Nútímagoðsögnin um ókunninga menn sem reyna að tæla börn upp í bíla

Ég hef haft mikinn áhuga á einum flokki frétta á Íslandi. Þessi flokkur frétta byrjaði ekki að koma fram fyrr en eftir efnahagshrun og almenna hysteríu í íslensku þjóðfélagi. Þessi fjölda hystería (Mass hysteria) virðist vera einhversskonar útrás fyrir foreldra á sínum verstu ótta. Áhugi minn á þessum fréttum er mjög einfaldur. Þessar fréttir hafa yfir sér blæ nútímagoðsagna sem ég hef mikinn áhuga á.

Sjá einnig: Top 10 Bizarre Cases of Mass Hysteria

Mönnum sem ræna börnum til þess að misnota þau. Hvernig þessi ótti hefur komið fram er hinsvegar það sem er áhugavert. Þessi hystería hefur smitast niður til barnanna, sem núna tilkynna til skóla og hrædda foreldra um alla þá karlmenn sem eru nálægt grunnskólum Reykjavíkurborgar og sem voga sér að líta á börnin í grunnskólanum. Jafnvel þó svo að þeir hafi ekki neitt illt í hyggju, og séu jafnvel bara að vinna störf sín í nágrenni við grunnskólana Reykjavíkur og nágrennis.

Þróun þessa máls er áhugaverð með einsdæmum. Í fyrsta tilfellinu þar sem þetta kom fram, en það var árið 2008 þann 15 Janúar. Í því tilfelli áttu mennirnir að vera þrír talsins og á grænum bíl.

„Samkvæmt upplýsingum lögreglu munu þrír menn á grænum bíl hafa reynt að ná barninu upp í bílinn en atvik eru um margt óljós og hefur lögreglan mjög fáar vísbendingar að vinna eftir. Atvikið mun hafa orðið á skólatíma og mun hafa verið reynt að toga barnið upp í umræddan bíl. Það tókst þó ekki og gaf stúlkan lýsingu á bílnum. “
Morgunblaðið 15. Janúar 2008, Reynt að nema barn á brott af skólalóð

Hinsvegar þann 30. Janúar 2008 kom þessi hérna frétt hjá Morgunblaðinu.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem upp kom við Laugarnesskóla í byrjun janúar þar sem talið var að reynt hefði verið að nema á brott 8 ára stúlku sem er nemandi í skólanum. Lögreglan hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu þar sem sýnt þykir að atburðurinn hafi ekki átt sér stað.

Málið vakti mikinn óhug í hverfinu en stúlkan sagði þrjá menn á grænum bíl hafa reynt að ná sér upp í bílinn án árangurs.“
Morgunblaðið 30. Janúar 2008. Ekki reynt að ræna barni

Þetta eru einu fréttirnar af svona atburðum fyrir árið 2008. Bara einn atburður. Það sama gerist árið 2009. Þegar tvær fréttir eru skráðar hjá mér af svona atburðum.

Sú fyrri er 5. Mars 2009.

Maður reyndi að tæla stúlku í Langholtshverfi (5. Mars 2009)

Seinni fréttin er 19. Nóvember 2009.

Lögreglan leitar barnaperra (19. Nóvember 2009)

Fyrir árið 2010 fann ég ekki neina frétt um svona atburð. Kannski bara yfirsjón af minni hálfu. Hinsvegar efast ég um það.

Fyrir árið 2011, sem er farið að skera sig úr tilkynningum um svona mál. Þá eru komnar fyrir árið 24 tilkynningar um meintar tælingar á börnum upp í bíla. Þetta er með nýjasta tilfellinu, en í Apríl voru tilkynninganar orðnar 23 talsins.

Í einu tilfelli töldu tvær stelpur á Akranesi að maður með lambhúshettu hefði verið elta þær (frétt hér). Í því tilfelli kom fram að móðurinn er að hræða líftóruna úr börnum sínum með daglegum fundum um hættuna af ókunnugum mönnum sem tæla börn upp í bíla. Það kemur því lítið á óvart að börn konunar hafi verið hrædd. Þar sem sjálf móðurinn var búinn að hræða lífstóruna úr börnunum með þessum heimilis-fundum sínum.

