Sterkur jarðskjálfti í Kötlu

Í nótt klukkan 02:02 UTC varð jarðskjálfti upp á ML3.8 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Margir eftir skjálftar hafa fylgt þessum jarðskjálfta. Staðsetning þessa jarðskjálfta samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands þá eru upptök þessa jarðskjálfta í miðri Kötlu öskjunni.

Ég mun koma með frekari uppfærslur ef eitthvað meira gerist.

Nýjir jarðskjálftar í öskju Kötlu

Þegar það fór að draga úr óróanum á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu þá fóru að sjást aftur smáir jarðskjálftar á jarðskjálftamælunum. Þessir jarðskjálftar hafa líklega átt sér stað í alla nótt, en hafa væntanlega ekki sést vegna óróa sem hefur verið í gangi.

Það hefur komið fram að óróinn sé alveg dottin niður. Samkvæmt því sem ég sé á vef Veðurstofu Íslands þá hefur óróinn minnkað en hann er langt frá því að vera alveg dottinn niður. Enda eru mælanir ekki ennþá komnir niður í bakgrunnshávaðann sem alltaf á jarðskjálftamælum þegar ekkert er að gerast.

Eins og staðan er í dag þá er nauðsynlegt að hafa fullan varan á því sem er að gerast í Kötlu. Enda met ég það sem svo að þetta sé ekki búið það sem er að gerast í Kötlu. Þó svo að dregið hafi úr því sem gerðist núna í nótt eftir því sem liðið hefur á daginn.

Óróapúls í Kötlu í kjölfarið á jarðskjálftahrinu

Núna fyrr í kvöld hófst óróapúls í Kötlu. Þessi óróapúls kom í kjölfarið á jarðskjálftahrinu sem hófst í öskju Kötlu núna fyrr í dag með jarðskjálfta upp á ML2.4. Núna á þessari stundu er óróinn fallandi, en aftur á móti er ómögurlegt að segja til um hvað þetta þýðir til lengri tíma. Það er hinsvegar ljóst að á þessari stundu að ekkert eldgos er að hefjast í Kötlu.

Þegar þetta er skrifað þá virðist vera ný jarðskjálftahrina að hefjast í Kötlu, þó svo að erfitt sé að segja til um það með fullri vissu á þessari stundu. Klukkan 22:13 UTC þá varð jarðskjálfti uppá ML1.5 samkvæmt sjálfvirku jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands.

Ég mun koma með frekari uppfærslur ef þörf er á því.

Jarðskjálftar í Presthnjúkum. Um jarðskjálftana í Kötlu

Jarðskjálftahrina hefur verið við Presthnjúka í dag. Hinsvegar hófst þessi jarðskjálftahrina fyrir nokkrum dögum síðan en hefur farið hægt af stað. Þessi jarðskjálftahrina er ekki stór í sniðum enn sem komið er, en stærstu jarðskjálftanir hafa náð stærðinni ML3.3. Þessir jarðskjálftar hafa fundist í sumarbústaðarbyggð sem er þarna í nágrenninu.

Jarðskjálftahrinan í Kötlu virðist vera lokið að sinni. Það er erfitt að segja til um nákvæmlega hvað þetta þýðir til lengri tíma litið, en augljóst má vera að Katla er farin að hita upp fyrir eldgos. Hvenar svo sem það verður síðan. Það er því full ástæða til þess að fylgjast vel með Kötlu á næstu vikum og mánuðum með þessari auknu virkni í huga.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag klukkan 17:10 UTC hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu, hlé kom í þessa jarðskjálftahrinu um klukkan 17:43 UTC. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu virðast hafa verið í kringum ML3.0 að stærð. Það liggur þó ekki endanlega fyrir á þessari stundu. Sem stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Kötlu, þar sem órói hefur ekki aukist á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu á þessari stundu. Það gæti þó auðveldlega breyst á mikils fyrirvara ef þessi jarðskjálftahrina er undanfari í Kötlu. Ég mældi ég einn jarðskjálftann á mælinum mínum sem er nærri Heklu, og sá þar að hann hafði merki þess að kvika hafði búið jarðskjálftann til. Frekar en hefðbundið brot í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrinan er staðsett í miðju Kötlu öskjunnar. Staðsetning þessar jarðskjálftahrinu bendir til þess að þarna sé á ferðinni kvikuinnskot í Kötlu. Hvort að það er nægjanlegt til að hefja eldgos í Kötlu er ósvöruð spurning á þessum tíma. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast með þessari þróun. Þar sem aðstæður geta breyst mjög hratt í Kötlu og án mikils fyrirvara.

Ég mun fylgjast með þróun mála og koma með frekari upplýsingar ef eitthvað fleira gerist.

Eldgosið líklega að verða búið í Grímsvötnum

Eins og hefur komið fram í fréttum þennan morguninn að eldgosið í Grímsvötnum er líklega búið. Það hefur komið fram að í fréttum að eingöngu gufa sé að koma upp úr gígnum í Grímsvötnum. Þessi minni virkni í Grímsvötnum er einnig staðfest á óróaplottum í kringum Vatnajökul og á Grímsfjalli.

