Evrópusinnar – Náum 10.000 manns í hóp á Facebook á undan andstæðingum ESB!

Ég hvet alla Evrópusinna að skrá sig í þennan hérna hóp á Facebook og ná þannig 10.000 manns inní hópinn áður en andstæðingar ESB ná inn 10.000 manns í sinn hóp.

Hérna er hópur Evrópusinna. Allir sem geta eiga að ganga í þennan hóp núna! 🙂

Evrópusinnar á undan andstæðingum evrópusambandsaðildar upp í 10.000 manns

Andstæðingar ESB verða bara að finna sinn hóp sjálfir.

[Uppfært þann 8. Desember 2009 klukkan 21:08. Titill lagaður.]

Andstæðingar ESB sjá mig í öllum hornum

Ég hef sett svo mikið mark á andstæðinga ESB að þeir sjá mig í öllum hornum og skúmaskotum. Slíkt er hræðslan hjá þeim þegar það kemur að málflutningi mínu um ESB málefnin.

Hérna er gott dæmi um þetta. Einhver aðili sem kallar sig S. svarar bullaranum Gunnari Rögnvaldssyni fullum hálsi, og það eins sem Gunnari dettur í hug er að klína þessu góða svari á mig. Því miður var það ekki ég sem svaraði Gunnari þarna. Það er þó mitt mat að þetta er gott svar hjá S. hver sem hann er.

Það er þó orðið augljóst að andstæðingar ESB óttast málflutning sem byggir á staðreyndum og það af góðri ástæðu.

Stríðið gegn nafnleysi á Íslandi nær til löggjafans

Það er greinilegt að stríðið gegn nafnleysi á Íslandi hefur náð nýjum hæðum. Núna á að setja í ný fjölmiðlalög greinar sem hafa þann einn tilgang að útrýma nafnleysi á internetinu. Útskýring Menntamálaráðherra er þessi hérna.

Haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, að þetta verði jafnvel til þess að umræðumenning á netinu breytist til batnaðar. ‘Ég reikna með því að miðlarnir muni í framhaldi gera kröfu um að þeir sem vilji skilja eftir ummæli gefi upp rétt nafn. Enda á það að vera hin almenna regla,’ segir hún.

Þessi útskýring er sú sama og Morgunblaðið gaf upp þegar mbl.is fór að krefjast þess að fólk gaf upp fullt nafn við fréttabloggið hjá sér. Niðurstaðan af þeirri tilraun var mjög einföld. Virkaði einfaldlega ekki, og fólk sem virkielga vildi tjá skoðanir sínar nafnlaust gerði það engu að síður, eða einfaldlega flutti sig eitthvert annað. Það er einnig tilhneging á Íslandi að túlka lög útúí öfgar, oftar með þeim afleiðingum að notkun þeirra verður önnur en upphaflega er ætlast til af þeim (Dyflinarreglugerðin er besta dæmið um öfgafulla túlkun á lögum).

Það er því augljóst að hérna eru öfgahópar innan VG, sem Katrín Jakobsdóttir virðist því miður tilheyra. Vera að gera tilraun til þess að þagga niður í nafnlausri gagnrýni á internetinu á Íslandi. Þessi grein lagana má og á ekki að lýðast, þar sem svona lagagreinar eru hættulegar lýðræðinu og upplýstri umræðu. Sérstaklega í samfélagi eins og á Íslandi, þar sem það getur beinlýnis verið hættulegt fyrir fólk að tjá sig undir fullu nafni ef það er í milvægum starfi. Það er einnig augljóst að svona löggjöf mundi drepa, og er sérstaklega beint gegn umræðuborðum (forums) hverskonar á íslenska internetinu. Þar sem fólk á slíkum spjallborðum er yfirleitt alltaf nafnlaust.

Það verður að stoppa þessa grein í nýjum fjölmiðlalögum nú þegar, annað er ekki boðlegt að mínu mati.

Frétt Eyjunnar.

Ákvæði í nýju fjölmiðlafrum- varpi stefnt gegn nafnlausum ummælum við fréttir vefmiðla

Kaupþings skýrslan og lögbann á Rúv orðin frétt á vefsíðu Slashdot.org

Kaupþings skýrslan, lagahótun Kaupþings til Wikileaks og síðar lögbannskrafa Kaupþings á Rúv er orðin frétt á vefsíðunni Slashdot.org, sem er vefsíða sem fjallar um tæknimál ýmisskonar. Þarna er líka fjallað um ritskoðunartilraunir stjórnvalda og einkafyrirtækja annarstaðar í heiminum.

Hérna er frétt Slashdot.org um þetta mál.

Censorship Struggle Underway In Iceland

Ísland í ESB facebook hópur

Ég hvet alla Evrópusinna til þess að skrá sig í Facebook hópinn Ísland í ESB.