Fyrir árið 2011 þá hefur aðeins verið komið upp um 5 mál af þessu 24 málum. Þessi 5 mál sem um ræðir hafa átt sér eðlilegar skýringar og lögreglan hefur ekkert aðhafst meira. Í restina af þessum málum, eða í 19 málum hefur ekkert fundist. Hvorki umræddur bíll eða mennirnir sem á um að ræða. Þar sem Ísland er bara takmörkuð stærð, og það eru eftirlitsmyndavélar við alla grunnskóla í Reykjavík og nágrenni. Þá finnst mér ólíklegt að lögreglan hafi ekki haft neitt til þess að vinna eftir. Í þeim tilfellum þar sem skýringanar voru eðlilegar (nema kannski á hræddu barninu) tók það lögregluna ekki langan tíma að finna út hver var þar á ferðinni.

Dagsetningar frétta af þessum málum fyrir árið 2011. Svo að fólk átti sig á tímaröðinni í þessum málum. Ég tel víst að mig vanti ekki neinar fréttir af þessum málum. Eftir því sem ég kemst næst.

1: 5. Mars 2011. Foreldrar varaðir við: Tveir karlmenn reyndu að lokka átta ára pilt upp í bíl til sín
2: 10. Mars 2011. Reyndu að tæla 8 og 13 ára telpur inn í bíl: Lögregla leitar í kringum grunnskóla höfuðborgarsvæðisins
3: 14. Mars 2011. Þrettán ára stúlka flýði menn á svörtum bíl
4: 14. Mars 2011. Leikfangaperrinn enn á ferðinni – Reyndi að lokka ungan dreng upp í bíl með loforði um legókubba
15. Mars 2011. Lögregla um leikfangaperra: Óvenju gróft tilfelli – Erum að gera allt til að hafa uppi á honum (Umfjöllun um málið frá 14. Mars)
5: 21. Mars 2011. Móðir á Akranesi: Karl með lambhúshettu elti þær – Tvær 11 ára í algjöru taugaáfalli
6: 23. Mars 2011. Maður reyndi að tæla dreng upp í bíl við Vatnsendaskóla í Kópavogi – Var á gulllituðum pallbíl

Þetta mál var leiðrétt, með þessari tilkynningu. „Kæru foreldrar!
Við erum búin að fá skýringu á hver bílstjórinn er. Hann var að aka sínum börnum í skólann úr Þingahverfinu. Börnin í aftursætinu sáust ekki þar sem afturrúður eru skyggðar. Bílstjórinn ætlaði að bjóða öðrum dreng far í morgun sem hann er vanur að taka með á morgnana en ruglaðist á drengjum. Við erum mjög glöð að málið er upplýst.
Kær kveðja Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri Vatnsendaskóla“

7: 7. Apríl 2011. Maður á svörtum skutbíl reyndi að lokka barn við Sæmundarskóla
11. Apríl 2011. Óþægilegt að vera bendlaður við svona mál. Útskýring á málinu 7. Apríl.
8: 9. Maí 2011. Nokkrir menn reyndu að lokka börn upp í sendibifreið í dag (Vísir.is)

Reynt að lokka börn upp í rauðan sendiferðabíl (DV.is)

Reyndu að ginna drengi inn í bíl (Sama og 9. Maí, fréttin kom þó á mbl.is 10. Maí)

Það er áhugavert gatið á milli Apríl og Maí. Þar sem þessar tilkynningar virðast hafa gjörsamlega gufað upp. Ég ætla eingöngu að geta mér til um ástæðuna hvers vegna það er. Ástæðan fyrir því afhverju þessar tilkynningar hurfu á tímabili á milli Apríl og Maí er sú að þarna á milli var Icesave kosningin og íslenska þjóðfélagið logaði í illdeilum um Icesave. Á meðan það á sér stað. Þá hurfu þessar fréttir úr fjölmiðlum, og mig grunar einnig að tilkynningar um þessi mál hafi einnig horfið á sama tíma hjá lögreglunni. Ég get þó ekki fullrt að svo sé fyrir víst án gagna til þess að sanna mál mitt óvéfengjanlega.