Það er þó annað áhugavert hefur verið að gerast undanfarinn sólarhring og það eru hópur af jarðskjálftum SSA af Grímsfjalli. Ég veit ekki afhverju jarðskjálftar eiga sér stað þarna, en möguleg ástæða gæti verið kvikuinnskot inn á þetta svæði. Það er þó ekki staðfest og er ekkert nema bara getgátur á þessu stigi málsins.

Það er þó annað áhugavert er að óróinn er ennþá frekar hár þó svo eldgosinu sé lokið eða að ljúka. Ég er ekki viss afhverju það er.

Þetta eldgos virðist hafa breyst mikið síðasta sólarhring. Þar sem í gær leit ekki út fyrir að eldgosinu væri að ljúka með svona skömmum fyrirvara.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 07:54 UTC þann 25. Maí 2011.

Eldgos líklega að hefjast í Grímsfjalli

Mér sýnist á gögnum frá vef Veðurstofu Íslands að eldgos sé líklega að hefjast í Grímsfjalli. Ég er ennþá að bíða eftir staðfestingu á þessu frá Veðurstofunni og Rúv. Þetta er hinsvegar það sem gögnin benda til á þessari stundu.

Ég kom mun koma með meiri upplýsingar þegar ég veit meira um hvað er að gerast.

Grunnir jarðskjálftar norðan Öskju

Síðustu sólarhringa hefur verið smá jarðskjálftahrina norðan við Öskju. Það sem er áhugavert við þessa jarðskjálftahrinu er sú staðreynd að jarðskjálftarnir í þessari hrinu hafa verið að fara stöðugt ofar í jarðskorpuna. Síðasti jarðskjálftinn á þessu svæði var á 0.0 km dýpi samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Dýpi jarðskjálftana á þessu svæði hefur verið frá rúmum 9 km og upp í 0.0 km. Það er hugsanlegt að ástæða þess hversu grunnir þessir jarðskjálftar eru orðnir á þessu svæði er að þarna sé kvikuinnskot að troða sér upp berggrunninn. Það liggur þó ekki ljóst fyrir á þessari stundu, en er líklegast það sem er að gerast.

Hvort að þarna muni gjósa er síðan ennþá óljósari spurning, en eins og málin eru að þróast þarna. Þá eru góðar líkur á eldgosi á þessu svæði. Það er þó ekki alveg útilokað að þarna gerist nákvæmlega ekki neitt og ekkert eldgos verði. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá hvað gerist með Öskju. Ég bendi ennfremur á það að eldgos utan megin eldfjallsins Öskju eru algeng í sögulegu samhengi.

Tveir jarðskjálftar uppá ML3,4 og ML4,1 í Krísuvík

Jarðskjálftahrinan í Krísuvík tók kipp núna síðdegis þegar tveir jarðskjálftar uppá ML3,4 og ML4,1 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Dýpi þessara jarðskjálfta var 1,6 km og 1,1 km samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands.

Reikna má með fleiri jarðskjálftum á þessu svæði næstu klukkutímana. Jafnvel jarðskjálftum sem ná svipðari stærð eða stærri og þessir tveir jarðskjálftar sem komu klukkan 17:22 og 17:25 UTC í Krísuvík.

Jarðskjálftahrinan í Krísuvík

Síðustu fjóra daga hefur verið jarðskjálftahrina í Krísuvík. Þessi jarðskjálftahrina á líklega upptök sín í kviku sem er þarna að safnast saman í Krísurvíkur eldstöðinni. Eins og þetta lítur út fyrir mér. Þá sýnist mér að þessir jarðskjálftar eigi ekki upptök sín í brotasvæðum (þau geta hinsvegar orðið virk í kjölfarið á þessum jarðskjálftahrinum sem eiga sér stað í Krísuvík) sem eru úti um allt á Reykjanesinu.

Verði eldgos þarna þá verður það af Hawaii gerð, nema ef það eigi sér stað undir vatni. Þá verður Surtseyjar gerð af eldgosi svo lengi sem að vatn kæmist í gýginn. Á þessari stundu er erfitt að meta það hversu miklar líkur eru á eldgosi þarna. Hinsvegar er ljóst að ef þetta heldur svona þá mun eldgos hefjast þarna fyrr en seinna. Það sem þó skiptir gífurlega miklu máli hérna er sú staðreynd að engar sögulegar heimildir eru til um það hvernig eldgosið sem varð þarna árið 1340 hófst og hvernig það hegðaði sér. Þannig að það eru ekki til neinar sögulegar heimildir til þess að glöggva sig á hegðun Krísuvíkur eldstöðvarinnar.

Sem stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Krísuvík. Það gæti hinsvegar breyst án mikils fyrirvara og mikillar viðvörunar.