Ísland í ESB facebook hópurinn. Það dugar að smella á linkinn til þess að skrá sig. Fólk þarf að vera með Facebook aðgang samt sem áður.

Ritskoðunarárátta á Íslandi

Það má sjá í fréttum í dag að fjarskiptafyrirtækin á Íslandi eru komin með ritskoðunaráráttu. Bæði Vodafone og Síminn.

Lokun þessara fjarskiptafyrirtækja á vefsíðuna ringulreid.org er ólögleg, samkvæmt stjórnarskrá Íslands.

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

Ólíkt því sem haldið hefur verið fram í fréttum, þá hefur þessi vefsíða aldrei innihaldið barnaklám. Sá fréttaflutningur er óábyrgur og á ekkert skylt við raunveruleikan. Þarna er vissulega ýmislegt ósmekklegt að finna, en ekki barnaklám. Á umræddri vefsíðu er skýrt tekið fram að hún sé bönnuð innan 18 ára. Umrædd vefsíða tilheyrir svokölluðum Chan vefsíðum á internetinu, þær eru allar ósmekklegar en misjafnlega mikið þó. Póstum er víst eytt út sjálfkrafa á þessari vefsíðu og þetta svæði er algerlega nafnlaust.

Ég tek það fram að ég kem ekki nálægt rekstri þessar vefsíðu og ég hef ekki hugmynd um hver með hana. Ég tek þetta fram, vegna þess að ég veit að þarna úti eru mörg fífl sem taka ekki rökum og eru í raun ekkert nema fasistar upp til hópa. Það eru einnig bara barnalegir Íslendingar sem loka á svona vefsíður.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að komast fram hjá þessari lokun fjarskiptafyrirtækjanna þá er vert að benda á OpenDNS og síðan Tor proxy netið.

Síminn vísar vefsíðunni í núll rútu þannig að ekkert svar fæst, vegna þess er notkun á Tor nauðsynleg. Ég veit ekki hvernig Vodafone blokkar vefsíðuna.

Búinn að opna spjallborð

Ég er loksins búinn að opna spjallborð á léni sem ég hef átt í lengri tíma núna. Spjallborðið er að finna á vefsíðunni net303.net. Þetta borð er ennþá í uppsetningu, en ég er búinn að stofna nokkra umræðuflokka nú þegar. Fleiri umræðuflokkar bætast við á næstu dögum og vikum.

Eyða milljónum í það sem hægt er að gera ókeypis

Þessi hérna frétt sýnir þá heimsku sem ríkir oft í Íslenskri stjórnsýslu, bæði á sveitarstjórnarstiginu og landsstjórnarstiginu. Núna ætlar sveitarfélagið Árborg að eyða milljónum í að loka á samskiptavefinn Facebook. Staðreyndin hinsvegar er sú að þeir getað gert þessa breytingu án þess að eyða krónu í það (umfram laun tæknikallana).

Þessi lausn heitir OpenDNS og kostar ekki krónu. Þó bjóða þessir aðilar líklega einnig upp á lausnir sem kosta peninga, en ég er alveg vissum að sá kostnaður er ekki í milljónum talið eins og þessi vitleysa sem Árborg er að fara útí núna, með kaup á síu sem mun aldrei virka rétt.

Blogg og heimasíða Evrópusamtakanna

Evrópusamtökin eru bæði með bloggsíðu og heimasíðu. Bloggsíðu Evrópusamtakana er að finna á blog.is, hægt er að fara á það blogg hérna. Morgunblaðið hefur ekki sett þetta blogg á forsíðu mbl.is, þó svo að blogg andstæðinga ESB sé flaggað þar reglulega.

Heimasíðu Evrópusamtakana er að finna hérna. Þarna eru greinar og upplýsingar um ESB.

Leiðin framhjá ISP cappi og öðrum leiðindum

Það er til sæmilega örugg leið fram hjá cappi Internetþjónustu aðilanna á Íslandi. Sú leið felst í að fá sér IPv6 hjá PoP, en PoP eru þeir aðildar sem úthluta IPv6 tölum til þeirra sem vilja prufa svoleiðis.

Ég mæli með Sixxs.net, en það er ágætis PoP og tengingar hjá honum eru mjög stöðugar og ekkert vesen á þeim. Fólk er síðan tengt til Sixxs.net með tunneli og innan þess er öll IPv6 umferðin send. Vegna þess þá geta Internet fyrirtækin ekki skannað umferðina og lokað á hana eða dregið sérstaklega úr hraða ákveðinna forrita, eins og t.d torrent forrita (hentugt til þess að ná í Kubuntu Linux).

Ef einhver heldur að þetta virki ekki, þá er viðkomandi beiðin um að útskýra það fyrir mér í athugasemd við þessa færslu.