Hvað varðar um þessa meintu menn sem þarna eiga að vera á ferðinni. Þá þykir mér það vera nokkuð augljóst að það er erfitt að hafa uppi á mönnum og bílum sem eru ekki til. Enda hafa þeir ekki fundist, þrátt fyrir fjöldann allan af tilkynningum um þessa menn yfir nokkura vikna tímabil jafnvel. Þeir sem hafa fundist hafa haft fullkomlega eðlilegar skýringar á sínum málum.

Það er alveg ljóst að börnum er rænt með þessum hætti stundum (þá er reyndar dýr notuð, en ekki nammi eða leikföng). Það hefur gerst erlendis (Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð osfrv). Hinsvegar er mér ekki kunnugt um neitt svona tilfelli á Íslandi síðustu áratugi. Þetta getur auðvitað hafa gerst án þess að ég viti til. Hinsvegar er ljóst að þessi mál eru mjög sjaldgæf á Íslandi.

Sjá nánar: Child abduction (Wikipedia)

Ég á hinsvegar von á því að sjá fleiri svona mál á næstu mánuðum. Það mun hinsvegar koma hlé núna þegar grunnskólinn fer í sumarfrí. Þannig að ég reikna ekki með nýrri tilkynningu um svona mál fyrr en í fyrsta lagi í Nóvember, kannski fyrr. Það gæti hinsvegar ekki komið ný tilkynning um svona mál fyrr en í Febrúar eða Mars 2012. Enda virðast flestar tilkynningar byrja þá af einhverjum ástæðum.

Af 1% veikingu evrunnar

Margir innlendir og erlendir fjölmiðlar slá því upp á dramatískan hátt að evran hafi veikst um 1% á einum degi. Reyndar var veikingin 2,1% samkvæmt gögnum Seðlabanka Evrópu. Það sem gleymist þó í þessari umræðu er sú staðreynd að evran hefur styrkst um 14% (13,9%) á einu ári (6 Maí 2010 til 6 Maí 2011).

Þessari staðreynd segja fjölmiðlar ekki frá, hvorki íslenskir eða erlendir. Enda mundi það draga óendanlega mikið úr dramatíkinni um evruna ef þessi staðreynd kæmi fram í fréttum hjá þeim.

Það er þó ljóst að þessi lækkun evrunar mun aðeins gera útflutningi evruríkjanna gott. Enda gilda sömu lögmál um evruna og íslensku krónuna. Veikari evra styrkir útflutninginn frá evruríkjunum og eykur hagvöxt. Það sem munar þó á íslensku krónunni og evrunni er að evran er nothæfur gjaldmiðill allstaðar í heiminum. Íslenska krónan er það ekki. Það ætti einhver að segja Steingrími J. Fjármálaráðherra frá þessari staðreynd við tækifæri.

Röng frétt á Rúv

Það er röng frétt sem er viðhöfð á Rúv núna (og í erlendum fjölmiðlum líka) um Frakkland og Schengen. Það er alveg ljóst að Frakkland mun ekki fara úr Schengen samstarfinu. Heldur munu þeir beita fyrir sér ákvæði í Schengen sem heimilar tímabundið landamæraeftirlit. Íslendingar hafa margoft beitt þessu ákvæði fyrir sig þegar þeim hentar svo. Þetta er ekkert öðrvísi með Frakkland og Schengen. Þannig að fullyrðingar þess efnis um að Frakkland sé á leiðinni úr Schengen eru rangar. Gildir þá einu hvort að þær koma úr íslenskum fjölmiðlum eða ekki.

Frétt Rúv.

Frakkar íhuga afsögn úr Schengen (Rúv.is)

Erlendar fréttir.

France threatens to ‘suspend’ Schengen Treaty (The Telegraph)
France mulls suspending Schengen commitments-source (Reuters)
France may temporarily suspend open border system
End of Europe without borders? Row over African immigrants threatens free travel (Daily Mail)

Ákveðnar greinar nýrra fjölmiðlalaga brjóta gegn frelsi fjölmiðla á Íslandi

Mér sýnist við lestur nýrra fjölmiðlalaga að ákveðnar greinar þeirra laga ganga of langt. Sérstaklega í ljósi þess að rammalöggjöf ESB/EES sem þessi lög byggja á krefjast þess ekki að gengið sé svona langt í lagasetningu eins og gert er á Íslandi.

