengri tíma litið. Það er ekki hægt að ræða við þetta fólk. Það er búið að ákveða að heimurinn sé samkvæmt þeirra heimsmynd og ekkert annað kemur til greina. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn sé allt annar. Þetta fólk er blint á heiminn í kringum sig vegna þess að það neitar að sjá hann.

Þetta sama fólk er síðan með óraunhæfa stórveldisdrauma. Vilja stofna vestnorrænt-efnahagssvæði milli Íslands, Færeyja og Grænlands sem undanfara á því að sameina svæðin í eitt ríki. Þar sem Ísland yrði í fararbroddi um stjórnun og áhrifa innan þess svæðis. Slíkir draumar eru auðvitað ekkert annað en fásinna fáfróðra manna. Sérstaklega þar sem íslendingar geta ekki einu sinni haldið sínu eigin ríki á floti án vandræða. Þá er augljóst að íslendinga mundu aldrei geta haldið um slíkt efnahagssvæði eða nokkurn annan hlut af slíkri gerð. Það er nefnilega einfaldlega engin þekking til slíks á Íslandi og mun aldrei verða. Hið íslenska andverðleika-samfélag mun rækilega sjá til þess. Þetta eru því ekkert nema draumórar íslendinga sem munu aldrei rætast og það er væntanlega fyrir bestu.

Hin íslenska þröngsýni mun ekki gefast upp og það mun einfaldlega þýða sömu efnahagsvandamál á Íslandi næstu áratugina með tilheyrandi óstöðugri krónu og hárri verðbólgu og vöxtum. Það hefur sýnt sig að lítið þýðir að ræða við íslendinga sem taka ekki rökum og staðreyndum. Margir íslendingar sjá ennfremur ekki lengra en sem nemur út að girðingunni í garðinum heima hjá þeim með hræðilegum afleiðingum. Andstaðan við Evrópusambandið stafar af fámennum sérhagsmunahópum sem fara um Ísland eins og þeir eigi það allt saman og haga sér eins og það sé sturlungaöld á Íslandi, en það er önnur grein sem ég mun skrifa síðar.

Yfirgenglegar lygar Evrópuvaktarinnar um Evrópusambandið

Það er ótrúlegt að sjá hvernig Evrópuvaktin lýgur stöðugt að fólki um Evrópusambandið. Nýjasta dæmið er fullyrðing þess efnis að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í aðildarríkjum Evrópusambandsins séu í kringum 78%. Þessi fullyrðing er haugalygi og ekkert sannleikanum samkvæm. Samkvæmt könnun sem ég fann frá árinu 2009 á vef hjá Bresku Evrópusamtökum. Þá kemur þar fram að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í Bretlandi er ekki meiri en 8 til 10% að mestu er fjöldi laga frá Evrópuþinginu/Framkvæmdastjórn ESB/Ráðherraráðinu aldrei meiri 30% af þeim fjölda laga sem er tekinn upp á hverju ári hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Styrmir Gunnarsson kemur með þessa fullyrðingu í dag í færslu sem heitir „Yfirgengilegur hroki ESB„. Þar setur hann fram þessa hérna fullyrðingu.

[…] Hún fagnaði því að 70% af löggjöf Breta kæmi frá Brussel. Hún fullyrti að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um ESB gæti ekki verið trúverðug. […]

Í þeirri könnun sem ég vitna í hérna að ofan kemur þetta hérna fram um uppruna þessar fullyrðingar.

[…] The 75 per cent figure used by one political party is as misleading as the claim of 84 per cent. It originates from a speech made by the-then President of the European Parliament, Hans-Gert Pottering, when he was emphasising the importance of the role of the Parliament because it had to consider and approve three-quarters of the EU’s legislation. This has been misrepresented as Mr Pottering claiming that 75 per cent of „Europe’s laws“ derive from the EU. […]

Hægt er að lesa greinina hérna í heild sinni.

Þeir einu sem eru hrokafullir á Íslandi eru Evrópuandstæðingar. Það er ekki nóg með að þeir séu hrokafullir. Þeim er einnig alveg sama um hagsmuni almennings, sem hefur hvað mesta hagsmuna að gæta við aðild Íslands að Evrópusambandsins með upptöku Evru [Eurozone] í kjölfarið (mundi einhver í alvörunni sakna stöðugu hruni íslensku krónunnar).