Á ferðalagi

Maður núna á ferðalagi fyrir sunnan, enda ætla ég á landsfund Vinstri Grænna, en ég er félagi í þeim stjórnmálaflokki. Þannig að uppfærslur á blogginu verða fáar á morgun og fram á Mánudag.

Rólegt þessa stundina

Það er rólegt hjá manni þessa stundina. Lífið að ganga sinn vanagang, bæði hjá mér og annarstaðar í heiminum. En ég ætla að þetta sé bara lognið á undan storminum, eins og alltaf. En lífið er ekki alltaf rólegheit.

Í sveitinni….

Ég er ennþá í sveitinni. En maður hefur aðeins lent í mynd hjá japönum að ég held. En það kemur bara allt saman í ljós þegar maður kemst í þáttin, en mér var sagt að hann yrði sýndur í Japan þann 6. Nóvember, 2005. Það á eftir að verða áhugavert. Annars hefur snjóað hérna í dag og tréin hjá mömmu orðin mjög þung af snjófargi, enda fá tré búin að fella laufin og að auki þá var þetta mjög þungur snjór og blautur.

Meira seinna….

Útí sveit

Jæja, þá er maður kominn útí sveit. Allavega í nokkra klukkutíma í dag. Það varð víst eitthvað lítið úr stóðréttum hérna í Vesturhópinu vegna snjókomu, en einhverjum hrossum var smalað saman í réttina að mér skilst. En því miður gleymdist að sækja mig fyrir það, en ég er nefnilega bílaus og þarf því alltaf að fá far ef að ég ætla fara eitthvað útí sveit og lengra en Hvammstangi.

Það hefur aukið í snjóin heima hjá mér síðan í gær, enda kemur snjókoman með svona hléum. En þetta minnir meira á hríð á tímabili en rólegheita snjókomu.

Meira úr sveitinni seinna…