Enda er þetta hérna sérstaklega tekið fram í umræddri rammalöggjöf.

(6) Traditional audiovisual media services — such as television — and emerging on-demand audiovisual media services offer significant employment opportunities in the Community, particularly in small and medium-sized enterprises, and stimulate economic growth and investment. Bearing in mind the importance of a level playing-field and a true European market for audiovisual media services, the basic principles of the internal market, such as free competition and equal treatment, should be respected in order to ensure transparency and predictability in markets for audiovisual media services and to achieve low barriers to entry.

(7) Legal uncertainty and a non-level playing-field exist for European companies delivering audiovisual media services as regards the legal regime governing emerging on-demand audiovisual media services. It is therefore necessary, in order to avoid distortions of competition, to improve legal certainty, to help complete the internal market and to facilitate the emergence of a single information area, that at least a basic tier of coordinated rules apply to all audiovisual media services, both television broadcasting (i.e. linear audiovisual media services) and on-demand audiovisual media services (i.e. non-linear audiovisual media services). The basic principles of Directive 89/552/EEC, namely the country of origin principle and common minimum standards, have proved their worth and should therefore be retained.

(15) No provision of this Directive should require or encourage Member States to impose new systems of licensing or administrative authorisation on any type of audiovisual media service.

(19) For the purposes of this Directive, the definition of media service provider should exclude natural or legal persons who merely transmit programmes for which the editorial responsibility lies with third parties.

(21) The scope of this Directive should not cover electronic versions of newspapers and magazines.

(23) The notion of editorial responsibility is essential for defining the role of the media service provider and therefore for the definition of audiovisual media services. Member States may further specify aspects of the definition of editorial responsibility, notably the notion of „effective control“, when adopting measures to implement this Directive. This Directive should be without prejudice to the exemptions from liability established in Directive 2000/31/EC of the European Parliament and of the Council of 8 June 2000 on certain legal aspects of information society services, in particular electronic commerce, in the Internal Market (Directive on electronic commerce) [16].

(32) Member States should be able to apply more detailed or stricter rules in the fields coordinated by this Directive to media service providers under their jurisdiction, while ensuring that those rules are consistent with general principles of Community law. In order to deal with situations where a broadcaster under the jurisdiction of one Member State provides a television broadcast which is wholly or mostly directed towards the territory of another Member State, a requirement for Member States to cooperate with one another and, in cases of circumvention, the codification of the case-law of the Court of Justice [18], combined with a more efficient procedure, would be an appropriate solution that takes account of Member State concerns without calling into question the proper application of the country of origin principle. The notion of rules of general public interest has been developed by the Court of Justice in its case law in relation to Articles 43 and 49 of the Treaty and includes, inter alia, rules on the protection of consumers, the protection of minors and cultural policy. The Member State requesting cooperation should ensure that the specific national rules in question are objectively necessary, applied in a non-discriminatory manner, and proportionate.

(39) In order to safeguard the fundamental freedom to receive information and to ensure that the interests of viewers in the European Union are fully and properly protected, those exercising exclusive television broadcasting rights to an event of high interest to the public should grant other broadcasters the right to use short extracts for the purposes of general news programmes on fair, reasonable and non-discriminatory terms taking due account of exclusive rights. Such terms should be communicated in a timely manner before the event of high interest to the public takes place to give others sufficient time to exercise such a right. A broadcaster should be able to exercise this right through an intermediary acting specifically on its behalf on a case-by-case basis. Such short extracts may be used for EU-wide broadcasts by any channel including dedicated sports channels and should not exceed 90 seconds.

The right of access to short extracts should apply on a trans-frontier basis only where it is necessary. Therefore a broadcaster should first seek access from a broadcaster established in the same Member State having exclusive rights to the event of high interest to the public.

The notion of general news programmes should not cover the compilation of short extracts into programmes serving entertainment purposes.

