Viðskiptasiðferði hjá Símanum

Í dag hefur talsvert verið fjallað um þá sekt sem Síminn er að fá hjá Samkeppniseftirlitsins. Þessi sekt sem Síminn fékk er mjög há, eða í kringum 440 milljónir króna fyrir brot gegn samkeppnislögum á árunum 2001 til árins 2007. Ástæða þess að þetta mál kom til var kæra NOVA til Samkeppniseftirlitsins. Þar sem að notendur NOVA, Vodafone og annara nýrra fjarskiptafyrirtækja þurftu að borga hærra gjald þegar áskrifendur þeirra (í frelsi og reglulegri áskrift) hringdu til Símans. Þetta gerði Síminn til þess að hvetja fólk óbeint til þess að vera í viðskiptum við sig, frekar en að vera hjá keppinautum sínum. Það sem mér þykir þó verst er sú staðreynd að Síminn vísvitandi tafði fyrir málinu, með því að neita gefa upplýsingar. Það tafði þessa rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Enda er Síminn sektaður um heilar 50 milljónir fyrir þá hegðun. Síminn hefur áfríað þessu máli, eins og er þeirra réttur. Þó er áhugavert hvernig forstjóri Símans sver þetta brot af sér. Eins og Síminn hefur reyndar gert með önnur samkeppnislagabrot sem hafa átt sér stað á síðustu árum hjá Símanum.

Mér hinsvegar ofbýður svona hegðun. Enda hef ég ákveðið að færa viðskipti mín frá Símanum til annara fyrirtækja. Hvort að það verður varanlegt verður bara að koma í ljós með tímanum. Aftur á móti er ljóst að neytendur geta refsað fyrirtækjum sem haga sér svona. Þá með því að færa viðskipti sín annað, þá annaðhvort í hluta eða heild. Staðan er reyndar sú á Íslandi að á mörgum stöðum er ekki hægt að komast hjá því að versla við Síman með einum eða öðrum hætti.

Úrskurður Samkeppniseftirlitins

Samkeppniseftirlitið leggur 440 mkr. sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum

Fréttir af þessu máli

440 milljóna sekt lögð á Símann (Vísir.is)
Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins (Vísir.is)
Leggur 440 milljóna sekt á Símann (mbl.is)
Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlits (mbl.is)
Símanum gert að greiða háar sektir (Rúv.is)