The country of origin principle should apply to both the access to, and the transmission of, the short extracts. In a trans-frontier case, this means that the different laws should be applied sequentially. Firstly, for access to the short extracts the law of the Member State where the broadcaster supplying the initial signal (i.e. giving access) is established should apply. This is usually the Member State in which the event concerned takes place. Where a Member State has established an equivalent system of access to the event concerned, the law of that Member State should apply in any case. Secondly, for transmission of the short extracts, the law of the Member State where the broadcaster transmitting the short extracts is established should apply.

Það er hægt að lesa rammalögin frá ESB hérna.

Directive 2007/65/EC of the European Parliament and of the Council of 11 December 2007 amending Council Directive 89/552/EEC on the coordination of certain provisions laid down by law, regulation or administrative action in Member States concerning the pursuit of television broadcasting activities (Text with EEA relevance)

Það er því augljóst að Menntamálaráðherra og þeir ráðherrar sem báru ábyrgð á íslensku fjölmiðlalögum er umtalsvert mikil. Þar sem að íslensku fjölmiðlalögin eru margfalt strangari og þrengri heldur en rammalöggjöf ESB segir til um og gerir kröfur um.

Íslensku fjölmiðlalögin.

Lög um fjölmiðla.

Þessi fjölmiðlalög ber því að endurskoða án tafar og breyta þeim í samræmi við rammalöggjöf ESB.

Undarlegur fréttaflutningur af þingkosningum í Finnlandi

Það verður að segjast eins og er að fréttaflutningur Morgunblaðsins af þingkosningum í Finnlandi er með því undarlegasta sem ég hef séð. Sérstaklega í ljósi þess að Morgunblaðið gerir meira úr stöðu öfga-flokksins Sannra Finna sem bætti við sig miklu fylgi í þessum þingkosningum. Það sem þó sérstakt við þennan fréttaflutning er sú staðreynd að Morgunblaðið minnist ekki á þá staðreynd að það er alls ekki víst að stjórnmálaflokkurinn Sannir Finnar komist í ríkisstjórn. Þar sem að hinir stjórnmálaflokkanir í Finnlandi hafa möguleika á því að útiloka þennan flokk frá því að hafa áhrif á stefnu og stöðu Finnlands innan ESB.

Eins og kemur fram í frétt BBC News núna í kvöld.

[…]

The anti-immigration True Finns won 39 seats in the 200-member parliament, final results showed.

That put it five seats behind the conservative National Coalition Party (NCP) – part of the current centre-right government and a strong advocate for European integration – and just three behind the opposition Social Democrats.

[…]

Analysts say many Finns have become disenchanted with the big three mainstream parties who have run the country for decades.

„Whether the True Finns will really [emerge] as champions of the elections is still uncertain but I think we will clearly get a more nationalistic, more conservative, less European-oriented government in Finland,“ ING senior economist Carsten Brzeski told Reuters news agency.

[…]

Það eru því góðar líkur á því að þessi öfga stjórnmálaflokkur komist ekki í ríkisstjórn. Þó svo að augljóst sé að hann mun hafa talsverð áhrif á finnska þinginu næsta kjörtímabil.

Lygafréttir Morgunblaðsins

Það er áhugavert að fylgjast með fréttum Morgunblaðsins í kjölfarið á höfnun Icesave samkomulagsins. Hjá Morgunblaðinu virðist það vera stefnan að þagga niður fréttir af neikvæðum afleiðingum þess að íslendingar skuli hafa hafnað Icesave III samningum. Þó svo að neikvæðu áhrifin af þessari höfnun séu ekki farin að koma miklu leiti fram. Þá er farið að bera á þeim fyrstu nú þegar.

Í kvöld hafa birst tvær fréttir hjá Morgunblaðinu sem ýkja það sem sagt er mjög mikið. Í fyrri fréttinni þá virðist sem að Morgunblaðið ljúgi til um samskipti sín við Hollenska þingkonu. Enda þýða þeir bara það sem þeir fengu frá henni þegar blaðamaður Morgunblaðsins sendi fyrirspurn til hennar. Svar hollensku þingkonunar er ekki birt í heild sinni eins og eðlilegt hefði verið. Í seinni fréttinni er vísað í Lex dálk á FT.com. Þessi dálkur heldur því fram að ákvörðun íslendinga við því að segja nei muni enduróma um evrusvæðið á komandi mánuðum. Því miður fyrir FT.com, Lex dálkinn og Morgunblaðið. Þá hafa bæði þessi blöð stöðuna ranga. Þar sem á ákvörðun íslendinga mun ekki enduróma um evrusvæðið. Heldur mun þessi ákvörðun íslendinga mun eingöngu enduróma á Íslandi í formi dýpri og lengri kreppu.

Fréttinar sem um ræðir.

„Sjáumst í réttarsalnum“ (mbl.is)
Endurómar um evrusvæðið (mbl.is)

Frétt Ft.com

Iceland: can’t pay? Won’t pay! (Ft.com)

Blaðamaður Morgunblaðsins að nafni Baldur Arnarson virðist vera mjög vel tengdur inn í sjálfstæðisflokkinn. Svona miðað við það litla sem ég fann um hann á internetinu. Þar sem þessi maður virðist hafa mjög litla sögu á internetinu við fyrstu skoðun.

Þöggun er daglegt brauð í íslenskum fjölmiðlum

Á Íslandi er það daglegt brauð að þaggað sé niður í fólki. Nýjasta dæmið er yfirlýsing Frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þar sem að hún lýsti því yfir að hún hefði kosið já í Icesave kosningunni (utankjörfundaratkvæði) sem fer núna fram í dag.

Í fjölmiðlum á Íslandi eru almennt flokkadrættir látnir ráða för. Í tilfelli Rúv og Morgunblaðsins eru það hagsmunir ný-frjálshyggjuarmsins sem ráða för. Enda er gerð tilraun til þess að þagga niður í öllum þeim sem gætu valdið því að þessi hópur tapaði atkvæðinu í Icesave kosningunni. Enda þarf þessi hópur að vinna þennan samning með nei svo að þeir komist aftur til valda á Íslandi. Enda er þessum hópi sama um allt það sem heitir hagsmunir almennings á Íslandi og hefur alltaf verið það.

Frétt Smugunar.

RÚV birti ekki yfirlýsingu Vigdísar Finnbogadóttur

Spilling á Rúv: Faðir tryggir dóttur sinni stöðu íþróttafréttamanns innan Rúv

Það er nepotism-ismi í gangi á Rúv og hefur verið í gangi þar mjög lengi. Sérstaklega finnst mér það mikið stökk að fara úr því að vinna á Safnadeild Rúv yfir í það að vera íþróttafréttamaður Rúv í einu stökki. Sérstaklega þar sem að ekki virðist vera nein eða mikil reynsla á bak við umrædda ráðningu dóttur Páls í þessa stöðu íþróttafréttamanns. Sérstaklega þegar gengið er fram hjá fólki með mun meiri reynslu sem fréttamenn heldur en Edda Sif.


Myndin er tekin af bloggsíðu Eddu Sif Pálsdóttur. Smellið til þess að fá læsilega stærð.

Í þessu ljósi eru yfirlýsingar Óðins Jónssonar fréttastjóra Rúv ómarktækar. Enda er hérna ekki um að ræða ráðningu sem byggir á hæfileikum viðkomandi sem íþróttafréttamaður. Heldur er hérna um að ræða ráðningu á grundvelli ættartengsla viðkomandi. Slíkt er gjörsamlega ólýðandi. Enda er slíkt ekkert nema spilling og ýtir undir það að vanhæft fólk sé ráðið í stöður sem það ræður ekkert við þegar á reynir. Enda hefur það sannað sig að þegar fólk er ráðið útá ættartengsl þá skiptir meira máli hverjum þú ert skyldur en hvort að þú hafir hæfnina til þess að vera í viðkomandi starfi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.

Yfirlýsing Óðins Jóssonar fréttastjóra Rúv

Óðinn: Páll kom ekki nálægt þessu. Faglegt mat réð ráðningunni (eyjan.is)

Hræðslufréttir á Íslandi

Á Íslandi er mikið um fréttir sem ég hef nefnt hræðslufréttir. Þessar fréttir byggja á hræðslu frekar en staðreyndum. Þessi fréttaflutningur hefur sem dæmi ollið því að núna eru allir karlmenn sem eru góðir við börn orðnir barnaníðingar á Íslandi (þetta er ekki aðhæfing hjá mér. Þetta er sett svona upp í fréttum þó svo að raunveruleikinn sé auðvitað allt annar og betri) sem eru á eftir skólabörnum sem eru á leið í skólann.

Hérna er gott dæmi um hræðslufrétt. Þar sem ýtt er undir hræðsluna með ýkjum og oft á tíðum ekki neinu öðru en lygum og blekkingum um viðkomandi málefni. Eftir allt saman, þá selur hræðsla vel og á Íslandi hugsa fjölmiðlar eingöngu um það græða sem mestan pening á sem mestum hraða.

Ísland er lítið samfélag og við búum ekki í sjónvarpsþætti af CSI eða einhverju álíka dramantýsku þar sem að fólk er rænt og það finnst síðan í svörtum ruslapokum víðsvegar um Reykjavík. Enda eru slíkir þættir skáldsakpur sem eiga lítið sameiginlegt með raunveruleikanum. Þó svo að skoðun margra íslendinga virðist vera almennt sú að það sem gerist í svona sjónvarpsþáttum sé raunveruleikinn eða það sem kemst næst honum.

Það er þó alveg ljóst að á Íslandi eftir hrun býr hrædd þjóð og þetta nota óvandir fjölmiðlar á Íslandi til þess að græða pening. Þar sem hræðsla eykur lestur á viðkomandi fjölmiðlum.

Rökleysan um hættuna af nafnleysi (um eyjan.is)

Rökleysan gegn því að koma í veg fyrir nafnleysi í athugasemdarkerfi Eyjunnar verður mjög svo augljóst þegar hinir nýju skilmálar Eyjunnar fyrir því að fólk skrifi þar inn athugasemdir eru skoðaðir.

Hérna eru hinir nýju skilmálar Eyjan.is svo að maður geti skrifað þar inn athugasemdir.

1. Markmiðið með ummælum á Eyjunni er að kalla fram líflegar, gagnlegar og skemmtilegar umræður og skoðanaskipti.
2. Öll ummæli eru á ábyrgð þess, sem viðhefur þau.
3. Eyjan áskilur sér rétt til að fjarlægja ummæli sem eru ærumeiðandi, ógnandi eða varða við lög á annan hátt.
4. Ummælum og aðgangi notenda, sem uppvísir verða að því að villa á sér heimildir, verður eytt.
5. Eyjan lætur engum í té persónuupplýsingar um notendur nema að undangengnum dómsúrskurði í sakamáli.
6. Nýjir notendur skrá sig með sínu fullu nafni, kennitölu og netfangi.
7. Aldurstakmark notenda er 18 ár.

(25. febrúar 2011)

Tekið héðan.

Þessir skilmálar hefðu alveg eins getað gilt þó svo að nafnleysi hefði verið viðhaft. Enda hefðu þá allar athugasemdir verið eign þeirra sem skrifuðu þær en ekki eyjan.is eða ritstjórnar hennar. Þetta hinsvegar
þýðir að þessi hérna útskýring ritstjóra Eyjunnar er ekkert nema bölvuð helvítis þvæla.

Hérna er útskýring ritstjóra eyjunnar á því að banna nafnleysingja í athugasemdakerfi Eyjunnar.

[…]
Ástæðurnar eru þrjár:

Eyjan verður áfram farvegur fyrir skoðanaskipti lesenda, hér eftir sem hingað til og ennú frekar. Þetta er einn helzti styrkur Eyjunnar og snar þáttur þess að hér hefur myndazt öflugt samfélag skoðanaskipta. Þannig á það að vera og vonandi styrkist það enn meira.

Í annan stað:

Það er sjálfsagður partur af siðaðra manna samfélagi, að hafi maður eitthvað misjafnt að segja um aðra, þá segir maður það upphátt og óhikað, en stundar ekki róg, níð og dylgjur í skjóli nafnleyndar. Treysti maður sér ekki til þess, þá er betra fyrir siðinn í samfélaginu að sleppa því.

Á mannamáli þýðir þetta: Þeir sem hafa fundið sér fró í því í kommentakerfi Eyjunnar að súrra saman svívirðingar um nafngreinda einstaklinga – þeir mega innan skamms gera það undir eigin nafni. Það ætti ekki að verða erfitt, hafi þeir á annað borð nafn.

Þið hin, sem hafið bæði lesið og sett inn komment sem varpa ljósi á málefni sem til umræðu eru, komiði fagnandi. Kommentin þurfa hvorki að vera sérstaklega gáfuleg né heldur með tilvitnunum í Njálu – þau eiga bara að lýsa því sem okkur finnst sem manneskjum um það sem okkur liggur á hjarta, án þess að meiða aðrar manneskjur að ósekju.

En við eigum endilega að halda áfram að kýta, með öllum þeim rökum, útúrsnúningum og skemmtilegum skætingi sem okkur langar, og finna alls kyns málflutningi allt til foráttu – því að þrátt fyrir allt er helmingur fólks undir meðalgreind – og ekki gefa neinn afslátt af því.

Það er vel hægt án þess að kasta skít og óhroða.

Þriðja ástæðan er mjög praktísk og eiginhagsmunaleg:

Ég hef nú ekki verið hér í nema tvo daga, en það hef ég þó lært af hundinum Lúkasi, að ég hef ekkert efni á því að standa í málaferlum út af einhverri vitleysu sem skrifuð er á Eyjuna og ég ber ábyrgð á.

Þetta hér er ekki skröksaga: Þar sem ég kjamsaði á kótelettum hjá Mömmu Steinu á Skólavörðustíg í gærkveldi hringdi í mig kona – hún heitir Sirrý – og bað mig þess lengstra orða að fjarlægja ummæli á Eyjunni þess efnis, að helvíti væri of góður staður fyrir Illuga Gunnarsson að lenda á.

Ég vissi að svona dónaskapur tíðkaðist á Eyjunni og að engin leið er fyrir okkur hér að fylgjast með því öllu.

Illugi er að vísu séntilmaður og myndi aldrei gera veður út af soddan nokkru. Það eru hins vegar ekki allir þannig innréttaðir.

Nýlegur dómapraxís segir mér að við fótboltafréttamaðurinn gætum þurft að eyða hálfum deginum fyrir framan dómara að verja eitthvert rugl sem einhver nafnlaus vitleysingur skrifaði á Eyjuna og við berum ábyrgð á.

Ég nenni ekkert að standa í því. Og hef heldur engin efni á því.
[…]

Sitt og hvað um Eyjuna. Karl Th. Birgisson þann 16. Febrúar 2011.

Þessi útskýring er því ekkert annað en tóm della eins og ég segi hérna að ofan. Vegna þess að í nýjum skilmálum eyjunnar þá tekur ritstjórnin af allan vafa um að vefurinn beri ekki ábyrgð athugasemdum sem þar berast inn í kringum fréttir og aðrar greinar sem þar eru skrifaðar. Þessi dómstóla útskýring Karls er einnig að sama skapi merkt því marki að vera tóm della miðað við þessa nýju skilmála sem þeir settu í dag.

Ég ætla ekki að skrá mig í þetta nýja athugasemdakerfi á eyjan.is. Enda hef ég engan áhuga á því að láta mann sem er gjörspilltur og í framsóknarflokknum fá kennitöluna mína. Enda er augljóst að Pressan.is keypti aðeins upp eyjuna til þess að getað lokað þeim vef þegar aðstæður leyfa (eftir tvö til þrjú ár mundi ég halda).

Þessir menn geta því átt þessa eyjuna sína. Enda er hún að sökkva með manni og mús þessa dagana og eins og komið er fyrir henni. Þá verður enginn söknuður af því þegar eyjan.is hverfur af sjónarsviðinu. Ég vona hinsvegar að Björn Ingi verði rannsakaður sem fyrst fyrir undarlega fjármálagjörnina í krafti stöðu sinnar sem alþingismaður á tíma „góðærisins“, sem og önnur verk sem og ákvarðanir sem hann hefur komið nálægt í gegnum tíðina.